Fasteignaleitin
Skráð 7. mars 2025
Deila eign
Deila

Fífumói 3

FjölbýlishúsSuðurland/Selfoss-800
94.8 m2
3 Herb.
2 Svefnh.
1 Baðherb.
Verð
59.900.000 kr.
Fermetraverð
631.857 kr./m2
Fasteignamat
51.500.000 kr.
Brunabótamat
47.600.000 kr.
Mynd af Ragna Valdís Sigurjónsdóttir
Ragna Valdís Sigurjónsdóttir
Löggiltur fasteignasali
Byggt 2005
Þvottahús
Garður
Sérinng.
Fasteignanúmer
2269536
Húsgerð
Fjölbýlishús
Byggingarefni
Forsteypt
Númer hæðar
1
Hæðir í húsi
2
Númer íbúðar
2
Vatnslagnir
Gott
Raflagnir
Gott
Frárennslislagnir
Gott
Gluggar / Gler
Gott
Þak
Gott
Lóðarréttindi
Eignarlóð
Svalir
Pallur
Upphitun
Hitaveita
Inngangur
Sérinngangur
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Ragna Valdís Sigurjónsdóttir, löggiltur fasteignasali, og Hús fasteignasala, kynna í einkasölu eignina Fífumói 3, 800 Selfoss.

Um er að ræða vel skipulagða og snyrtilega 94,8m2 íbúð á jarðhæð með sérinngangi.

Að innan skiptist eignin í forstofu, eldhús, stofu, geymslu, þvottahús, 2 svefnherbergi og baðherbergi.

Forstofa: Er rúmgóð með góðum fataskáp og flísum á gólfi. 
Stofa: Er í opnu alrými með parketi á gólfi. Útgengt út á pall úr stofu.
Eldhús: Er í opnu alrými, fín eldhúsinnrétting og gott skápapláss.
Hjónaherbergi: Er rúmgott með parketi á gólfi og góðum fataskáp.
Baðherbergi: Er flísalagt í hólf og gólf. Fín innrétting, baðkar og sturta og opnanlegur gluggi.
Þvottahús: Er flísalagt með innréttingu í vinnuhæð undir þvottavél og þurrkara, vaski og efri hillum.
Geymsla: Er með parketi á gólfi og með opnanlegum glugga. Getur nýst sem þriðja svefnherbergið.

Parket og undirlag endurnýjað fyrir 4 árum.
Rúmgóður pallur með skjólveggjum.
Sameiginleg hjólageymsla.
Lóð er þökulögð og innkeyrsla er malbikuð.

Húsið:

Húsið er 2ja hæða steinsteypt fjölbýlishús með stálklæddu þaki. 4 íbúðir eru í húsinu ásamt sameiginlegu tæknirými/hjóla og vagnageymslu. Sökklar og botnplata eru staðsteypt með járnbentri steinsteypu. Útveggir eru byggðir með forsteyptum einingum sem eru með 100 mm plasteinangrun milli laga. Berandi innveggir eru byggðir með forsteyptum einingum. Milligólf eru byggð úr filigran plötum með ásteypulagi. Svalargólf og útitröppur eru úr forsteyptum einingum. Snjóbræðslulögn er í útitröppum og á inngangssvölum annarrar hæðar. Þakvirkið er úr kraftsperrum sem klæddar eru með borðaklæðningu, þakpappa og þakjárni. Þakið er einangrað með 200 mm þakull. Gler í gluggum er tvöfalt K-gler.


Nánari upplýsingar veitir Ragna Valdís Sigurjónsdóttir Löggiltur fasteignasali, í síma 846-6581, tölvupóstur ragna@husfasteign.is.

,,Okkar fagmennska eru þínir hagsmunir"


Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum að vegna kaupanna.

1. Stimpilgjöld af kaupsamningi - 0,8 % af heildarfasteignamati og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. kr. 2700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunnar. Nánari upplýsingar t.d. á heimasíðum lánastofnanna.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu

Skoðunarskylda:  Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill HÚS fasteignasala því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
DagsetningFasteignamatKaupverðStærðFermetraverðNothæfur samningur
07/08/202032.550.000 kr.31.700.000 kr.94.8 m2334.388 kr.
25/08/201519.550.000 kr.20.000.000 kr.94.8 m2210.970 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Álalækur 5-7
Skoða eignina Álalækur 5-7
Álalækur 5-7
800 Selfoss
91.6 m2
Fjölbýlishús
413
650 þ.kr./m2
59.500.000 kr.
Skoða eignina Gráhella 48
Skoða eignina Gráhella 48
Gráhella 48
800 Selfoss
91.7 m2
Raðhús
413
653 þ.kr./m2
59.900.000 kr.
Skoða eignina Álalækur 17
Skoða eignina Álalækur 17
Álalækur 17
800 Selfoss
96.3 m2
Fjölbýlishús
413
622 þ.kr./m2
59.900.000 kr.
Skoða eignina Kringlumýri 4
Skoða eignina Kringlumýri 4
Kringlumýri 4
800 Selfoss
85.4 m2
Raðhús
413
678 þ.kr./m2
57.900.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2025 - Fasteignaleitin