Fasteignaleitin
Skráð 21. okt. 2025
Deila eign
Deila

Klettamói 9

FjölbýlishúsSuðurland/Þorlákshöfn-815
70.5 m2
3 Herb.
2 Svefnh.
1 Baðherb.
Verð
53.900.000 kr.
Fermetraverð
764.539 kr./m2
Fasteignamat
39.450.000 kr.
Brunabótamat
44.150.000 kr.
Mynd af Hólmar Björn Sigþórsson
Hólmar Björn Sigþórsson
Löggiltur fasteignasali
Byggt 2023
Garður
Gæludýr leyfð
Sérinng.
Fasteignanúmer
2525114
Húsgerð
Fjölbýlishús
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
2
Hæðir í húsi
2
Hæðir í íbúð
1
Númer íbúðar
3
Vatnslagnir
Nýlegar.
Raflagnir
Nýlegar.
Frárennslislagnir
Nýlegar.
Gluggar / Gler
Nýlegir.
Þak
Nýlegt.
Lóðarréttindi
Leigulóð
Svalir
Vestur svalir úr stofu 5,4 fm.
Lóð
11,08
Upphitun
Hitaveita / Nýleg.
Inngangur
Sérinngangur
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Fyrirhugaðar framkvæmdir
Engar. 
Helgafell fasteignasala og Hólmar Björn Sigþórsson löggiltur fasteignasali kynna í einkasölu Klettamóa 9, íbúð 203, 815 Þorlákshöfn:

Um er að ræða nýja og vandaða 3ja herbergja íbúð á 2 hæð  með sérinngang. Birt stærð séreignar er 70,5 fermetrar og þar af er 6,7 fermetra sérgeymsla í sameign. Íbúðinni fylgir sérnotaréttur af bílastæði á lóð. Frábær staðsetning miðsvæðis í Þorlákshöfn Ölfusi, stutt í alla almenna þjónustu og útivistarsvæði. 

SMELLIÐ HÉR TIL AÐ FÁ SENT SÖLUYFIRLIT STRAX

Íbúðin skiptist í anddyri, í alrými er eldhús og stofa / borðstofa, 2 svefnherbergi, baðherbergi / þvottahús og geymslu. Útgengi er úr stofu út á vestur svalir.
 
Nánari lýsing:
Anddyri: 
Með góðum góðum fataskápum, flísar á gólfi. 
Stofa: Í alrými með eldhúsi, útgengt er út á vestur svalir, parket á gólfi. 
Eldhús: Með Svansvottaðri HTH innréttingu, Melamine filma er á eldhúsinnréttingu á neðri skápum og háum skápum, skúffur með mjúklokun, hvítar vegghillur, parket á gólfi.  Heimilistæki eru vönduð af AEG gerð þ.e. spanhelluborð og bakaraofn með sjálfhreinsikerfi. Innbyggð uppþvottavél og ísskápur. Stálvaskur með einnar handar blöndunartæki. 
Hjónaherbergi: Rúmgott með hvítum HTH fataskápum, parket á gólfi
Svefnherbergi:  Gott með hvítum HTH fataskáp, parket á gólfi. 
Baðherbergi / þvottaherbergi: Með fallegri baðinnrétting með handlaug í borði, walk in sturta með 30x60 flísum, upphengt salerni, handklæðaofn, flísalagt gólf og hluta veggja. Innrétting og tengi fyrir þvottavélar og þurrkara.  
Sérgeymsla:  6,7 fm sérgeymsla er í sameiginlegu geymslurými á efri hæð hússins. 
Bílastæði: Íbúðinni fylgir sérnotaréttur af einu bílastæði á sameiginlegri bílastæðalóð. Lagnaleið fyrir rafhleðslustöðvar liggur í stæðið og er komin staur fyrir rafhleðslustöð. 

Nánar um húsið og eignirnar: Klettamói 9 er átta íbúða tvílyft hús. Á hvorri hæð eru fjórar íbúðir og geymslur eru staðsettar á í sameiginlegu tæknirými á hæðinni. Allir útveggir ásamt berandi innveggjum og milligólf eru staðsteypt. Gólfplötur milli íbúða eru staðsteyptar einnig eru stigar, svalir og svalagangar staðsteypt eða steypueiningar með endanlegu yfirborði. Útveggir eru einangraðir að utan og klæddir með smábáru og sléttri málmklæðningu að hluta. Þak er viðsnúið með pvc dúk. Gluggar og svalahurðar eru timbur/álkerfi, glerjaðir með tvöföldu K-gleri. Útihurðar og geymsluhurðar eru massífar timburhurðar. Svala og stigahandrið er galvaníserað stálhandrið með lóðréttum pílárum. Lýsing er á svalagöngum og svölum. Innveggir íbúða eru sandsparstlaðir, grunnaðir og málaðir. Léttir innveggir eru úr gifsi á stálgrind, sandsparstlaðir og málaðir. Loft íbúða verða sandspörsluð, grunnuð og máluð.
Innréttingar: Allar innréttingar eru vandaðar HTH innréttingar og er um Svansvottaða framleiðslu á þeim að ræða. Ljós mokkalit melamine filma er á eldhúsum, böðum, þvottahúsum og forstofuskápum. Fataskápar svefnherbergja sprautulakkaðir hvítir. Fataskápur er í forstofu, hjónaherbergi og barnaherbergjum ná upp í loft með aðfellu. Innvols innréttinga og fataskápa er hvítt. Eldhúsinnrétting er með harðplastlagðri borðplötu. Skúffur eru með mjúklokun. er innbyggður í innréttingu. Led lýsing er undir efri skápum. Innihurðar eru yfirfelldar plastlagðar hvítar hurðar með hurðarhúnum úr stáli. Heimilistæki eru að viðurkenndri gerð, AEG frá Ormsson þ.e. spanhelluborð og bakaraofn með sjálfhreinsikerfi. Innbyggður ísskápur og uppþvottavél. Í eldhúsi er eldhúsvaskur með blöndunartæki. Hreinlætistæki eru að viðurkenndri gerð. Á baðherbergi er vegghengt salerni. Baðinnrétting með handlaug og blöndunartæki, handklæðaofnar. Blöndunartæki í sturtu eru utanáliggjandi sturtutæki. Tengi er fyrir þvottavél og þurrkara á baðherbergi.
Lóðin: Gangstétt framan við húsið er hellulögð og með , aðrir hlutar lóðar verða þökulagðir. Eitt bílastæði fylgir hverri íbúða auk gestastæða framan við húsið. Á milli húsanna er leikvöllur og þökulagt svæði. 

Staðsetning: Smellið hér.

Frábær nýleg eign - Tilvalin fyrstu kaup - Mjög góð staðsetning miðsvæðis í Þorlákshöfn - Eign sem vert er að skoða. 
 
Nánari upplýsingar og bókun á skoðun veitir Hólmar Björn Sigþórsson, löggiltur fasteignasali og félagsmaður í Félagi fasteignasala í síma 893 3276 eða holmar@helgafellfasteignasala.is. 
DagsetningFasteignamatKaupverðStærðFermetraverðNothæfur samningur
09/11/202332.000.000 kr.44.800.000 kr.70.5 m2635.460 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Hnjúkamói 16 (404)
Hnjúkamói 16 (404)
815 Þorlákshöfn
73 m2
Fjölbýlishús
312
766 þ.kr./m2
55.900.000 kr.
Skoða eignina Hnjúkamói 16 (304)
Hnjúkamói 16 (304)
815 Þorlákshöfn
73 m2
Fjölbýlishús
312
738 þ.kr./m2
53.900.000 kr.
Skoða eignina Hnjúkamói 16 (204)
Hnjúkamói 16 (204)
815 Þorlákshöfn
73 m2
Fjölbýlishús
312
719 þ.kr./m2
52.500.000 kr.
Skoða eignina Hnjúkamói 16 (104)
Hnjúkamói 16 (104)
815 Þorlákshöfn
73 m2
Fjölbýlishús
312
752 þ.kr./m2
54.900.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2025 - Fasteignaleitin