Langamýri 3, 210 Garðabæ er fallegt og vel skipulagt 364,8 fermetra steinsteypt einbýli á þremur hæðum með bílskúr og þriggja herbergja aukaíbúð í kjallara. Eignin skiptist í 175,8 fermetra íbúð á hæð og í risi, 125 fermetra íbúð í kjallara, 32 fermetra bílskúr og 32 fermetra geymslu undir bílskúr. Aðaleignin skiptist í fimm svefnherbergi, tvær rúmgóðar stofur, tvö baðherbergi, eldhús, stórt þvottahús, bílskúr og góða geymslu. Íbúð í kjallara skiptist í 2 svefnherbergi, 2 stofur, eldhús, bað og þvottahús.
Eignin er skráð skv. Fasteignaskrá HMS alls 364,8 fm I Fasteignamat 2024 er kr. 180.100.000
Nánari lýsing á jarðhæð:
Forstofa: Flísar á gólfi, fataskápur. Útgengi út í garð á hellulagða stétt.
Eldhús: Upprunaleg innrétting með góðu skápaplássi, borðkrókur, flísar á gólfi.
Stofa og borðstofa: Samliggjandi, mjög rúmgóðar. Parket á gólfi, arinn í stofu, mikil lofthæð. Sérsmíðaður skápur á milli rýma, auðvelt að opna aftur á milli. Útgengi úr borðstofu á skjólsæla timburverönd.
Skrifstofa / Svefnherbergi IV: Rúmgott herbergi. Parket á gólfi.
Baðherbergi: Hvít innrétting með vaski. Sturta og upphengt salerni. Flísar í hólf og gólf
Þvottahús: Hvít innrétting með skolvaski. Flísar á gólfi. Útgengi á hellulagða stétt fyrir framan hús.
Efri hæð:
Hjónaherbergi: Innbyggður fataskápur. Parket á gólfi. Útgengi á suðursvalir.
Svefnherbergi I: Rúmgott herbergi. Fataskápar. Parket á gólfi.
Svefnherbergi II: Rúmgott herbergi. Fataskápar. Parket á gólfi.
Svefnherbergi III: Rúmgott herbergi. Fataskápar. Parket á gólfi.
Baðherbergi: Innrétting með vaski og góðu skápaplássi, upphengt salerni, baðkar, handklæðaofn. Flísar í hólf og gólf.
Bílskúr: Steypt gólf, heitt og kalt vatn, rafmagnsopnun. Stigi er niður úr bílskúrnum í stórt geymslurými sem einnig er aðgengilegt frá kjallaraíbúð. Hiti er í bílaplani fyrir framan bílskúr.
Aukaíbúð í kjallara:
Sérinngangur í íbúð. Flísar eru á öllum gólfum, gólfhiti.
Forstofa: Flísar á gólfi.
Eldhús: Vönduð innrétting, gott skápapláss. Flísar á gólfi.
Tvö svefnherbergi, tvær stofur. Auðvelt væri að stúka aðra stofuna af og útbúa þannig þriðja svefnherbergið.
Baðherbergi: Vönduð innrétting, baðkar með sturtuaðstöðu, upphengt salerni.
Rúmgott þvottahús, flísar á gólfi, innrétting með góðu skápaplássi. Innangengt er úr þvottahúsi í stóra geymslu og þaðan er stigi upp í bílskúr.
Þetta er falleg eign á barnvænum og rólegum stað í Garðabæ þaðan sem stutt er í alla helstu þjónustu, skóla og leikskóla.
Allar nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Procura fasteignasölu á netfang fasteignir@procura.is eða í síma 497 7700
Skoðunarskylda: Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum og hvetjum við væntanlega kaupendur til að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef með þarf.
Opinber gjöld við kaup: Kostnaður kaupanda vegna kaupa á þessari eign er stimpilgjald kaupsamnings, 0,4% af fasteignamati fyrir fyrstu kaupendur, 0,8% fyrir aðra einstaklinga og 1,6% fyrir lögaðila. Þinglýsingargjöld eru 2.700 kr. fyrir hvert skjal.
Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.