BYR fasteignasala kynnir í einkasölu ÁRSKÓGAR 24 B, 700 Egilsstaðir. Þriggja herbergja parhús á einni hæð innst í við lítin botnlanga.
Stutt í alla almenna þjónustu og útivistarsvæði. Smellið hér fyrir staðsetningu. Parhúsið er timburhús, byggt árið 1994, 74.8 m² að stærð samkvæmt skráningu HMS.
Skipulag eignar: Anddyri, eldhús, stofa og borðstofa, tvö svefnherbergi, baðherbergi og þvottahús/geymsla.
Nánari lýsing: Anddyri, flísar á gólfi, fatahengi. Lúga er í anddyri uppá loft.
Eldhús, parket á gólfi, helluborð, ofn í vinnuhæð, uppþvottavél og stálvaskur.
Stofa og borðstofa, parket á gólfi, útgengt er frá stofu út á timburverönd.
Hjónaherbergi er með fjórföldum fataskáp, dúkur á gólfi .
Barnaherbergi dúkur á gólfi.
Baðherbergi, vaskinnrétting, upphengt salerni og sturta, flísar á gólfi og hluta veggja, fibóplötur á veggjum sturtuhorns.
Þvottahús/geymsla, flísar á gólfi, gluggi.
Allt innbú sem er til staðar í eigninni fylgir. Húsið er klætt að utan með timburklæðningu, bárujárn er á þaki. Timburgluggar og hurðar.
Lóð er gróin, hellulögð stétt liggur að inngangi hússins. Timburverönd með skjólveggjum er aftan við húsið, gróðurhús er við hlið verandar. Bílastæði er við Árskóga 24 A.
Möguleiki er á að fá leyfi til að reisa bílskúr á lóð að austanverðu við húsin (við hlið 24 A).
Lóðin er 924,0 m² leigulóð í eigu Sveitarfélagsins Múlaþings.
Skráning eignarinnar hjá HMS:
Fastanúmer 221-5686.Stærð: Parhús 74,8 m².
Brunabótamat: 38.500.000 kr.
Fasteignamat: 37.600.000 kr. Fyrirhugað fasteignamat 2025: 40.800.000 kr
Byggingarár: 1994
Byggingarefni: Timbur.