Fasteignaleitin
Skráð 9. sept. 2025
Deila eign
Deila

Birtingakvísl 20

RaðhúsHöfuðborgarsvæðið/Reykjavík/Árbær-110
105.3 m2
4 Herb.
3 Svefnh.
1 Baðherb.
Verð
87.900.000 kr.
Fermetraverð
834.758 kr./m2
Fasteignamat
86.350.000 kr.
Brunabótamat
57.400.000 kr.
Mynd af Ólafur Sævarsson
Ólafur Sævarsson
Fasteignasali
Byggt 1987
Garður
Gæludýr leyfð
Sérinng.
Fasteignanúmer
2043631
Húsgerð
Raðhús
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
1
Hæðir í húsi
2
Hæðir í íbúð
2
Númer íbúðar
1
Vatnslagnir
Upprunalegt
Raflagnir
Upprunalegt
Frárennslislagnir
Upprunalegt
Gluggar / Gler
Endurnýjað að hluta
Þak
Upprunalegt
Lóðarréttindi
Leigulóð
Svalir
Suður sólpallur
Upphitun
Hitaveita
Inngangur
Sérinngangur
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
***BIRTINGARKVÍSL 20***

Prima Fasteignasala og Ólafur Sævarsson lögg.fasteignasali kynna: Mjög gott raðhús á 2 hæðum sem er 105,3 fm skv. fasteignaskrá Þjóðskrár. Húsið er þó nokkuð stærra en uppgefin stærð þar sem hluti efri hæðar er undir súð auk þess sem risloft er yfir íbúðinni. Góð aðkoma, merkt bílastæði og sólpallur á móti suðri.
Eignin skiptist í; Forstofu, hol, gestasnyrtingu, eldhús og rúmgóða stofu og borðstofu, 3 svefnherbergi á efri hæð auk baðherbergis og rislofts.


Nánari lýsing:
Neðri hæð:
Forstofa: Flísalögð forstofa.
Gestasnyrting: Næst forstofu er gestasnyrting með salerni, handlaug og skáp. Parketlagt.
Opið alrými tengist eldhúsi og rúmgóðu stofurými með stofu og borðstofu. 
Eldhús: Góð innréttingu, góð tæki og tengi fyrir uppþvottavél. Innbyggður frystir í innréttingu. Gluggi með opnanlegu fagi er í eldhúsi.
Stofan er í opnu og björtu rými með gluggum og hurð mót suðri en gengið er út á rúmgóðan, afgirtan sólpall frá stofunni.

Tréstigi er upp á 2.hæð.

Efri hæð: þar eru 3 góð svefnherbergi, hjónaherbergi með góðum skápum og tvö góð barnaherbergi, annað með fataskáp.
Baðherbergi er flísalagt með baðkari með sturtuaðstöðu, salerni, góðri innréttingu og tenging fyrir þvottavél og þurrkara er á baðherbergi. Gluggi á baðherbergi.
Gott rými er á efri hæð fyrir framan svefnherbergin. Þar er hægt að vera með skrifborðsaðstöðu o.fl. Frá holinu er hægt að komast upp á risloft yfir íbúðinni sem býður upp á ýmsa möguleika. Er geymsla í dag.
Geymsla: Við inngang hússins er sameiginleg geymsla með næsta húsi, þar eru inntök fyrir vatn og rafmagn og ágæt áhalda og hjólageymsla.
Lóðin: Út frá stofu er góð timburverönd með skjólveggjum. 
Þetta er góð eign á góðum stað í Ártúnsholti, í rólegu hverfi þar sem örstutt er í aðalstofnæð borgarinnar. Afgirt verönd mót suðri. Stutt í leikskóla og skóla og alla þjónustu, göngu og útivistarsvæði.

Eignin hefur fengið ágætis viðhald sbr:
2019 - Nýtt parket frá Birgisson á allt
2019 - Ný eldhúsinnrétting
2019 - Stigi pússaður upp og málaður
2020 - Pallur á útisvæði 
2023  - Nýr fataskápur í hjónaherbergi
2023 - Innbyggður frystir í eldhúsinnréttingu 
2024 - Nýir þakgluggar með þreföldu gleri 
2025 - Húsið málað, þakkantur, pallur og grindverk málað 
2025 - Verður gert - Ný hurð á pall, ný gler á suðurhlið, gluggar málaðir.  

Nánari upplýsingar veitir:
Ólafur Sævarsson löggiltur fasteignasali / s.820-0303 / olafur@primafasteignir.is


Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Væntanlegum kaupendum er bent á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun. Almennt getur kaupandi ekki borið fyrir sig að ástand eignar sé annað en það sem hann hefði mátt sjá við slíka skoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002, og ábyrgist að þær séu réttar. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. Það sama á við um staðhæfingar seljanda eignar um viðhald og einstaka framkvæmdir.

Almennt um fylgifé íbúðarhúsnæðis:
Til fylgifjár íbúðarhúsnæðis teljast varanlegar innréttingar og búnaður sem annaðhvort er skeytt varanlega við fasteignina eða er sérstaklega sniðinn að henni. Þetta á meðal annars við um fastan búnað og lagnir til hitunnar og vatnsmiðlunar, rafmagnsvirki og leiðslur, loftnet og annan móttökubúnað í eigu seljanda, sem fest eru á fasteign, föst gólfteppi og önnur gólfefni sérstaklega tilsniðin, gluggabúnað, bað- og eldhúsinnréttingar og tæki og vélar sem eru sérstaklega felld inn í innréttingarnar og verða hluti af þeim og aðra innbyggða hluta.

Um ástand einstakra eignarhluta:
Efst í söluyfirlitli þessu er að finna dálka um ástand einstakra hluta eignarinnar. Eftirfarandi lykil er til skýringar á þeirri skráningu:
  Nýtt - Eignin er nýbygging.
  Upprunalegt - Seljandi veit ekki til þess að byggingarhluti hafi verið endurnýjaður.
  Endurnýjað - Byggingarhlutinn hefur verið endurnýjaður í heild sinni á einhverjum tímapunkti.
  Endurnýjað að hluta - Hluti byggingarhlutans hefur verið endurnýjaður á einhverjum tímapunkti.
  Ekki vitað - Seljandi þekkir ekki til ástands og ekki er hægt að leggja mat á það með sjónskoðun.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
DagsetningFasteignamatKaupverðStærðFermetraverðNothæfur samningur
02/08/201946.500.000 kr.50.900.000 kr.105.3 m2483.380 kr.Nei
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Elliðabraut 10 225
Bílastæði
Elliðabraut 10 225
110 Reykjavík
99.6 m2
Fjölbýlishús
322
850 þ.kr./m2
84.700.000 kr.
Skoða eignina Hestavað 1
Bílastæði
Opið hús:10. sept. kl 17:30-18:00
Skoða eignina Hestavað 1
Hestavað 1
110 Reykjavík
118 m2
Fjölbýlishús
312
745 þ.kr./m2
87.900.000 kr.
Skoða eignina Selásbraut 98
Skoða eignina Selásbraut 98
Selásbraut 98
110 Reykjavík
101.8 m2
Fjölbýlishús
41
883 þ.kr./m2
89.900.000 kr.
Skoða eignina Selásbraut 98
Opið hús:11. sept. kl 17:30-18:00
Skoða eignina Selásbraut 98
Selásbraut 98
110 Reykjavík
102.5 m2
Fjölbýlishús
312
867 þ.kr./m2
88.900.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2025 - Fasteignaleitin