Fasteignaleitin

16,1% hækkun á fasteignaverði 2024?

22 júlí 2024
Mynd af Fasteignaleitin
Fasteignaleitin
Vísitala íbúðaverðs hefur hækkað um 6,4% frá því í janúar á þessu ári. Það jafngildir um 16,1% hækkun á ársgrundvelli. Þetta kemur fram í mánaðarskýrslu HMS fyrir júlí 2024.

Fasteignamarkaður markast af uppkaupum íbúða íGrindavík

“Umsvif á fasteignamarkaði voru með mesta móti í maí og hafa kaupsamningar í einum mánuði aldrei verið fleiri. Kaupsamningar um íbúðarhúsnæði voru 1.760 í maí samanborið við 1.410 í apríl. Kaupsamningum um íbúðarhúsnæði fjölgaði um 10% í maí frá fyrri mánuði miðað við árstíðaleiðréttar tölur. Hafa ber þó hugfast að viðskipti fasteignafélagsins Þórkötlu í maí voru mun meiri en í apríl, en gengið var frá 423 kaupsamningum um íbúðarhúsnæði í Grindavík í maí samanborið við 229 í apríl. Séu uppkaup Þórkötlu ekki talin með voru kaupsamningar rúmlega 1.300 í maí og hafa ekki verið fleiri síðan í mars 2021 þegar þeir voru 1.695,” segir í skýrslunni.

Hátt hlutfall íbúða selst á yfirverði

Í maí seldust um 18,4% allra íbúða á yfirverði, 19% á höfuðborgarsvæðinu og 16,7% í nágrenni höfuðborgarsvæðisins. Ef horft er til síðustu ára má ætla að þegar í kringum 10% íbúða seljist á yfirverði sé fasteignamarkaður í jafnvægi. Hlutfallið er nú álíka hátt á höfuðborgarsvæðinu og það var seinni hluta árs 2020 þegar hækkunarhrina í kjölfar vaxtalækkana hófst.

Leiguverð hækkar um 13%

“Leiguverð hélt áfram að hækka í júní og hefur á síðustu þremur mánuðum eða frá því í mars hækkað um 7,4%. Vísitala leiguverðs var 116,1 stig í júní 2024 og hækkaði hún um 2,5% á milli mánaða. Á milli júnímánaða 2023 og 2024 hefur vísitalan hækkað um 13%, en til samanburðar mældist verðbólga 5,8% á sama tímabili og vísitala íbúðaverðs hækkaði um 9,1%. Á síðastliðnu ári hefur leiguverð því hækkað um 6,8% umfram almennt verðlag og um 3,6% umfram íbúðaverð,” segir í skýrslunni.
Vísitala íbúðaverðs hefur hækkað um 6,4% frá því í janúar á þessu ári. Það jafngildir um 16,1% hækkun á ársgrundvelli. Þetta kemur fram í mánaðarskýrslu HMS fyrir júlí 2024.

Vinsælar eignir

Skoða eignina Bjarmaland 16
Bílskúr
Skoða eignina Bjarmaland 16
Bjarmaland 16
108 Reykjavík
503 m2
Einbýlishús
746
726 þ.kr./m2
365.000.000 kr.
Skoða eignina Sogavegur 18
Skoða eignina Sogavegur 18
Sogavegur 18
108 Reykjavík
128.6 m2
Einbýlishús
513
878 þ.kr./m2
112.900.000 kr.
Skoða eignina Nestún 10
Bílskúr
Skoða eignina Nestún 10
Nestún 10
850 Hella
155.9 m2
Einbýlishús
514
416 þ.kr./m2
64.900.000 kr.
Skoða eignina Háagerði 67
Skoða eignina Háagerði 67
Háagerði 67
108 Reykjavík
55.9 m2
Fjölbýlishús
212
1036 þ.kr./m2
57.900.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2025 - Fasteignaleitin