Fasteignasala Kópavogs / Gunnlaugur Hilmarsson kynna: Glæsilegt 334,5m2 einbýlishús, með tveimur tveggja herberja íbúðum á jarðhæð og 45,5m5 bílskúr, á frábærum stað við Ystasel 27, 109 Reykjavík.
Nánari lýsing:
Hæðin: Forstofa er flísalögð með góðum fataskáp. Inn af forstofu er gestasalerni. Eldhús er rúmgott og bjart með massivri eikar innréttingu, góðum tækjum, góðum borðkrók og parket á gólfi. Inn af eldhúsi er gott búr herbergi. Stofa og borðstofa eru í einu björtu rými með gluggum á framhlið og bakhlið hússins. Parket er á borðstofu og teppi á stofugólfi. Útgengt er úr stofu út á góðar svalir sem liggja með stofuglugga og til hliðar við húsið. Forstofugangur og herbergisgangur eru með parket á gólfi. Hjónaherbergi er rúmgott með góðum fataskáp og parket á gólfi. Útgengt er frá hjónaherbergi út í sólskála, sem er á framhlið hússins. Barnaherbergin eru þrjú en tvo hafa verið sameinuð í eitt, en því er auðvelt að breyta til baka. Fataskápar eru í herbergjunum og parket á gólfi. Baðherbergið er með baðkari og sturtuklefa, fallegri rúmgóðri innréttingu og flísalagða veggi og gólf.
Fyrir framan stofu er góð verönd, með hellum og timbri, með heitum potti og geymsluskúr.
Íbúð 2: Íbúðin er á neðri hæð hússins með sér inngangi, en einnig er stigi á milli hæða sem má loka, og nota eingöngu sérinnganginn. Gangurinn er flísalagður og með fataskáp. Eldhúsið rúmgott og bjart í opnu rými með stofu. Eldhúsið er með góðri innréttingu, góðum tækjum og parkt á gólfum rýmisins. Svefnherbergi er mjög rúmgott með fataskáp og parket á gólfi. Baðherbergi er með sturtuklefa, góðri innréttingu og flísum á gólfi. Mjög rúmgott þvottahús er einnig á hæðinni.
Íbúð 3: Íbúðin er með sér inngangi á hlið hússins. Falleg aðkoma er að íbúðinni um hellulagðan stíg, steyptar tröppur og timburverönd með bekk fyrir framan innganginn í íbúðina. Eldhús og stofa eru í einu opnu og björtu rými. Eldhús innréttingin er góð með miklu skápaplássi og góðum tækjum. Inn af eldhúsi er herbergi sem æti verið sjónvarpsherbergi eða svefnaðstaða. Rúmgott og bjart svefnherbergi með fataskáp og dúkur á gólfi. Baðherbergi er með sturtuklefa, fallegri innréttingu og flísalagt gólf.
Bílskúr er bjartur með tvær nýjar innkeyrsluhurðir, hæð 2,5m, með rafmagnsopnun og lakkað gólf. Gönguhurð er á bakhlið bílskúrs.
Um er að ræða sérstaklega fallega og vel hirta eign sem hefur fengið gott viðhald alla tíð.
Garðurinn er vel hirtur, skjólgóður og fallegur
Bókoð skoðun í síma 777 56 56
Allar upplýsingar veitir Gunnlaugur Hilmarsson, löggildur fasteignasali og viðskiptafræðingur í síma 777 56 56 / 517 26 00. gunnlaugur@fastko.is og á heimasíðu okkar www.fastko.is
Kostnaður kaupanda:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi –0,8% af heildarfasteignamati, 0,4% við fyrstu kaup og fyrir lögaðila 1,6% af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl. kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 1,0% af höfuðstól skuldabréfs.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu, kr. 50.000 auk vsk. sbr. Kauptilboði.