Fasteignaleitin
Skráð 22. ágúst 2025
Deila eign
Deila

Norðurslóð 8

Nýbygging • EinbýlishúsSuðurland/Selfoss-800
263.6 m2
5 Herb.
4 Svefnh.
2 Baðherb.
Verð
139.900.000 kr.
Fermetraverð
530.728 kr./m2
Fasteignamat
0 kr.
Brunabótamat
0 kr.
Mynd af Erling Proppé
Erling Proppé
Löggiltur fasteignasali
Þvottahús
Garður
Bílskúr
Sérinng.
Fasteignanúmer
2538451
Húsgerð
Einbýlishús
Hæðir í húsi
1
Hæðir í íbúð
1
Vatnslagnir
Skv. Skilalýsingu
Raflagnir
Skv. Skilalýsingu
Frárennslislagnir
Skv. Skilalýsingu
Gluggar / Gler
Skv. Skilalýsingu
Þak
Skv. Skilalýsingu
Lóðarréttindi
Eignarlóð
Svalir
nei
Upphitun
Gólfhiti
Inngangur
Sérinngangur
Matsstig
0 - Úthlutað
Erling Proppé lgf., Garðar Hólm lgf., Guðlaug jóna lgf. & REMAX kynna stórglæsilegt 263,3 m2 einbýlishús þar sem ekkert er til sparað. 

Stiklað á stóru 
-//- Öll þjónusta er veitt frá Selfoss / Árborg - Skólabíll sækir og skutlar börnunum! 
-//- Stórar lóðir frá ca. 1-17 ha. 
-//- Byggingarheimildir á lóð 1500 fm að frádregnu húsi, gatnargerðargjöld greidd.
-//- Gólfsíðir stórir gluggar, ál/tré
-//- Mikil lofthæð 
-//- Álklæðning
-//- Hjónasvíta 
-//- Gert ráð fyrir FREE@HOME hússtjórnunarkerfi


Norðurslóð 8 er 263,6 m2, 5 herbergja einbýlishús á einni hæð með 2 baðherbergjum og 1 gestasalerni. Húsið stendur á stórri 1,66 Ha lóð.

Nánari lýsing: 
Anddyri: Rúmgott anddyri þar sem gert er ráð fyrir innfelldum skápum.
Stofa: Stofan er samtengd eldhúsi og borðstofu, mjög stórt opið rými með miklum gluggum sem gefa góða birtu. Stór rennihurð út á stóra verönd þar sem gert er ráð fyrir heitum potti.
Eldhús: Gert er ráð fyrir eyju og veglegri innréttingu. 
Gestasalerni: Gestasalerni er staðsett fyrir aftan anddyris fataskápa. 
Herbergjaálma: 
- Sjónvarpsherbergi: Gert er ráð fyrir sjónvarpsherbergi í herbergjaálmu, hægt er að breyta þessu herbergi í svefnherbergi. 
- Svefnherbergi I
- Svefnherbergi II 
- Baðherbergi þar sem gert er ráð fyrir innfelldum blöndunartækjum.
- Hjónasvíta með veglegu fataherbergi og sér baðherbergi með útgengi út á verönd. 
Þvottahús er við hlið bílskúrs með inngangi við hlið bílskúrshurðar. 
Bílskúr er rúmgóður með uppsettri hurð og mótor. Hugsaður á þann hátt að hægt sé að breyta í íbúð. 
Geymsla er aftast í bílskúr, þar eru allar lagnir til að breyta í salerni eða þvottahús. 

Skoðaðu verkefnið í heild sinni hér www.landheimar.is

Ítarlega skilalýsingu má sækja hér. 

Húsin eru vönduð timbureiningahús reist á steyptum sökkli og álklædd með álklæðningu frá Áltaki. Hægt er að velja um ýmist 263,6 m2 5 herbergja hús eða 185,2 m2 3-5 herbergja hús. Húsin standa á eignarlóðum sem eru frá 1-1.8 ha og fylgja þeim byggingarheimildir upp á 1.500 m2 að frádregnu húsinu, gatnargerðargjöld eru greidd. Hverfið hentar því einstaklega vel fyrir fjölskyldur sem vilja búa í tengslum við meiri náttúru en þéttbyggð sveitafélög bjóða upp. En á sama tíma með tækifæri til að stunda áhugamál eða atvinnustarfsemi þar sem heimiluð er ýmis létt atvinnustarfsemi á lóðunum. Eignirnar henta því frábærlega fyrir Hestafólk, listafólk, einyrkja ofl.

Húsin skilast rúmlega tilbúin til innréttinga með tyrfðri lóð og möguleika á uppsettri verönd. Þau munu standa á einstökum lóðum sem eru breytilegar að stærð en flestar eru u.þ.b. 1 ha. Lóðir sem liggja að aðalvegi og útjaðri svæðisins eru yfirleitt töluvert stærri en 1 ha. Skemmtilegar reiðleiðir eru um allt svæðið samkvæmt deiliskipulagi. Öll þjónusta er veitt frá Selfoss / Árborg, skólabíll sækir og skutlar börnum heim, snjómokstur, sorphirða og tæming rotþróa svo eitthvað sé nefnt.

Öllum lóðum fylgja auknar byggingarheimildir sem ekki þarf að borga gatnagerðargjöld af, en í deiliskipulagi Tjarnabyggðar segir:
„Heimilt er að byggja íbúðarhúsnæði allt að 1000 m2 að brúttófleti auk þeirra útihúsa sem fylgja starfsemi sem fram fer á lóðinni, en skulu útihús og íbúðarhús þó aldrei vera stærri en 1.500 m2 samtals að brúttófleti.  Þannig geta útihús verið stærri en 500 m2 þegar íbúðarhúsnæðið er minna en 1000 m2.  Hús skulu að öllu leyti standa innan byggingarreits.“

Aðeins 6 mínútur frá Selfossi, þar sem öll afþreying og þjónusta er innan seilingar, eins og veitingastaðir, menningarlíf, sundlaugar, allar helstu verslanir, sjúkrahús, golfvelli og ýmsa aðra þjónustu! 

Ath. Verönd er ekki innifalin í ásettu verði og kostar aukalega kr. 4.000.000,- 


Hafðu samband fyrir nánari upplýsingar:
Erling Proppé.lgf   // s. 690-1300 // erling@remax.is 
Garðar Hólm.lgf    // s. 899-8811 // gardar@remax.is
Guðlaug jóna.lgf   // s. 661-2363 // gulla@remax.is 


Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8%(einstaklingar) 1.6% (lögaðilar) af heildarfasteignamati. 
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 45-75 þús.kr. Nánari upplýsingar á heimasíðu lánastofnana. 
4. Umsýslugjald til fasteignasölu kr. 59.900 mvsk.





 
Engin gögn fundust fyrir þessa eign
Fasteignanúmer
2538451
Fasteignamat samtals
0 kr.
Matsstig
5 - Tilbúin til innréttingar

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Starmói 17
Skoða eignina Starmói 17
Starmói 17
800 Selfoss
255 m2
Einbýlishús
524
560 þ.kr./m2
142.900.000 kr.
Skoða eignina Björkurstekkur 67
Bílskúr
Björkurstekkur 67
800 Selfoss
225 m2
Einbýlishús
514
576 þ.kr./m2
129.500.000 kr.
Skoða eignina Dranghólar 49
Bílskúr
Skoða eignina Dranghólar 49
Dranghólar 49
800 Selfoss
262.1 m2
Einbýlishús
514
522 þ.kr./m2
136.900.000 kr.
Skoða eignina Norðurgata 17
Skoða eignina Norðurgata 17
Norðurgata 17
801 Selfoss
224.4 m2
Einbýlishús
414
681 þ.kr./m2
152.900.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2025 - Fasteignaleitin