Gimli fasteignasala og Sigþór Bragason Lögg.fasteignasali sími 899 9787 kynna: Einbýlishús á góðum stað við Langholtsveg. Heildarstærð 169,1 m², bílskúr 41,5 m² og hús 127,6 m² Stór sólpallur ( ca. 90 m²) með heitum og köldum pottum. Mikið endurnýjuð eign.
Efri hæð:Forstofa, flísalögð og hiti í gólfi.
Stofa og borðstofa í samliggjandi rými með parketlögðu gólfi og gluggum á þrjá vegu.
Eldhús með fallegri hvítri innréttingu sem endurnýjuð var fyrir nokkrum árum, borðkrókur í enda. Gegnt út pall frá eldhúsi.
Baðherbergi, flísalagt í hólf og gólf, innrétting sturtuklefi,upphengt salerni og opnanlegur gluggi
Miðsvæðis á hæðinni er parketlagður stigi á neðri hæð með fallegu glerhandrið umhverfið stigaopið.
Neðri hæð:Parketlagt
hol miðsvæðis
Baðherbergi með flísalögðum veggjum og opnanlegum glugga.
Herbergi 1, rúmgott hjónaherbergi með parketlögðu gólfi.
Herbergi 2, gott barnaherbergi með parketi á gólfi
Herbergi 3, gott barnaherbergi með parketi á gólfi
Þvottahús með glugga er á neðri hæðinni
Sólpallur, stór ( ca. 90 m²) sólpallur er aftan við húsið, er hann bæði með heitum potti og köldum potti og skjólgirðingum. Tröppur eru niður í garðinn frá pallinum.
Bílskúr, 41,5 m² frístandandi bílskúr og er fremri hlutinn nýttur sem geymsla og innréttuð tvö herbergi með sérinngangi í innri enda hans.
EndurbæturEignin hefur verið töluvert endurbætt og er búið að endurnýja glugga og gler í húsinu ásamt útihurðum. Endurnýjað þakjárn á húsi og bílskúr og klæða bílskúrinn ásamt nýrri innkeyrsluhurð.. Einnig er búið að taka eldhúsið og baðherbergið í gegn. Parket á gólfi endurnýjað. Ofnalagnir lagðar og ofnar endurnýjaðir. Endurnýjuð rafmagnstafla, tenglar og rofar. Stór sólpallur smíðaður og settur heitur og kaldur pottur.
Þetta er vel skipulagt hús sem búið er að endurnýja mikið á síðustu árum. Einstök útiaðstaða á stórum sólpöllum í bakgarði. Frábær staðsetning miðsvæðis.
Nánari upplýsingar veitir Sigþór Bragason, Löggiltur fasteigna, fyrirtækja og skipasali, í síma 899 9787, eða sendu fyrirspurn með tölvupósti á sb@gimli.is
Gimli er ein af elstu starfandi fasteignasölum landsins, stofnuð 1982 og fagnaði því 40 ára starfsafmæli á árinu 2022. Leiðarljós Gimli er heiðarleiki og traust. Gimli gerir betur...Um skoðunar- og aðgæsluskyldu kaupenda:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Gimli fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand eigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun ef þörf er á.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.Þinglýsingargjald hvers skjals er kr. 2.700,- .Lántökugjald lánastofnunar skv. gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamati, þegar það er lagt á.