Glæsileg neðri sérhæð með hjónasvítu og skjólgóðum palli í Fossvoginum.
Valborg fasteignasala kynnir vel staðsetta og bjarta 5 herbergja neðri sérhæð 152,8 fm í fjögurra íbúða húsi í Fossvoginum. Eignin er 120,8 fm auk 32,0 fm innbyggðs bílskúrs sem hefur verið breytt í glæsilega hjónasvítu með sér baðherbergi og fataherbergi. Pallur snýr í suður og er garðurinn afar skjólgóður. Steypt bílaplan með hitalögn og hellulögð stétt við innganginn.
Nánari lýsing:
Forstofa: Flísalögð með ljósum flísum og hvítum fataskáp með spegli.
Eldhús: Bjart og rúmgott með fallegri innréttingu frá INVITA. stálofni í vinnuhæð, spanhelluborði, viftu, innbyggðri uppþvottavél og ísskáp.
Þvottahús: Inn af eldhúsi, með hvítri innréttingu og vaski. Dúkur á gólfi. Útgengt í bakgarð.
Geymsla: Inn af þvottahúsi.
Stofa og borðstofa: Opin og björt með stórum suðurglugga.
Baðherbergi 1: Flísalagt, upphengt salerni, handklæðaofn, baðkar og sturta.
Hjónasvíta: Stór og glæsileg með fataherbergi og baðherbergi.
Baðherbergi 2: Flísalagt, upphengt salerni, handklæðaofn og sturta.
Svefnherbergi: 3 rúmgóð herbergi, flest með fataskápum.
Eignin hefur verið endurnýjuð og vel við haldið:2021: Skipt um borðplötu, helluborð og vask í eldhúsi.
2022: Byggður pallur, skjólveggir og útiskúr.
2022: Hús málað allt að utan, múrviðgerðir og þakkantur yfirfarinn.
2023: Bílskúr breytt í hjónasvítu með fataherbergi og baðherbergi. Skipt um parket og hurðir í allri eigninni.
2024: Skipt um gler í gluggum í bílskúr.
Húsfélag: Eignin tilheyrir húsfélagi með þremur öðrum íbúðum (Álfaland 12-14 og Áland 7-9).
Hér er um að ræða frábærlega vel staðsetta eign í barnvænu og rólegu hverfi í Fossvoginum, með stutt í verslanir, þjónustu og fallegar gönguleiðir.
Samkvæmt Þjóðskrá Íslands er birt flatarmál eignarinnar 120,8 fermetrar, auk bílskúrs 32,0 fermetrar.
Innra skipulag eignarinnar hefur verið breytt frá upphaflegum teikningum.
Nánari upplýsingar veitir Þyrí Guðjónsdóttir, viðskiptafræðingur - löggiltur fasteignasali, í síma
891 9867 eða thyri@valborgfs.is.Forsendur söluyfirlits:Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Valborg ehf. fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:1. Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
5. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamati, þegar það er lagt á.