ALLT fasteignasala kynnir í einkasölu fallega og bjarta endaíbúð í raðhúsi við Fagurhól 21, 245 Suðurnesjabæ.Þetta glæsilega 91,3 m² raðhús er fullkomið fyrir þá sem sækjast eftir rúmgóðu og vel skipulögðu heimili. Eignin er einstaklega björt og nýtist vel, hátt til lofts í öllum rýmum.Nánari upplýsingar og fyrir skoðunarbókanir:
Elín Frímannsdóttir Löggiltur fasteignasali, í síma 8674885, tölvupóstur elin@allt.is.
** Í nálægð við leik- og grunnskóla
** Aðeins 30 mínútur frá höfuðborgarsvæði
** Upptekin loft í alrými
** Möguleiki á að gera sólpall fyrir framan eða aftan hús.
** Hiti í gólfum
Skipulag eignar:Við inngang tekur á móti þér anddyri, en innaf því er þvottahús. Eldhús, borðstofa og stofa mynda opið og notalegt rými sem hentar vel til samveru. Úr stofu er útgengt í baklóð, þar sem hægt er að útbúa skjólgóðan sólpall.
Svefn- og baðherbergi:Eignin býður upp á tvö rúmgóð svefnherbergi. Í hjónaherbergi er stór fataskápur sem veitir gott geymslupláss. Baðherbergið er stílhreint og nútímalegt, flísalagt í sturtu og á gólfi, með microsement á öðrum veggjum og upphengdu salerni. Góð sérsmíðuð innrétting.
Annað:Sérsmíðaðar innréttingar og hvítar innihurðar skapa fallega heildarmynd.
Rúmgóð 6 m² geymsla með mikilli lofthæð.
Stórt malarborið bílastæði fyrir framan húsið.
Þetta er frábær eign í vaxandi samfélagi Suðurnesjabæjar, fullkomin fyrir fjölskyldufólk, pör eða einstaklinga sem vilja bjarta og vel skipulagða íbúð með góðu aðgengi að náttúru og þjónustuNánari upplýsingar veitir/veita:
Elín Frímannsdóttir Löggiltur fasteignasali, í síma 8674885, tölvupóstur elin@allt.is. ALLT fasteignasala er staðsett á eftirfarandi stöðum:Hafnargötu 91, 230 Reykjanesbæ - Þverholti 2, 270 Mosfellsbæ
Kostnaður kaupanda:1. Af gjaldskyldum skjölum skal greiða 0,8% af fasteignamati ef kaupandi er einstaklingur, fyrstukaupendur 0,4% og 1,6% af fasteignamati ef kaupandi er lögaðili.
2. Þinglýsingargjald á hvert skjal er kr. 2.700.
3. Lántökugjald fer eftir verðskrá lánastofnunar hverju sinni.
4. Umsýslugjald til ALLT fasteignasölu er kr. 69.440 m/vsk.
5. Sé um nýbyggingu um að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamati, þegar það er lagt á.
Skoðunar- og aðgæsluskylda kaupanda:Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. ALLT fasteignasala vill beina því til væntanlegs kaupanda að kynna sér ástand fasteignar vel við skoðun og fyrir tilboðsgerð. Ef þurfa þykir er ráðlagt að leita til sérfræðifróðra aðila. Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit þetta er samið af fasteignasala til samræmis við lög um sölu fasteigna og skipa nr. 70/2015. Upplýsingar þær sem koma fram í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, frá seljanda og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eignina til samræmis við upplýsingaskyldu sína sbr. lög um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteignar sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki með berum augum, eins og t.d. lagnir, dren, skólp og þak.