RE/MAX & BJARNÝ BJÖRG KYNNA:
Huggulegt og vel staðsett 5 herbergja, 129,5 fm einbýlishús ásamt 46,1 fm sambyggðum bílskúr, samtals 175,6 fm. Húsið er byggt árið 1971 úr timbri og er klætt að utan með liggjandi timburklæðningu.
Eignin samanstendur af forstofu, 4 svefnherbergjum, eldhúsi, stofu, sólstofu sem hefur verið breytt í herbergi, baðherbergi, þvottahús og bílskúr.
Allar nánari upplýsingar um eignina veita:
Bjarný Björg Arnórsdóttir, löggiltur fasteignasali í síma 694-2526 eða á netfangið bjarny@remax.is
Nánari lýsing:
Forstofa: Er með flísum á gólfi, fataskáp ásamt fatahengi.
Eldhús er með hvítri innréttingu og innbyggðri uppþvottavél.
Stofa/borðstofa: Er í opnu rými með góðum gluggum, Upptekið loft er í stofunni.
Hjónaherbergi: Er með harðparket og góðum fataskápum.
Barnaherbergi I : Er með fataskáp og harðparket á gólfi.
Barnaberbergi II : Er með fataskáp og harðparket á gólfi.
Herbergi í sólstofu: er mjög bjart og rúmgott.
Baðherbergi: er flísalagt í hólf og gólf er ljós innrétting, baðker með sturtuhengi, handklæðaofn og upphengt wc.
Bílskúrinn er tvöfaldur, fullklæddur.
Garðurinn er gróinn, snyrtilegur og skjólsæll.
Skipulag eignarinnar hefur verið breytt frá upphaflegum teikningum.
Framkvæmdayfirlit samkvæmt seljanda:
Forstofa flísalögð 2017
Lóðin vestan megin þökulögð 2020
Þvottahúsið var tekið í gegn 2025 og lagnagrind endurnýjuð að hluta
Sólstofa/herbergi tekið í gegn og rafmagnshiti lagður í gólf 2021 en gólfefni endurnýjuð 2025
Sett nýtt gler og opnanleg fög í svefnherbergjum, eldhúsi og gangi 2019. Sólvarnargler er í eldhúsi
Borðplata, helluborð og háfur 2020
Nýr handklæðaofn á baði 2025
Alrými málað 2025
Húsið málað utan 2021
Pallur byggður 2021
Rafmagnstafla endurnýjuð 2024, sér tafla sett upp í bílskúr og hleðslustöð tengd 2024
Fataskápur endurnýjaður í hjónaherbergi 2022
Tvær nýjar fleka bílskúrshurðir fylgja með.
Jarðvegsskipt fyrir framan hús til að stækka innkeyrslu 2017
Allar nánari upplýsingar um eignina veita:
Bjarný Björg Arnórsdóttir, löggiltur fasteignasali í síma 694-2526 eða á netfangið bjarny@remax.is
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu kaupenda:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill því RE/MAX skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef með þarf.
Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
__________________________
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi er af heildarfasteignamati - Einstaklingar 0,8% - Fyrstu kaupendur 0,4% - Lögaðilar 1,6%.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi og fl. 2.700 kr. af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 45-75 þús.kr. Nánari upplýsingar á heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu 69.900 kr. m.vsk