Fasteignaleitin
Opið hús:06. apríl kl 15:00-15:30
Skráð 31. mars 2025
Deila eign
Deila

Ásvallagata 75

EinbýlishúsHöfuðborgarsvæðið/Reykjavík/Miðborg-101
263.5 m2
9 Herb.
5 Svefnh.
2 Baðherb.
Verð
185.000.000 kr.
Fermetraverð
702.087 kr./m2
Fasteignamat
179.400.000 kr.
Brunabótamat
111.550.000 kr.
Mynd af Hrafnkell P. H. Pálmason
Hrafnkell P. H. Pálmason
Löggiltur fasteignasali
Byggt 1940
Þvottahús
Garður
Gæludýr leyfð
Sérinng.
Fasteignanúmer
2002440
Húsgerð
Einbýlishús
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
1
Númer íbúðar
1
Vatnslagnir
Allar lagnir í góðu að því að við bestu vitum.
Raflagnir
Endurnýjað rafmagn að mestu leiti.
Frárennslislagnir
Skólplagnir endurnýjaðar að hluta fyrir ca. 20 árum.
Gluggar / Gler
Endurnýjað/Upprunalegir
Þak
Skipt um þakefni fyrir ca 10 árum.
Svalir
Yfirbyggðar snúa til suðausturs
Upphitun
Hitaveita
Inngangur
Sérinngangur
Byggingarstig
7 - Fullgerð bygging
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Hrafnkell á LIND kynnir Ásvallagötu 75 sem er virðulegt einbýlishús í funkisstíl á rólegum stað í vesturbæ Reykjavíkur.   
Húsið var teiknað af Þóri Baldvinssyni arkitekt árið 1933. 
Ásvallagata 75 er 264 fm. steinhús, tvær hæðir og kjallari auk geymsluriss sem gefur möguleika á auka rýmum.
Húsið stendur á grónni fallegri 463 fm. lóð.
Aukaíbúð (60fm.) er í kjallara með sérinngangi.    


Bókaðu skoðun og nánari upplýsingar:
Hrafnkell Pálmason Löggiltur fasteignasali / 690 8236 / hrafnkell@fastlind.is
.

Á neðri hæð hússins er forstofa, hol, eldhús, borðstofa og samliggjandi stofur og vinnuherbergi. Gengið er út á skjólgóða verönd og af veröndinni eru tröppur út í garðinn. Hæðin er öll með nýlegu parketi.

Á efri hæð eru þrjú svefnherbergi og sjónvarpsherbergi auk tvískipts baðherbergis. Innbyggðir skápar eru í herbergjum auk rúmgóðs skáps í hjónaherbergi. Gengið er út á yfirbyggðar svalir af efri hæð.

Í kjallara er stórt þvottahús og geymsla.

Aukaíbúð í kjallara (60 fm.) er hlýleg íbúð með rúmgóðu svefnherbergi, stofu og eldhúsi í opnu rými, baðherbergi með þvottaaðstöðu og köld geymsla. Sérinngangur er í kjallaraíbúðina en einnig er innangengt úr aðalíbúð.

Árið 1951 var þakinu lyft og árið 1957 var byggt við húsið að sunnanverðu og það stækkað um 55 fm.
Húsinu fylgir gróinn garður með skjólveggjum og verönd. Mikið af fjölærum gróðri á lóð m.a. fallegt gullregn.

Húsinu hefur verið vel við haldið. Í öllu viðhaldi hefur þess verið gætt að halda í uppruna hússins og sýna arkitektúr hússins virðingu.
Skipt var um þakefni fyrir 10 árum, rafmagn hefur verið endurnýjað að hluta, byggð var verönd út í garð 2005, svalir voru yfirbyggðar 2011, skipt var um eldhúsinnréttingu 2015 og nýtt parket lagt á neðri hæðina og kjallaraíbúðina. 
Skipt var um alla glugga á suðurhluta hússins í ársbyrjun 2024 og í sumar var húsið málað að utan.

Þórir Baldvinsson arkitekt var einn af boðberum funkisstíls í húsagerðalist hér á landi sem hófst um 1930.

Staðsetningin er einstaklega góð í hjarta gamla vesturbæjarins. Stutt í leikskóla, skóla og verslun og þjónustu.


Ásvallagata 75, 101 Reykjavík, fastanúmer 200-2440 ásamt öllu því sem eigninni fylgir, þar með talið tilheyrandi lóðarréttindi.
Eignin Ásvallagata 75 er skráð sem hér segir hjá FMR: Eign 200-2440, birt stærð 263,5 fm.

Nánari upplýsingar veitir Hrafnkell P. H. Pálmason Löggiltur fasteignasali, í síma 690 8236, tölvupóstur hrafnkell@fastlind.is.

-----------------------------------------------------------------------
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila 
    Fyrstu kaup - 0,4% af heildarfasteignamati
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð.
Engin gögn fundust fyrir þessa eign

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Smyrilshlíð 7
Bílskúr
Bílastæði
Opið hús:03. apríl kl 16:30-17:00
Skoða eignina Smyrilshlíð 7
Smyrilshlíð 7
102 Reykjavík
220.3 m2
Fjölbýlishús
523
771 þ.kr./m2
169.900.000 kr.
Skoða eignina Lautarvegur 16
Bílskúr
Skoða eignina Lautarvegur 16
Lautarvegur 16
103 Reykjavík
229.9 m2
Hæð
534
824 þ.kr./m2
189.500.000 kr.
Skoða eignina Rauðagerði 64
Skoða eignina Rauðagerði 64
Rauðagerði 64
108 Reykjavík
280.8 m2
Einbýlishús
724
641 þ.kr./m2
179.900.000 kr.
Skoða eignina Grænlandsleið 12
Bílskúr
Grænlandsleið 12
113 Reykjavík
244 m2
Raðhús
624
696 þ.kr./m2
169.900.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2025 - Fasteignaleitin