Ásberg fasteignasala kynnir í einkasölu 3ja herbergja íbúð á 2. hæð í fjölbýli við Hjallaveg 3 í Reykjanesbæ.
Nánari lýsing;
Íbúðin er 85,7 m² að stærð. Anddyri, flísar á gólfi, fatahengi.
Hol og gangur, parket á gólfi. Lítil geymsla inn af gangi. Stofa með parket á gólfi, hurð út á svalir sem snúa í suður.
Eldhús, flísar á gólfi, hvít innrétting. Hjónaherbergi, dúkur á gólfi, fataskápur. Barnaherbergi, parket á gólfi.
Baðherbergi, flísar á gólfi, flísar á veggjum við sturtu, innrétting, þvottaherbergi innaf baðherbergi, flísar á gólfi, hitalögn í gólfi.
Eignin þarnast lagfæringar að innan.
Sérgeymsla á jarðhæð fylgir íbúðinni ásamt hlutdeild í sameiginlegri geymslu.
Það er búið að endurnýja þakjárn og þakkant, endurnýjaðar neysluvatnslagnir.
Báðir endar hússins hafa verið klæddir að utan með álklæðningu og einangrað.
Einnig er búið að endurnýja skolplagnir frá fjölbýlishúsinu og verið að setja upp hleðslustöðvar fyrir bíla.
Allar nánari upplýsingar veita sölumenn Ásbergs í síma 421-1420 eða á skrifstofunni að Hafnargötu 27.
Jón Gunnarsson, löggiltur fasteignasali í síma 894-3837, jon@asberg.is
Þórunn Einarsdóttir síma 898-3837,
Jón Gunnar Jónsson sími 849-3073, asberg@asberg.is
Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af fasteignamati (eða 0,4% við fyrstu-kaup kaupanda) eða 1.6% fyrir lögaðila.
1. Þinglýsingagjald af hverju skjali kr. 2.700,-
2. Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt um 1,0% af höfuðstól skuldabréfs.
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu skv. kauptilboði + vsk.
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Ásberg Fasteignasala hvetur væntanlega kaupendur til að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015 um sölu fasteigna og skipa. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni en getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem eru ekki aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp, þak osfrv.