Lögeign kynnir eignina Grundargarður 6, 640 Húsavík, nánar tiltekið eign merkt 01-03.Um er að ræða 89,3 Fm íbúð á jarðhæð í þriggja hæða fjöleignarhúsi. Íbúðin er vel uppsett með tveimur svefnherbergjum, rúmgóðri stofu, baðherbergi, eldhúsi, forstofu og geymslu. Eignin er í göngufæri við alla helstu þjónustu.
Nánari LýsingKomið er inn í parketlagða forstofu, úr forstofu er bæði geymsla á V/hendi og parketlagt hol. Stofan er rúmgóð, björt og með útgengi út á steypta verönd. Opið er yfir í eldhúsið úr stofu sem gefur rýminu gott flæði, eldhúsið er með hvítri innréttingu sem er bæði með efri og neðri skápum og svartri bekkplötu, við endan á innréttinguni er borðkrókur. Tvö svefnherbergi eru í íbúðinni sem eru bæði með fataskápum og parket á gólfi. Baðherbergið er nýlega tekið í gegn á smekklegan hátt, flísar á gólfi og á veggjum að hluta, hvít vaskainnrétting ásamt hvítri innréttingu sem gerir ráð fyrir þvottavél, vegghengd wc og "walk in" sturta.
Annað: - Aðgangur (hlutdeild) er að sameiginlegu þvottahúsi og geymslum í sameign á 2. og 3. hæð(4*25fm. rými). Einnig er hjóla/vagnageymsla á jarðhæð. Stigagangurinn er stór og opinn.
- Staðsetningin er góð, miðsvæðis á Húsavík og stutt í helstu grunnþjónustu s.s. skóla og verslun auk þess sem leikvöllur er fyrir framan húsið.
- Síðasta sumar var þakið endurnýjað á fjöleignarhúsinu.
Nánari upplýsingar veitir Hermann Aðalgeirsson lgf. í síma 865-7430 eða netfanginu Hermann@logeign.is eða Hinrik Marel Jónasson Lund lgf, í síma 8350070 eða netfanginu Hinrik@logeign.isForsendur söluyfirlits:Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:1. Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.500,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
5. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á