Fáðu nánari upplýsingar og gerðu tilboð á sölusíðu eignarinnar.
Kaupstaður kynnir vel skipulagða og bjarta, fjögra herberga íbúð á 3. hæð í mikið endurnýjuðu fjölbýlishús við Kóngsbakka 14, Reykjavík, hús múrað og málað, austurhlið og vesturkaflar klæddir. þak lagað og skipt um járn fyrir 2-3 árum.
Öll þjónusta, skólar, leikskólar og afþreying í göngufæri. Mjóddin og útivistarperlan Elliðaárdalurinn ekki langt undan.
Eignin skiptist í forstofu, stofu, eldhús, baðherbergi, 3 svefnherbergi og þvottahús inn af eldhúsi.
Stofan er björt og útgengt á góðar svalir.
Eldhús er snyrtilegt og hefur verið endurnýjað að hluta.
Baðherbergi er flísalagt á gólfi og veggjum, með baðkari, sturtu upphengi, salerni ásamt speglaskáp.
Svefnherbergin eru þrjú og eru skápar í þeim öllum.
Anddyri/hol með góðum skáp.
Þvottahús er rúmgott og er inn af eldhúsi.
Geymsla eigninni fylgir rúmgóð sérgeymsla í kjallara.
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill seljandi því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteignarinnar fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.
Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002.
Götuheiti | Pnr. | Póstnr. | m2 | Verð |
---|---|---|---|---|
109 | 95.5 | 61,9 | ||
109 | 109 | 64,9 | ||
109 | 127.9 | 61,9 | ||
109 | 69.1 | 64,9 | ||
109 | 73.5 | 61,9 |