Gimli fasteignasala og Lilja Hrafnberg kynna: Falleg og björt efri sérhæð ásamt aukaíbúð í sérlega glæsilegu húsi með franskri gluggasetningu á þessum eftirsótta stað á móts við Kjarvalsstaði. Stutt er í skóla, þjónustu og í miðborgina. Eignin er í heildina skráð 161,9 fm og skiptist í forstofu með stiga upp á 2.hæð, arinstofu, tvær samliggjandi stofur, eldhús, tvö svefnherbergi, tvennar svalir, baðherbergi, geymslu, risloft og 36,6 fm aukaíbúð í vinnustofu/bílskúr. Eigninni fylgja sérstæði.
Nánari upplýsingar veitir: Lilja Hrafnberg Viðskiptafræðingur/Löggiltur fasteignasali, í síma 8206511, tölvupóstur lilja@gimli.is
Smellið hér til þess að sjá myndband af eigninniNÁNARI LÝSING: Forstofa/stigi: Frá inngangi sem er flísalagður er gengið upp teppalagðan stiga á pall með góðum fataskápum og fatahengi.
Arinstofa: Frá forstofu er komið inn í arinstofu með fallegum, upprunalegum arni. Gólfsíðir franskir gluggar og útgengi á svalir til vesturs. Dökkar flísar á gólfi.
Samliggjandi stofur: Stórar og bjartar með stórum frönskum gluggum til suðurs og austurs. Veggir og loft fallega rammaðir inn með vegg- og loftlistum. Gegnheilt parket á gólfi.
Eldhús: Hvít innrétting með ljósri borðplötu. Nýlegt span helluborð og bakaraofn. Tengi fyrir uppþvottavél. Gluggar á tvo vegu, til vesturs og norður. Korkflísar á gólfi.
Hjónaherbergi: Bjart og rúmgott með hvítum fataskápum. Nýlegt harðparket á gólfi.
Svefnherbergi #2: Rúmgott og bjart með gólfsíðum frönskum gluggum, útgengi á svalir til austurs. Hvítur fataskápur með speglahurðum og nýlegt harðparket á gólfi.
Baðherbergi: Hvít innrétting með tveimur handlaugum, rúmgóður sturtuklefi, salerni, hvítur handklæðaofn. Ljósar flísar á gólfi.
Gangur/risloft: Dökkar flísar á gólfi, aðgengi að rislofti um fellistiga.
Vinnustofa/bílskúr: 36,6 fm stúdíó íbúð með eldhúsi og baðherbergi. Möguleiki á góðum leigutekjum.
Sameign í kjallara (full lofthæð): Sérgeymsla. Sameiginlegt þvotta- og þurrkherbergi sem er rúmgott með gluggum, lökkuðu gólfi og sér tenglum fyrir hverja íbúð. Þvottasnúrur, skápar og hillur. Útgengi á lóð frá sameign.
Húsinu hefur alla tíð verið vel við haldið. M.a. hefur verið:- Skipt um þak (þakjárn og pappa) fyrir um 12 árum.
- Þakrennur endurnýjaðar fyrir um ári síðan.
- Skólplagnir voru endurnýjaðar undir húsi og út í götu fyrir um 15 árum. Drenlagnir voru endurnýjaðar á sama tíma.
- Útitröppur voru endursteyptar og komið fyrir snjóbræðslu fyrir um 15 árum síðan.
- Hellulagt og komið fyrir snjóbræðslu í stétt frá götu og að húsi fyrir 7 árum síðan.
- Búið að endurnýja rafmagnstöflu fyrir húsið.
- Viðgerð stendur yfir á múrskemmdum á svalagólfi austan megin sem seljandi sér um að klára.
Lóðin er afar glæsilegt. Hellulögð stétt með snjóbræðslu. Tyrfð flöt, fallegur gróður og hellulögð verönd í garði. Steyptir veggir við lóðarmörk til austurs og fyrir framan hús til suðurs.Gimli fasteignasala leggur áherslu á traust, áreiðanleika og góða þjónustu.Það er okkar trú að það skipti öllu máli í fasteignaviðskiptum að viðskiptavinurinn fái trausta og góða þjónustu. Við hjá
Gimli höfum stundað fasteignaviðskipti með farsælum hætti í meira en fjóra áratugi. Hjá okkur starfa sérhæfðir og reyndir fasteignasalar sem sinna stórum sem smáum verkefnum af nákvæmni og þekkingu sem skilar árangri.
Hvar erum við?
Gimli Fasteignasala er staðsett á jarðhæð í Skipholti 35 í Reykjavík en einnig rekum við söluskrifstofu að Eyrarvegi 29. 2 hæð á Selfossi.
Við höfum opið frá 10-15 mánudaga til föstudaga. Sláðu á þráðinn eða líttu við hjá okkur í Skipholtinu næst þegar þú átt leið hjá. Við erum alltaf með heitt á könnunni. sími: 570 4800, tölvupóstur:
gimli@gimli.isGimli gerir betur...
Heimasíða Gimli fasteignasöluGimli á FacebookUm skoðunar- og aðgæsluskyldu kaupenda: Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Gimli fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand eigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun ef þörf er á.
Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.Þinglýsingargjald hvers skjals er kr. 2.700,- .Lántökugjald lánastofnunar skv. gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamati, þegar það er lagt á.
Teikningar sem fylgja lýsingu eignarinnar og myndum eru til viðmiðunar og ekki alltaf í samræmi við samþykktar teikningar af eigninni.
Myndir í auglýsingu eru í einkaeigu og er notkun þeirra með öllu óheimil án formlegs leyfis fasteignasala