Fasteignaleitin
Skráð 24. feb. 2024
Deila eign
Deila

Holtsvegur 31

FjölbýlishúsHöfuðborgarsvæðið/Garðabær-210
162.9 m2
4 Herb.
3 Svefnh.
1 Baðherb.
Verð
109.900.000 kr.
Fermetraverð
674.647 kr./m2
Fasteignamat
105.100.000 kr.
Brunabótamat
90.250.000 kr.
Eggert Ólafsson
Löggiltur fasteignasali og löggiltur leigumiðlari
Byggt 2014
Þvottahús
Lyfta
Garður
Bílastæði
Sameig. Inng.
Fasteignanúmer
2349496
Húsgerð
Fjölbýlishús
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
3
Hæðir í húsi
5
Hæðir í íbúð
1
Númer íbúðar
1
Vatnslagnir
Upphaflegar
Raflagnir
Upphaflegar
Frárennslislagnir
Upphaflegar
Gluggar / Gler
Tvöfalt gler
Þak
Upphaflegt
Lóðarréttindi
Leigulóð
Svalir
Tvennar svalir
Upphitun
Hitaveita
Inngangur
Sameiginlegur
Byggingarstig
7 - Fullgerð bygging
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Fyrirhugaðar framkvæmdir
Á aðalfundi 2023 var samþykkt að stjórn fái heimild til að ganga að tilboði í þakviðgerðir fyrir allt að 2.000.000 kr. Þá kom fram að stjórn myndi fara í undirbúningsvinnu vegna lagfæringa á loftinntökum á þaki.
Gallar
Á húsfundi 1.3.2022 var tekin ákvörðun um að höfða dómsmál gegn byggingastjóra og tryggingarfélögum vegna ýmissa ágalla á fasteignum að Holtsvegi 31 og 33 (sjá fundargerð fundarins). Var mál höfðað í héraðsdómi Reykjaness 28. september 2022. Komist var að samkomulagi um að ljúka málinu 27. september 2023 með nánar tilgreindri greiðslu tryggingafélaganna til húsfélaganna að Holtsvegi 31 annars vegar og Holtsvegi 33 hins vegar. Gera má ráð fyrir að framkvæmdir vegna ágalla fari fram á næstu misserum, skv. húsfélagsyfirlýsiningu.
*GLÆSILEG, RÚMGÓÐ OG BJÖRT 4-5 HERBERGJA ÍBÚÐ*
*TVENNAR SVALIR OG AÐRAR YFIRBYGGÐAR*
*ÚTSÝNI TIL URRIÐAVATNS*
 
Lögheimili eignamiðlun kynnir glæsilega, rúmgóða og bjarta 4 - 5 herbergja íbúð á 3. hæð í fallegu 9 íbúða húsi með lyftu.  Eignin er samtals 162,9 fm., auk stæðis í bílageymslu.  Stórar yfirbyggðar svalir eru inn af stofu/borðstofu og aðar minni inn af anddyri.  Þvottaherbergi er innan íbúðar.  Vandaðar innréttingar. Gólfsíðir gluggar í stofu og aukin lofthæð.  Stutt er í skóla, leikskóla, verslanir, þjónustu og fallegar gönguleiðir.  Golfvellir eru í næsta nágrenni.

Eignin skiptist í : Anddyri, hol/sjónvarpshol, stofu/borðstofu, eldhús, þrjú svefnherbergi, baðherbergi, gestasnyrtingu, þvottaherbergi, tvennar svalir, rúmgóða sérgeymslu og stæði í bílgeymslu.
 
Nánari upplýsingar veitir: Eggert Ólafsson, löggiltur fasteignasali, í síma 893 1819, eggert@logheimili.is
 
Nánari lýsing:
  Komið er inn í andddyri með fataskáp og útgengt á svalir.  Sjónvarpshol er inn af anddyri.  Þvottaherbergi er með skolvask í borðplötu og handklæðaofni.  Flísalögð gestasnyrting er með upphengdu salerni og handklæðaofni.  Rúmgóð og björt stofa/borðstofa er með útgengt á stórar yfirbyggðar svalir með lausu svalaplastparketi.  Í eldhúsi er falleg ljós innrétting með viðaráferð og hvítum efri skápum, tengi fyrir uppþvottavél, háfur yfir keramikhelluborði, barborði og opið inn í stofu/borðstofu.  Svefnherbergisgangur er inn af holi.  Hjónaherbergi er með fataskáp.  Tvö rúmgóð barnaherbergi eru með fataskáp og er annað staðsett inn af holi.  Í baðherbergi er innrétting, skápur á vegg, stór sturta með glerskilrúmi, upphengt salerni, handklæðaofn, opnanlegur gluggi og flísar í hólf og gólf.  Harðparket er á gólfum, nema á þvottaherbergi, gestasnyrtingu og baðherbergi þar sem eru flísar.  Rúmgóð sérgeymsla með hillum, ásamt sameiginlegri hjóla- og vagnageymslu, er í kjallara.  Eitt stæði í bílageymslu fylgir íbúðinni.  Bílastæði úti eru með hitalögn.
 
Annað:   Samkvæmt Fasteignaskrá Íslands er íbúðin 152,4 fm. og geymsla 10,5 fm., eða samtals 162,9 fm, auk stæðis í bílageymslu.  Mögulegt er að breyta sjónvarpsholi í herbergi.  Lóðin er að hluta ófrágengin.
 
Skoðunarskylda:  Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Lögheimili eignamiðlun því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.
 


Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.


Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,4 til 0,8% hjá einstaklingum og 1,6% hjá lögaðilum af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar skv. gjaldskrá.  Nánari   upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu, sbr. kauptilboð.
DagsetningFasteignamatKaupverðStærðFermetraverðNothæfur samningur
15/07/201648.200.000 kr.59.900.000 kr.162.9 m2367.710 kr.
18/11/201519.750.000 kr.57.500.000 kr.162.9 m2352.977 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2023
Byggt 2014
Fasteignanúmer
2349496
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
B0
Númer eignar
3
Húsmat
0 kr.
Lóðarmat
0 kr.
Fasteignamat samtals
0 kr.
Brunabótamat
7.050.000 kr.
Matsstig
7 - Fullgerð bygging

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Urriðaholtsstræti 30
Bílastæði
Opið hús:03. mars kl 13:00-13:30
Urriðaholtsstræti 30
210 Garðabær
125.1 m2
Fjölbýlishús
312
958 þ.kr./m2
119.900.000 kr.
Skoða eignina Urriðaholtsstræti 40
3D Sýn
Bílastæði
Urriðaholtsstræti 40
210 Garðabær
128.4 m2
Fjölbýlishús
413
817 þ.kr./m2
104.900.000 kr.
Skoða eignina Urriðaholtsstræti 40
3D Sýn
Bílastæði
Urriðaholtsstræti 40
210 Garðabær
128.4 m2
Fjölbýlishús
413
817 þ.kr./m2
104.900.000 kr.
Skoða eignina Urriðaholtsstræti 32
3D Sýn
Bílastæði
Opið hús:29. feb. kl 17:30-18:00
Urriðaholtsstræti 32
210 Garðabær
138.4 m2
Fjölbýlishús
423
765 þ.kr./m2
105.900.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2024 - FasteignaleitinPowered by Stellate, the GraphQL Edge Cache