Fasteignaleitin
Skráð 1. nóv. 2024
Deila eign
Deila

Norðurbrún 32

ParhúsHöfuðborgarsvæðið/Reykjavík/Laugardalur-104
254.9 m2
7 Herb.
4 Svefnh.
2 Baðherb.
Verð
149.900.000 kr.
Fermetraverð
588.074 kr./m2
Fasteignamat
129.600.000 kr.
Brunabótamat
106.950.000 kr.
Byggt 1968
Þvottahús
Sérinng.
Fasteignanúmer
2017605
Húsgerð
Parhús
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
1
Hæðir í húsi
2
Hæðir í íbúð
2
Númer íbúðar
1
Lóðarréttindi
Leigulóð
Lóð
100
Inngangur
Sérinngangur
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Eignin er komin í fjármögnuarferli.
Jósep Grímsson löggiltur fasteignasali og Fasteignasalan Grafarvogi kynna Norðurbrún 32.
 
Virkilega fallegt og bjart sjö til átta herbergja parhús í botnlangagötu á þessum vinsæla stað í Laugardalnum.

Eignin skiptist niður í fjögur rúmgóð svefnherbergi, tvö baðherbergi, þvottahús, stofu, eldhús, borðstofu, sjónvarpshol og bílskúr. Útgengt er frá borðstofu á efri hæð á skjólgóða timburverönd með heitum potti og fallegum stórum garði sem snýr beint í suður.
Auðvelt væri að útbúa íbúð með sérinngangi á hluta neðri hæðar.
 
Birt stærð skv. fasteignaskrá HMS er 254,9 m2. 
Fasteignamat næsta árs (2025) er kr. 138.550.000
 
***Eignin verður eingöngu sýnd í einkaskoðun. Vinsamlega bókið skoðun hjá Jósep í síma 863-1126***
 
Neðri hæð:
Forstofa: Komið er inn í flísalagða forstofu með góðu skápaplássi. 
Sjónvarpshol: Parketlagt rúmgott sjónvarpshol með fallegum timburstiga sem liggur upp á efri hæð.
Þvottahús: Stórt og bjart með flísum á gólfi. Góð hvít innrétting á heilum vegg með tengjum fyrir þvottavél og þurrkara. Útgengt er á hellulagða stétt við hlið hússins.
Baðherbergi: Flísalagt með upphengdri hvítri innréttingu, sturtu og upphengdu salerni.
Svefnherbergi I: Rúmgott með parketi á gólfi.
Svefnherbergi II: Mjög stórt svefnherbergi með parketi á gólfi.
Bílskúr: Heitt og kalt vatn. Rafmagnsopnari á bílskúrshurð.
 
Efri hæð: 
Gengið er upp á efri hæð hússins um bjartan stigagang með stórum glugga.
Eldhús: Fín u-laga innrétting með góðu skápaplássi og borðkrók. Parket á gólfi.
Borðstofa/Stofa: Úr eldhúsi er labbað inn í rúmgóða og bjarta samliggjandi stofu/borðstofu með stórum gluggum. Parket á gólfi og útgengi á timburverönd.
Verönd: Stór fallegur garður með skjólgóðri timburverönd þar sem er heitur pottur. Veröndin snýr beint í suður.
Baðherbergi: Flísalagt með upphengdri viðar innréttingu, baðkari og upphengdu salerni.
Svefnherbergi III: Rúmgott með parketi á gólfi. Auðvelt væri að breyta í tvö herbergi sé vilji fyrir því.
Hjónaherbergi: Parketlagt með fataskápum. Aðgengi út í stóran garð, verönd með góðum skjólveggjum.
Mjög gott skápapláss er á svefnherbergisgangi.
 
Endurbætur sem hafa verið gerðar á eigninni síðustu ár:
Skipt var út gluggum í þvottahúsi og á stigaopi 2023
Innihurðir og innréttingar lakkaðar 2023
Þak málað 2022
Nýtt parket lagt 2019
Neysluvatnslagnir endurnýjaðar 2014
 
Vel staðsett fjölskylduhús með góðu útsýni. Stutt er í skóla, leikskóla, náttúruparadísina í Laugardal og helstu þjónustu.
Vantar allar gerðir eigna á skrá. Fagleg og góð þjónusta.
 
Allar nánari upplýsingar veitir Jósep Grímsson löggiltur fasteignasali í síma 863-1126 eða josep@fastgraf.is
 
DagsetningFasteignamatKaupverðStærðFermetraverðNothæfur samningur
08/04/201141.700.000 kr.55.000.000 kr.254.9 m2215.770 kr.Nei
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2024

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Hjallavegur 17
Skoða eignina Hjallavegur 17
Hjallavegur 17
104 Reykjavík
208.6 m2
Einbýlishús
714
705 þ.kr./m2
147.000.000 kr.
Skoða eignina Karfavogur 35
Bílskúr
Skoða eignina Karfavogur 35
Karfavogur 35
104 Reykjavík
229.8 m2
Einbýlishús
624
652 þ.kr./m2
149.900.000 kr.
Skoða eignina Eikjuvogur 5
Skoða eignina Eikjuvogur 5
Eikjuvogur 5
104 Reykjavík
196.4 m2
Einbýlishús
624
810 þ.kr./m2
159.000.000 kr.
Skoða eignina Smyrilshlíð 7
Bílastæði
Skoða eignina Smyrilshlíð 7
Smyrilshlíð 7
102 Reykjavík
200.8 m2
Fjölbýlishús
322
747 þ.kr./m2
149.900.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2024 - Fasteignaleitin