Virkilega huggulegt endaraðhús með bílskúr á góðum stað á Álftanesi, Garðabæ.* Mikil lofthæð
* Rúmgóður bílskúr
* Fallegur garður, verönd og heitur pottur
* Gólfhiti með þráðlausri stýringu í hverju rýmiNánari upplýsingar veita:
Helen Sigurðardóttir Lgf. í síma nr 766-9500 eða helen@palssonfasteignasala.is
www.eignavakt.iswww.verdmat.is Góð ráð fyrir kaupendur / seljendurBirt stærð eignar samkv. FÍ er 145,80 m2 og fyrirhugað fasteignamat 2025 er 102.550.000 kr. Rishæð í húsi er ekki inn í fermetratölu eignar. Þar er í dag sjónvarpshol og geymsluloft.
Eignin skiptist í anddyri, stofu / borðstofu, eldhús, sjónvarpshol, 2 svefnherbergi, baðherbergi, þvottahús, bílskúr og geymsluloft.Anddyri er flísalagt.
Eldhús er rúmgott með flísum á gólfi. Innrétting með bakarofni, helluborði, viftu og tengi fyrir uppþvottavéi.
Úr eldhúsi er útgengt út á
hellulagða verönd til suðurs.Stofa og
borðstofa eru í rúmgóðu, opnu flæði með mikilli lofthæð. Gólfsíðir gluggar og útgengt í garð. Flísar á gólfi.
Svefnherbergi 1 er flísalagt með fataskápum. Mikil lofthæð.
Svefnherbergi 2 er flísalagt með góðri lofthæð.
Stigi úr stofu leiðir upp í
Sjónvarpshol með parket á gólfi. Rýmið hefur àður verið nýtt sem svefnherbergi 3
Baðherbergi er flísalagt með upphengdu wc, baðkari og innréttingu með handlaug og skúffum.
Þvottahús er flísalagt með innréttingu og tengi fyrir þvottavél.
Bílskúr er skráður 37,30 m2, þar er rafdrifin hurð, heitt/kalt vatn og upphitun.
Geymsluloft er þar fyrir ofan.
Fallegur afgirtur
garður með skjólveggjum er meðfram húsinu. Fyrir framan húsið er hellulögð
verönd til suðurs með heitum potti.
Rúmgott
bílaplan með snjóbræðslulögn er fyrir framan hús.
Stutt í fallegar gönguleiðir, útivist og mikil návist við ósnortna náttúru. Einstaklega barnvænt og rólegt umhverfi í göngufæri við leik og grunnskóla, íþróttir og sundlaug svo fátt eitt sé nefnt.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila. (0.4% við fyrstu kaup einstaklinga).
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - samanber gjaldskrá viðkomandi lánastofnunar.
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð.
Um skoðunarskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Pálsson fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.