Fasteignaleitin
Skráð 5. maí 2025
Deila eign
Deila

Kirkjuvegur 19 ( Sæbali )

EinbýlishúsNorðurland/Ólafsfjörður-625
28.7 m2
1 Herb.
1 Svefnh.
1 Baðherb.
Verð
24.400.000 kr.
Fermetraverð
850.174 kr./m2
Fasteignamat
10.200.000 kr.
Brunabótamat
16.650.000 kr.
Byggt 1895
Garður
Sérinng.
Fasteignanúmer
2154194
Húsgerð
Einbýlishús
Byggingarefni
Timbur
Númer hæðar
1
Númer íbúðar
1
Vatnslagnir
Endurnýjaðar að hluta
Raflagnir
Endurnýjaðar
Frárennslislagnir
Endurnýjaðar að hluta
Gluggar / Gler
Þrefalt gler
Svalir
Engar svalir
Upphitun
Gólfhiti
Inngangur
Sérinngangur
Byggingarstig
7 - Fullgerð bygging
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
EIGNAVER 460-6060

Kirkjuvegur 19 Ólafsfirði (Sæbali)

Sæbali er elsta húsið á Ólafsfirði og stendur á 350 fm lóð nálægt hafnarsvæðinu. Búið er að gera upp húsið að innan og utan frá A til Ö í samvinnu við Húsfriðunarnefnd ríkissins. Algjörlega einstakt hús.

Sjá frétt
Elsta húsið í Ólafsfirði
Húsaflutningar

Nánari lýsing:
Að utan er húsið klætt með sérsmíðuðum panel eftir gömlu klæðningaborði sem fannst við endursmíðina á húsinu. Gluggar eru sérsmíðaðir og útidyrahurð einnig eftir teikningum frá Magnúsi Skúlasyni arkitekt. Nýtt þak er á húsinu, nýtt klóak frá húsinu, rafmagnsinntak og heitt og kalt vatnsinntak einnig nýtt. Sæbali er byggður á steyptri plötu og steyptum sökklum. Ljósleiðari er í húsinu.
Að innan var haldið í það gamla en komið fyrir nútímaþægindum eins og hita í gólfi og rýmið aðeins opnað til að hleypa inn birtu. Á veggjum er upprunalegur panell í bland við nýjan. Baðherbergið er rúmgott með opnanlegum glugga, góðri sturtu, hita í gólfi og upphengdu salerni, auk aðstöðu fyrir þvottavél. Gólfefnin á húsinu eru þrennslags Terracotta jarðleirsflísar frá Englandi í anda gamla tímans, vinilparket á stofu og furuborð á baðstofulofti. Góð innrétting er í eldhúsi og nóg af skápum. Stofan er með máluðum panel á veggjum og vinylparketi á gólfi, einn gluggi er á stofunni. Stigi liggur frá eldhúsi upp á baðstofuloft sem er ekki inn í uppgefnum fermetrafjölda hússins. Baðstofuloftið er mikið undir súð og nær yfir allt húsið, þar er rými fyrir tvöfalt rúm. Tveir gluggar eru á baðstofuloftinu sem hleypir fallegri birtu inn á loftið, gólfið á loftinu er nýtt og er lagt yfir gamla gólfið. Húsið er sérstaklega vel búið rafmagnstenglum og ljósum. Til að halda í gamla sjarmann er innbyggður ísskápur og gömul Rafha eldavél.
Húsið er afar sjarmerandi og heldur vel utan um þá sem þar búa.
Miklir möguleikar eru að reka húsið í skammtímaleigu í ferðaþjónustu og vel hægt að gera húsið að vinsælasta gististaðnum í Fjallabyggð. Einnig er  350 fm. lóð sem býður upp á mikla möguleika.
Í Fjallabyggð er stunduð ferðaþjónusta allt árið um kring, fjallaskíði, gönguskíði á vetrum og fram á vor og útivist að öllu tagi og þá má sérstaklega nefna brimbretti sem er ört vaxandi sport í firðinum.
Sæbali hefur gistihúsaleyfi 1.

Eignin er í einkasölu á Fasteignasölunni Eignaveri ehf.
 
Nánari upplýsingar veita:
Tryggvi          s: 862-7919   / tryggvi@eignaver.is
Arnar             s: 898-7011   / arnar@eignaver.is
Begga            s: 845-0671   /begga@eignaver.is

 
DagsetningFasteignamatKaupverðStærðFermetraverðNothæfur samningur
26/10/20162.860.000 kr.1.800.000 kr.28.7 m262.717 kr.Nei
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2025 - Fasteignaleitin