Fasteignaleitin
Opið hús:29. okt. kl 17:15-17:45
Skráð 25. okt. 2024
Deila eign
Deila

Bjallavað 15

FjölbýlishúsHöfuðborgarsvæðið/Reykjavík/Árbær-110
112.2 m2
4 Herb.
3 Svefnh.
1 Baðherb.
Verð
74.500.000 kr.
Fermetraverð
663.993 kr./m2
Fasteignamat
69.600.000 kr.
Brunabótamat
53.900.000 kr.
Mynd af Guðný Ösp Ragnarsdóttir
Guðný Ösp Ragnarsdóttir
Fasteignasali
Byggt 2007
Þvottahús
Garður
Útsýni
Sérinng.
Fasteignanúmer
2296503
Húsgerð
Fjölbýlishús
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
2
Hæðir í húsi
3
Hæðir í íbúð
1
Númer íbúðar
6
Vatnslagnir
upprunalegar
Raflagnir
upprunalegar
Frárennslislagnir
upprunalegar
Gluggar / Gler
upprunalegir
Þak
upprunalegt
Lóðarréttindi
Leigulóð
Svalir
já- suð-austur svalir
Upphitun
ofnar
Inngangur
Sérinngangur
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Fyrirhugaðar framkvæmdir
* Til umræðu hefur komið að mála glugga og lagfæra flísar fyrir utan húsið í sameign.
Gallar
* Nokkrar flísar efst uppi fyrir ofan baðkar hafa losnað. 
* Komið los í flísar á svölum.  
* Parket innan íbúðarinnar er farið að láta á sjá. Eðlilegt slit. 
* Gluggar í svefnherbergi mættu vera þéttari. 
 
Guðný Ösp, lgf., s. 665-8909 og Torg fasteignasala kynna fallega og vel skipulagða fjögurra herbergja íbúð með sér inngangi við Bjallavað 15 

Eignin sem um ræðir er á 2. hæð íbúð 206, skráð samtals 112,2 m2 en þar af er geymslan 9,7 m2. Gengið er upp á 2. hæð og út í enda til hægri séð út frá bílastæði fyrir framan húsið. Komið er inn í forstofu, þaðan inn í hol en til vinstri er rúmgott herbergi en til hægri er hjónaherbergi. 
Við hlið hjónaherbergis er þvottahús og baðherbergi. Eldhús, stofa og borðstofa eru í opnu og björtu rými og eitt rúmgott herbergi er staðsett nærri borðstofu. 


Nánari lýsing: 
Forstofa: flísar á gólfi og fataskápur.
Hol: parket á gólfi.
Herbergi I: parket á gólfi og fataskápur.
Hjónaherbergi: parket á gólfi, fataskápar, rúmgott herbergi.
Þvottahús: flísar á gólfi og skolvaskur.
Baðherbergi: flísar á gólfi og veggjum, baðkar.
Eldhús: parket á gólfi, veggföst eyja, gott skápapláss.
Stofa- og borðstofa: parket á gólfi, bjart og opið rými, frá stofu er gengið út á svalir sem snúa í suð-austur.
Herbergi II: parket á gólfi og fataskápur.
Geymsla: sér geymsla skráð 9,7 m2 staðsett í sameign á jarð hæð.  

Sameiginleg vagna- og hjólageymsla í sameign á jarðhæð, næg bílastæði fyrir utan húsið og fjórar rafhleðslustöðvar á sameiginlegu bílaplani Bjallavaðs 13, 15 og 17. Eignin er staðsett á góðum stað í Norðlingaholti, spölkorn frá þjónustukjarna, Bónus og apótek svo eitthvað sé nefnt og þá er Norðlingaskóli í göngufæri.  

Að sögn eiganda hafa eftirfarandi framkvæmdir átt sér stað innan eignarinnar: 
Árið 2023 var eldhús og stofa málað. 
Árið 2022 var loft í baðherbergi málað, settur upp spegill með lýsingu og nýtt sturtugler. 
Árið 2022 var epoxý sprautað inn á milli glugga sem snúa í austur, gluggar pússaðir og málaðir eftir það. 

Nánari upplýsingar veitir: Guðný Ösp Ragnarsdóttir, lgf. s. 665-8909 eða gudny@fstorg.is 

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupa á fasteign:  Stimpilgjald af kaupsamningi: 0.8% af fasteignamati eignar fyrir einstaklinga en 1.6% fyrir lögaðila en 0.4% ef um fyrstu íbúðarkaup er að ræða.
Þinglýsingargjald: kaupsamningi, skuldabréfi, veðleyfi, afsali o.s.frv. er kr. 2.700 af hverju skjali.  Umsýslugjald fasteignasölu, samkvæmt gjaldskrá. 
Skoðunarskylda kaupanda: Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum.  Fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og  ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.  Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags.  Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.  Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

 
DagsetningFasteignamatKaupverðStærðFermetraverðNothæfur samningur
24/07/201426.000.000 kr.14.598.000 kr.112.2 m2130.106 kr.Nei
21/06/200723.230.000 kr.26.600.000 kr.112.2 m2237.076 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2024

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Hraunbær 120
Skoða eignina Hraunbær 120
Hraunbær 120
110 Reykjavík
117 m2
Fjölbýlishús
514
632 þ.kr./m2
73.900.000 kr.
Skoða eignina Bæjarháls 100
Opið hús:28. okt. kl 17:30-18:00
Skoða eignina Bæjarháls 100
Bæjarháls 100
110 Reykjavík
97.7 m2
Fjölbýlishús
312
746 þ.kr./m2
72.900.000 kr.
Skoða eignina Selvað 3
Bílastæði
Skoða eignina Selvað 3
Selvað 3
110 Reykjavík
106 m2
Fjölbýlishús
413
707 þ.kr./m2
74.900.000 kr.
Skoða eignina Naustabryggja 4
3D Sýn
Bílastæði
Skoða eignina Naustabryggja 4
Naustabryggja 4
110 Reykjavík
100.3 m2
Fjölbýlishús
312
737 þ.kr./m2
73.900.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2024 - Fasteignaleitin