Guðlaugur J. Guðlaugsson löggiltur fasteignasali og RE/MAX fasteignasala kynna í einkasölu:
Vel skipulögð og vönduð tveggja herbergja íbúð ( íbúð 517) með aukinni lofthæð á fimmtu hæð við Mýrargötu 33, 101 Reykjavík. Glæsilegt útsýni og svalalokun
Íbúðin er í viðhaldsléttu og vönduðu húsi sem hannað er af Arkþing/Nordic. Sæja sá um innanhússhönnun íbúða í húsinu.
Birt stærð eignar eru alls 46,3 m2 og þar af er sér geymsla í sameign 5,4 merkt (0045) og því birt flatarmál íbúðar 40,9 m2. Auk þess er afnotaréttar af rúmgóðri hjóla- og vagnageymslu.
Smelltu á linkinn til að skoða íbúðina í 3D
Bókið skoðun hjá Gulla í síma 661 6056 eða með tölvupósti á netfangið gulli@remax.isGólfhiti - Gólfsíðir gluggar - harðparket á gólfi og flísar á baðherbergi - Quartz borðplötur - Axis innréttingar - Siemens eldhústæki frá Smith&Norland. Innbyggður kælir og frystir og innbyggð uppþvottavél, spanhelluborð og Combi-bakaraofn. Tengi og aðastaða er fyrir þvottavél og þurrkara inn á baðherbergi.
Um er að ræða nýlegt og vandað, vel staðsett lyftufjölbýli. Gluggar eru ál-tré gluggakerfi. Karmar glugga er úr tré og hvítlakkaðir en klæddir með áli að utanverðu. Öll opnanleg fög eru úr ál-tré og læsningarjárn eru með næturstillingu. Tvöfalt verksmiðjugler/einangrunargler frá viðurkenndum framleiðanda. Mynddyrasími er við alla innganga í stigahús. Möguleiki er á að leigja bílastæði bílageymslu hússins.
Nánari upplýsingar: Guðlaugur J. Guðlaugsson, löggiltur fasteignasali í síma 661-6056, gulli@remax.is
Vegna mikillar eftirspurnar vantar mig allar tegundir eigna á skrá. Hafðu samband og ég mun verðmeta eign þína þér að kostnaðarlausu.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi 0,8%, ( 0,4% ef um fyrstu kaup er að ræða ) og 1.6% (ef lögaðilar) af heildar fasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - Nánari upplýsingar á heimasíðum lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu kr. 69.900.