*** Opnu húsi aflýst - bókið einkaskoðun ***
**Efsta hæð**
**280 cm lofthæð**
Hrafn Valdísarson og Atli Karl Pálmason löggiltir fasteignasalar kynna glæsilega og rúmgóða 2ja herbergja íbúð á efstu hæð með stæði í bílageymslu við Smyrilshlíð 15 í Reykjavík.
Stærð eignarinnar er alls 89,1 fm og skiptist samkæmt Þjóðskrá Íslands í 77,5 fm íbúð og 11,6 fm geymslu. Sér bílastæði í upphitaðri bílageymslu fylgir eigninni, ásamt hlut í sameiginlegum rýmum og reiðhjólageymslum.
Eignin skiptist í anddyri, baðherbergi, svefnherbergi, eldhús, borðstofa og stofa eru í opnu rými.Allar upplýsingar veitir
Atli Karl Pálmason Löggiltur fasteignasali í síma 662-4252 eða atli@fastlind.is.
Hrafn Valdísarson Löggiltur fasteignasali í síma 845-9888 eða hrafn@fastlind.is.Nánari lýsingAnddyri: Rúmgóður fataskápur
Baðherbergi: Rúmgott og flísalegt í hólf og gólf. Tengi fyrir þvottavél og þurrkara með miklu skápaplássi. Walk-in sturta
Eldhús: Snyrtileg innrétting frá Danska fyrirtækinu JKE með Quartz stein á borðum og miklu skápaplássi. Bökunarofn í vinnuhæð. Innréttingin nær upp í loft til þess að hámarka geymslurými íbúðurinnar.
Stofa: Björt með stórum gluggum og útgengi út á svalir. Aukin lofthæð er í íbúðinni
280 cm og gólfsíðir gluggar.
Svefnherbergi: Rúmgott með parketi á gólfi og góðum skápum.
Geymsla: 11,6 fermetra geymsla á jarðhæð hússins.
Sér bílastæði í upphitaðri bílageymslu fylgir eigninni.
Garðurinn er glæsilegur og einstakur sælureitur, ásamt upphituðum gönguleiðum með snjóbræðslu í inngarði.
Byggingin er viðhaldslítil, húsið klætt að utan með álklæðningu. Gluggarnir eru vandaðir danskir ál tré gluggar frá Velfac sem hafa það einkenni að vera með hátt einangrunargildi fyrir hita og hljóði.Fasteignamat á næsta ári: 85.250.000,-Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Lind fasteignasala því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af heildarfasteignamati, lögaðili greiðir 1,6%
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. gjaldskrá.