Bjarni Blöndal löggiltur fasteignasali (bjarni@remax.is/s:662-6163) kynnir fallega 4.herbergja sérhæð í þríbýli við Lyngholt 18 í Keflavík, Reykjanesbæ. Sér inngangur og sólpallur með heitum potti. Holtaskólahverfi. Eignin samanstendur af forstofu, stofu, borðstofu, eldhúsi, þremur herbergjum, baði og geymslu.
Nánari lýsing:
Forstofa að hluta með niðurteknu lofti, flísar og parket á gólfi.
Eldhús opið yfir í stofu, niðurtekið loft að hluta, nýleg innrétting, gott vinnupláss, bakaraofn, innbyggð uppþvottavél, helluborð, háfur, flísar á gólfi.
Stofa/borðstofa opin yfir í eldhús, mjög rúmgott og bjart rými, parket á gólfi, útgengt á sólpall með heitum potti til suð-vesturs frá stofu.
Hjónaherbergi með fataskáp á heilum vegg, parket á gólfi.
Tvö herbergi með fataskápum, parket á gólfi.
Baðherbergi flísalagt í hólf og gólf, upphengt wc, nýleg innrétting, t.f. þvottavél og þurrkara, sturtuklefi, útgengt á sólpall.
Geymsla undir stiga. Útigeymsla.
Sérbílastæði bæði fyrir framan og aftan hús.
Helstu endurbætur samkv.seljendum:
* 2020 Baðherbergi endurnýjað, skipt um vatnslagnir á baði og eldhúsi, frárennslislagnir settar í pwc .
* 2022 Hiti settur í gólf í forstofu og eldhúsi, hurðar inni endurnýjaðar, tveir gluggar lagaðir.
* 2024 Rafmagn endurnýjað að mestu leyti.
Sérlega góð staðsetning þar sem stutt er í skóla, íþróttamannvirki og flest alla þjónustu.
Allar upplýsingar um eignina veitir Bjarni Blöndal löggiltur fasteignasali í síma 662 6163 eða bjarni@remax.is.
Vegna mikillar eftirspurnar vantar mig allar tegundir eigna á skrá. Hafðu samband og ég mun verðmeta eign þína þér að kostnaðarlausu.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi 0,8%, ( 0,4% ef um fyrstu kaup er að ræða ) og 1.6% (ef lögaðilar) af heildar fasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar, sjá upplýsingar á heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð.
Um skoðunarskyldu: Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. RE/MAX fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.