Hvernig færðu besta verðið fyrir eignina þína?
4 mikilvæg atriði til að hafa í huga við sölu á fasteign
23 febrúar 2022
Páll Pálsson
Löggiltur Fasteignasali
1. Verðlagning - Mikilvægt er að hafa rétt ásett verð
2. Markaðssetning
96% af þeim sem eru að leita að eignum skoða fasteignavefi og því eru góðar og fallegar myndir af eigninni lykilatriði. Myndir eru það fyrsta sem fólk sér af eigninni þinni og því er mikilvægt að þær séu teknar af fagaðila.
Auglýsingar í blöðum skila ekki eins miklum árangri og áður fyrr og því ber að fara varlega í þann kostnað. Þó er til undantekningar á þessu t.d. íbúðir sem hugsaðar eru fyrir 65 ára og eldri.
Opið hús: Nær 80% af smellum á eignina þína á netinu eru fyrstu 4-6 dagana. Mikilvægt er því að nota þann tíma til að auglýsa opið hús. Opin hús hafa reynst vel til að búa til spennu um eignina. Þegar eignin er komin á netið þá er um að gera að deila eigninni á samfélagsmiðlum og biðja vini og vandamenn um að deila. Best er að sýna eignina í dagsbirtu.3. Ásýnd eignarinnar
Taktu til í garðinum, innkeyrslu og fjarlægðu alla óþarfa hluti. Klipptu runna og sláðu garðinn að sumri til. Ef snjór hefur fallið skal einnig moka aðkomu hússins.
Gakktu langt í að gera allt hreint og fínt. Lykt er lykilatriði því það er það fyrsta sem fólk tekur eftir þegar gengið er inn.
Fjarlægðu alla óþarfa hluti af gólfum, smáhluti af eldhúsbekkjum og segla, miða og annað af ísskápum.
Skoðaðu lýsingu rýmisins. Dragðu frá gardínur og reyndu að hleypa inn eins mikilli náttúrulegri birtu og mögulegt er. Einnig skaltu skipta um allar sprungnar perur og fela rafmagnssnúrur.
Listinn er ekki tæmandi og við erum með fjölda atriða til viðbótar um hvernig best sé að undirbúa ásýnd eignarinnar.4. Ástand eignar
Ástand á húsi, raka, rakamæla, ástandsskoðun, lagnir, múr, þak, glugga, gler, leka, minniháttar viðgerðir, sökkla á innréttingum og fjarlægðu reykingalykt. Þarf að gera við eitthvað? Lagaðu málningu þar sem þarf, settu gólflista þar sem þá vantar og annað tilfallandi.
Haltu þig við stutta og hnitmiðaða lýsingu : Góð lýsing á eigninni í söluyfirliti er mikilvæg en ekki fara út í of mikil smáatriði.
Láttu fasteignasala sýna eignina. Það hefur margoft sannað sig að fólk sem skoðar eignir með eigendum er hlédrægara þegar kemur að því að tjá sig um kosti og galla eignarinnar af ótta við að móðga eigendur. Best er að heyra sannleikann svo einfaldara sé að loka sölunni.