BYR fasteignasala kynnir HALLBJARNARSTAÐIR 1, 701 Egilsstaðir í einkasölu. Einbýlishús á tveimur hæðum, ásamt útihúsi á eignarlóð. Útsýni til allra átta.
Frá Egilsstöðum er ekið að Hallbjarnarstöðum um Upphéraðsveg nr. 931 að Skiðudals- og Breiðdalsveg nr. 95 og þar að Hallbjarnarstöðum. Ýtið hér fyrir staðsetningu.BÓKIÐ SKOÐUN Í SÍMA 483-5800 EÐA BYR@BYRFASTEIGNASALA.IS Skipulag eignar: Efri hæð: Stofa, eldhús, tvö svefnherbergi og baðherbergi. Millihæð: Anddyri og stigi á neðri- og efri hæð. Neðri hæð: Búr, tvö svefnherbergi, gestasalerni, þvottahús og geymsla.
Nánari lýsing: Anddyri er á millihæð, með flísum á gólfi og stiga upp á efri hæð.
Efri hæð:Gangur sem leiðir fyrst inn á baðherbergi og svo inn í sameiginlegt rými með eldhúsi, stofu og svefnherbergi þar inn af.
Eldhús, Brúnásfrontar á eldhúsinnréttingu, helluborð, háfur, ofn í vinnuhæð, uppþvottavél fylgir með. Borðkrókur.
Stofa er inn af eldhúsi. Vegghengdur glerskápur fylgir með.
Tvö svefnherbergi eru inn af stofu/eldhúsi. Hjónaherbergi er með tvöföldum fataskáp og minna svefnherbergi þar við hliðina á.
Baðherbergi er með flísalögðum sturtuklefa og nýlegum blöndunartækjum. Standandi salerni og opin vaskinnrétting. Flísar á gólfi.
Á gólfum í eldhúsi, stofu og herbergjum er parket.
Neðri hæð:Frá anddyri er nýteppalagður stigi niður á neðri hæð.
Undir stiga er kalt
búr, málað gólf og gott hillupláss.
Gestasalerni, þar er komið salerni, sturtubotn er til staðar, á eftir að tengja sturtu og klára frágang. Lagnir eru utanáliggjandi.
Inn
gang er málað gólf með lausum teppadregli. Rafmagnstafla er á gangi.
Geymsla, veggir, loft og gólf ófrágengið. Lagnir eru utanáliggjandi.
Tvö svefnherbergi, þar er nýlegt harðparket á gólfi og nýjar loftaplötur. Herbergi er inn af herbergi. Tvö rúm í innra herbergi og fylgja með. Sprunga í rúðu.
Þvottahús, pláss fyrir tvær vélar á palli. Skolvaskur, hitakútur. Steypt gólf. Lagnir eru utanáliggjandi. Veggfast vinnuborð.
Frá þvottahúsi er gengið inn í
geymslu/bílskúr. Rýmið er ekki upphitað eins og er - þar er rafmagnsofn. Steypt og málað gólf. Veggir eru einangraðir að hluta. Á eftir að einangra loft. Rafmagn er til staðar. Útgengt.
Ófrágengin utanhússklæðning meðfram tveimur gluggum.
Einbýlishúsið er steypt og er á tveimur hæðum. Húsið er klætt að utan með standandi bárujárnsklæðningu. Þak er klætt bárujárni. Gluggar eru timburgluggar. Við húsið til suðurs er steypt verönd.
Malarvegur liggur að húsunum frá þjóðvegi, malarbílaplan er við húsið. Sveitarfélag/Vegagerð sjá um snjómokstur á veginum að húsunum við Hallbjarnarstaði. Sorphirða er heim að bæ. Rotþró er staðsett framan við húsið hinu megin við afleggjaran.
Malarplan/púði er fyrir neðan hús er auka bílastæði.
Útihúsið er samtals 420,2 m². Þar er hlaða með malargólfi sem hefur verið notað sem verkstæði að hluta. Hænsnakofi og geymslur. Gott að skoða vel ástand á útihúsum.
Útihúsið samanstendur af eftirfarandi skráðum eignum hjá Þjóðskrá Íslands: Hlöðu, haughúsi, fjósi, geymslu, fjárhúsi, mjólkurhúsi og kálfahúsi.
Landið/lóðin er gróin 14.591,2 m², landið hefur að hluta til verið slegið til beitar. Lóðin er afgirt við íbúðarhúsið með timburgirðingu, þar er að finna kartöflugarð, rabbabara, matjurtarbeð og rifsberjarunna.
Sjá í landeignaskrá landnúmer 226817
https://geo.fasteignaskra.is/landeignaskra/226817Skráning eignarinnar hjá Þjóðskrá Íslands (HMS):Stærð: Einbýli 151 m². Hlaða 74.2 m². Haughús 26.4 m². Fjós 46.3 m². Geymsla 13.6 m². Fjárhús 40.6 m². Mjólkurhús 15.0 m². Kálfahús 32.1 m². Geymsla 21,0 m². Heildarstærð alls 420.2 m².
Brunabótamat: 62.745.000 kr.
Fasteignamat: 17.501.000 kr. Fyrirhugað fasteignamat ársins 2024 er 19.768.000 kr.
Byggingarár: Einbýli 1938. Geymsla/bílskúr við einbýlishús 1981.Útihús: Hlaða 1950. Haughús, fjós, fjárhús, mjólkurhús og kálfahús 1961. Geymsla 1964.
Byggingarefni: Steypa
Landeignanúmer: 226817. Stærð landeignar: 14.591,2 m²