SPÁNAREIGNIR KYNNIR:
*FALLEGAR ÍBÚÐIR VIÐ STRÖND*
Fallegar og vel skipulagðar íbúðir í nýjum fjölbýlishúsaklasa í Mil Palmeras, fallegum spænskum strandbæ, um 60 mín akstur suður frá Alicante. Hægt er að velja úr íbúð á jarðhæð með sérgarði, miðhæðum með svölum og efstu hæð með sér þaksvölum. Allar íbúðir hafa aðgengi að fallegum sameiginlegum sundlaugargarði. Möguleiki á að kaupa aukalega stæði í bílakjallara og geymslu. Fjölmargir góðir golfvellir í næsta nágrenni. Örstutt labb á ströndina og í verslanir og veitingastaði í bænum, Fallega gróið umhverfi með göngu-og hjólaleiðum. Íbúðirnar eru vel skipulagðar með góðu alrými, tveimur eða þremur svefnherbergjum og tveimur baðherbergjum.
Allar upplýsingar gefa Aðalheiður Karlsdóttir, löggiltur fasteignasali,adalheidur@spanareignir.is. GSM 893 2495 og
Karl Bernburg, viðskiptafræðingur, karl@spanareignir. GSM 777 4277Nánari lýsing:Íbúðirnar skiptast í gott eldhús, með góðri tengingu við stofu og borðstofu í alrými.
Hjónaherbergi með sér baðherbergi og eitt svefnherbergi til viðbótar og auka baðherbergi. Einnig er hægt að velja íbúðir með þremur svefnherbegjum og tveimur baðherbergjum.
Aðgengi að góðum sameiginlegum sundlaugargarði. Kjörin aðstaða til að njóta útiveru í góðu veðri allt árið.
Hægt er að velja íbúð með sérgarði, svölum eða sér þaksvölum með góðu útsýni, ma. til sjávar.
Innbyggt kerfi fyrir loftkælingu og hitun.
Örstutt göngufæri á fallega strönd, en Mil Palmeras ströndin er ein sú besta á Costa Blanca svæðinu. Einnig er stutt að rölta í miðbæinn, þar sem er úrval veitingastaða, verslana og þjónustu. Hér er um einstaka eign og staðsetningu að ræða, algjöra útivistarparadís í rólegu og fallegu umhverfi nálægt fallegri strönd. Ekta staður fyrir þá sem vilja njóta útiveru í góðu veðri allt árið, eða jafnvel flytja alfarið í sólarparadísina á Spáni.
Ótal góðir golfvellir á svæðinu.
Verð miðað við gengi 1Evra=150ISK:
2 svefnherb. + 2 baðherb. frá 279.000 Evrur. (ISK 41.800.000) 3 svefnherb. + 2 baðherb. 299.000 Evrur (ISK 44.800.000)
Hægt er að kaupa aukalega stæði og geymslu í bílakjallara. Verð frá 15.000 evrum.
Ofan á öll verð leggst 10% skattur og ca. 3% kostnaður við kaupin, samtals ca. 13%.
Hægt er að fá húsin afhent fullbúin húsgögnum og rafmagnstækjum gegn viðbótarkostnaði. þannig að allt verði tilbúið þegar flutt er inn.
Hagstæð fjármögnun í boði úr spænskum bönkum, sem auðveldar kaupin.Við höfum selt fasteignir á Spáni síðan 2001. Tryggir þekkingu, reynslu og öryggi.Eitt besta loftslag í heimi samkvæmt Alþjóða heilbrigðistofnunni, WHO.
SKOÐUNARFERÐIR:
Við aðstoðum kaupendur við að skipuleggja skoðunarferðir og tökum þátt í kostnaði vegna þeirra, ef af viðskiptum verður.
Sjá nánar um fasteignakaup á Spáni á heimasíðunni okkar:
www.spanareignir.isKostnaður við kaupin:
10% IVA (spænskur söluskattur) af kaupverði eignarinnar. Auk þess má gera ráð fyrir allt að 3% kostnaði vegna stimpilgjalda og annars kostnaðar við kaupin, þ.e. samtals getur kostnaður vegna kaupa á fasteign á Spáni því farið upp í allt að 13%.
Eiginleikar: sér garður, sameiginlegur sundlaugargarður, bílastæði, air con, þakverönd, strönd, útsýni,
Svæði: Costa Blanca, Mil Palmeras,