Fasteignaleitin
Skráð 16. apríl 2025
Deila eign
Deila

Sambyggð 6

FjölbýlishúsSuðurland/Þorlákshöfn-815
78.4 m2
3 Herb.
2 Svefnh.
1 Baðherb.
Verð
41.500.000 kr.
Fermetraverð
529.337 kr./m2
Fasteignamat
36.350.000 kr.
Brunabótamat
39.750.000 kr.
Mynd af Hólmar Björn Sigþórsson
Hólmar Björn Sigþórsson
Löggiltur fasteignasali
Byggt 1990
Garður
Útsýni
Sameig. Inng.
Fasteignanúmer
2212702
Húsgerð
Fjölbýlishús
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
3
Hæðir í húsi
3
Hæðir í íbúð
1
Númer íbúðar
3
Vatnslagnir
Sagðar í lagi.
Raflagnir
Sagðar í lagi.
Frárennslislagnir
Sagt í lagi.
Gluggar / Gler
Nýlegir.
Þak
Sagt í lagi.
Lóðarréttindi
Leigulóð
Svalir
Suðvestur svalir úr stofu.
Lóð
13,4
Upphitun
Hitaveita / Sögð í lagi.
Inngangur
Sameiginlegur
Byggingarstig
7 - Fullgerð bygging
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Gallar
Hurðir vantar á skáp í forstofu. 
Rennihurð vantar á skáp í einu svefnherbergi.
Innrétting í eldhúsi þarfnast lagfæringar. 
Krani á vask í baðherbergi er ónýtur. 
Hólmar Björn Sigþórsson löggiltur fasteignasali og Helgafell fasteignasala kynna í einkasölu Sambyggð 6, íbúð 303, 815 Þorlákshöfn: 

Um er að ræða bjarta og vel skipulagða 3ja herbergja íbúð á 3 hæð í góðu fjölbýlishúsi. Birt stærð samkvæmt fasteignaskrá HMS er 78,4 fm. Búið er að endyrnýja og lagfæra húsið mikið að utan. 

SMELLIÐ HÉR TIL AÐ FÁ SENT SÖLUYFIRLIT STRAX

Eignin skiptist í forstofu, stofa / borðstofu, tvö svefnherbergi, eldhús, baðherbergi og geymslu sem staðsett er á fyrstu hæð. Í sameign er sameiginlegt þvottahús,  vagna- og hjólageymsla. 

Nánari lýsing: 
Forstofa: Komið er inn í forstofu með innbyggðum fataskáp, flísar á gólfi.
Eldhús: Inna af forstofu er gengið inn í flísalagt eldhús með innréttingu og eldhústækjum, ísskápur og uppþvottavél sem geta fylgt með, flísar milli skápa, borðkrókur og flísar á gólfi.
Stofa / borðstofa: Gengið er inn í bjarta og rúmgóða parketlagða stofu. Útgengt er út á suðvestursvalir sem búið er að þekja með timburflísum. 
Hjónaherbergi: Rúmgott parketlagt herbergi, fataskápur, parket á gólfi.
Svefnherbergi: Gott svefnherbergi með innbyggðum  fataskáp, parket á gólfi. 
Baðherbergi: Með góðri innréttingu, sturtuklefa, tengi fyrir þvottavél og þurrkara, flísalagt í hólf og gólf.
Geymsla:  Í sameign er rúmgóð sérgeymsla með hillum.
Sameign: Í sameign er sameiginlegt þvottahús,  vagna- og hjólageymsla. 
Húsið: Sambyggð 6 - 8 er er byggð 1990. Í Sambyggð 6 eru sex íbúðir. Búið er að endurnýja húsið mikið að utan m.a. múrviðgerðir og málun á húsinu, skipt var um járn á þaki og rennur, endurnýja gluggar og gler.
Lóð: Sameiginleg gróin lóð, stétt að húsi og malbikuð bílastæði.

Að sögn eiganda er búið að endurnýja eftirfarandi í eigninni og húsinu: 
Að innan: 

* Nýjar innihurðir.
* Nýbúið er að mála eignina að innan. 
* Nýlegt parket á stofu og svefnherbergjum.
Að utan: 
* Múrviðgerðir og málun á húsinu 2023.
* Nýir gluggar og gler 2021.
* Skipt var um járn á þaki og rennur 2017.

Íbúðin getur afhenst strax eða skv. samkomulagi.

GÓÐ EIGN SEM VERT ER AÐ SKOÐA - TILVALIN FYRSTU KAUP - ER VEL STAÐSETT, STUTT ER Í SKÓLA, LEIKSKÓLA, ÍÞRÓTTAAÐSTÖÐU OG VERSLANIR. 

Nánari upplýsingar og bókun á skoðun veitir Hólmar Björn Sigþórsson, löggiltur fasteignasali og félagsmaður í Félagi fasteignasala í síma 893 3276 eða holmar@helgafellfasteignasala.is.

Þorlákshöfn:

Þorlákshöfn er frábær staður til að búa sér notalegt heimili og ala upp börn. Vinalegur og barnvænn bær í nálægð við aðra þéttbýliskjarna. Í dag er öll þjónusta við barnafólk og fjölskyldur í Þorlákshöfn til fyrirmyndar. Stuttar vegalengdir einfalda allar samgöngur og börnin geta gengið örugg í skóla og tómstundastarf. Skólarnir eru eitt af trompum bæjarins þar sem stutt er vel við bakið á þeim sem þess þurfa. Rúmgóður og vel búinn grunnskóli með persónulegum samskiptum á milli heimilis og skóla. Leikskólinn Bergheimar er fimm deilda leikskóli fyrir tveggja til sex ára börn. Öll íþróttaaðstaða í Þorlákshöfn er mjög góð og ákaflega vel nýtt af bæjarbúum. Margir nýir íbúar hafa nefnt að í stað þess að festa kaup á íbúð á höfuðborgarsvæðinu hafi verið hægt að fá íbúðarhús í Þorlákshöfn og búa fjölskyldunni stærra og rúmbetra heimili í barnvænu umhverfi.  

 
DagsetningFasteignamatKaupverðStærðFermetraverðNothæfur samningur
06/05/202118.250.000 kr.22.000.000 kr.78.4 m2280.612 kr.
03/04/201914.500.000 kr.17.500.000 kr.78.4 m2223.214 kr.
16/01/201712.300.000 kr.12.700.000 kr.78.4 m2161.989 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Sambyggð 16, íbúð 0101
Sambyggð 16, íbúð 0101
815 Þorlákshöfn
62.4 m2
Fjölbýlishús
312
655 þ.kr./m2
40.900.000 kr.
Skoða eignina Birkivellir 3
Skoða eignina Birkivellir 3
Birkivellir 3
800 Selfoss
83.1 m2
Fjölbýlishús
312
497 þ.kr./m2
41.300.000 kr.
Skoða eignina Eyravegur 50
Skoða eignina Eyravegur 50
Eyravegur 50
800 Selfoss
71.3 m2
Fjölbýlishús
211
610 þ.kr./m2
43.500.000 kr.
Skoða eignina Foldahraun 40
Skoða eignina Foldahraun 40
Foldahraun 40
900 Vestmannaeyjar
90.3 m2
Fjölbýlishús
312
464 þ.kr./m2
41.900.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2025 - Fasteignaleitin