Fasteignaleitin
Skráð 28. mars 2025
Deila eign
Deila

Keilufell 8

EinbýlishúsHöfuðborgarsvæðið/Reykjavík/Breiðholt-111
253.4 m2
9 Herb.
6 Svefnh.
2 Baðherb.
Verð
129.900.000 kr.
Fermetraverð
512.628 kr./m2
Fasteignamat
114.000.000 kr.
Brunabótamat
94.280.000 kr.
Mynd af Kristján Gíslason
Kristján Gíslason
Löggiltur fasteigna- og skipasali
Byggt 1973
Þvottahús
Garður
Sérinng.
Fasteignanúmer
2051579
Húsgerð
Einbýlishús
Byggingarefni
Timbur
Númer hæðar
1
Hæðir í húsi
3
Hæðir í íbúð
3
Númer íbúðar
1
Vatnslagnir
Upprunalegar
Raflagnir
Upprunalegar að mestu
Frárennslislagnir
Upprunalegar
Gluggar / Gler
Tvöfalt gler
Þak
Ekki vitað
Lóðarréttindi
Leigulóð
Svalir
Suður svalir
Lóð
100
Upphitun
Hitaveita
Inngangur
Sérinngangur
Byggingarstig
7 - Fullgerð bygging
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Gimli fasteignasala kynnir: Fallegt 2ja hæða timbur einbýlishús, sem stendur á steyptum kjallara, samtals þrjár hæðir. Mjög falleg 3ja herb. aukaíbúð er í kjallaranum. Samtals eru 6 svefnherbergi í öllu húsinu. Húsið er samtals 253,4 fm, að meðtöldum 28,8 fm bílskúr, og stendur á 831 fm lóð. Að auki er stórt geymsluloft yfir risi. 
Um er að ræða einbýlishús þar sem búið er að útbúa fallega 77 fm íbúð í kjallara, með sér tveimur svefnherbergjum, gólfsíðum gluggum í stofu og sérinngangi. Á aðalhæð hússins eru tvær stofur, svefnherbergi, eldhús, baðherbergi með sturtuklefa, þvottahús og geymsla. Í risi er baðherbergi, hol og þrjú svefnherbegi. 
Frábær staðsetning í rólegu og fjölskylduvænu hverfi með fallegu útsýni yfir Elliðaárdalinn og Bláfjöllin. 
Smellið hér til þess að sjá myndband af eigninni

BÓKIÐ SKOÐUN og fáið nánari upplýsingar hjá Kristján Gíslason, Löggiltur fasteigna- og skipasali, í síma 691-4252 eða fyrirspurn með tölvupósti til kristjan@gimli.is

NÁNARI LÝSING:
Miðhæð; Aðalinngangur er á framhlið hússins og komið er inn í anddyri með flísum á gólfi og fatahengi. Úr anddyri er gengt til vinstri inn í baðherbergi með sturtuklefa, opnanlegum glugga og þar er dúkur á gólfi. Þegar komið er inn er rúmgott svefnherbergi á hægri hönd en þvottahús á vinstri hönd. Eldhúsið var endurnýjað 2019 og er vel útbúið með stílhreinni innréttingu frá Kvik, quarts eyju og spanhelluborði. Eldhúsið myndar fallegt opið rými með borðstofu og stofu. Úr stofu er gengt út á svalir, með útsýni yfir gróinn garðinn, sem stendur við Elliðaárdalinn. Teppalagður stigi er uppá rishæðina en stiganum niður í kjallara hafur verið lokað niðri og er stigahúsið nýtt sem geymsla í dag. Fallegt harðparket, endurnýjað 2019, er á allri miðhæðinni nema á þvottahúsi og baðherbergi, sem eru með dúk á gólfi. Miðhæðin er skráð 77,8 fm.
Rishæð; Gengið er upp teppalagðan stiga frá miðhæðinni. Uppi er hol, hjónaherbergi, með stórum fataskáp, endurnýjaður 2018 og tvö barnaherbergi. Öll herbergin eru með góðum gluggum. Á rishæðinni er einnig rúmgott baðherbergi með baðkari. Fallegt harðparket, endurnýjað 2018, er á öllum gólfum nema á baðherbergi, en á því er dúkur. Rishæðin er skráð 69 fm, en hún er að hluta undir súð og er gólfflötur hennar því stærri.
Risloft; Er rúmgott og liggur yfir allri rishæðinni. Þar er rafmagn en ekki er einangrun í þakinu. 
Aukaíbúð í kjallara; Gengið er niður tröppur frá bílaplani meðfram húsinu og er sérinngangur í íbúðina á norð/austur hlið hússins. Íbúðin er nýlega endurnýjuð að miklu leiti og smekklega innréttuð. Í henni eru tvö svefnherbergi, anddyri með fatahengi og þvottahús, en þar inni er sturturými. Þá er einnig lítið salerni með vaska innréttingu. Stofa og eldhús mynda eina fallega heild. Þar eru gólfsíðir gluggar og svalahurð, þar sem gengt er út á trépall og út í garðinn. Nýlegt harðparket á gólfum en flísar í anddyri og salerni. Kjallarinn er skráður 77,8 fm og er í útleigu.
Bílskúrinn; Hann er 28,8fm og stendur fyrir framan húsið. Hann er með rafmagni og er í dag tvískiptur. Skúrinn þarfnast viðhalds en að sögn eiganda eru fordæmi fyrir því í götunni að leyfi hafi fengist fyrir því að stækka bílskúra umtalsvert og jafnvel innrétta þar íbúðir.
Lóðin; Hún er 831fm, falleg og gróin.

Húsið býður upp á mikla möguleika og m.a. hafa verið veitt leyfi til að byggja bíslag við aðalinngang og stóran kvist á þak, á svipuðum húsum í götunni.
Innra skipulagi hússins hefur verið breytt frá upphaflegum teikningum og hafa m.a. eldhús og votrými verið færð til og stiga niður í kjallara lokað. Ekki eru til samþykktar teikningar af þessum breytingum.
Þrátt fyrir viðhald gegnum árin er ýmislegt sem þarf að lagfæra. M.a. þarf að skipta um gler í nokkrum gluggum, laga svalahandrið, mála þakið og taka bílskúrinn í gegn. Væntanlegir kaupendur eru því hvattir til að skoða húsið vel.
Frábærlega staðsett hús, sem býður uppá mikla möguleika, steinsnar frá frábærum gönguleiðum og mörgum útivistarperlum Reykjavíkur.

Nánari upplýsingar veitir: Kristján Gíslason löggiltur fasteigna- og skipasali, í síma 691-4252, tölvupóstur kristjan@gimli.is

Gimli fasteignasala hefur stundað fasteignaviðskipti með farsælum hætti á fimmta áratug og er ein af elstu starfandi fasteignasölum landsins, stofnuð árið 1982. Leiðarljós Gimli er heiðarleiki, traust og góð þjónusta. Gimli, gerir betur...
Gimli er staðsett á 2. hæð á Grensásvegi 13, 108 Reykjavík og á 2. hæð á Eyravegi 29, Selfoss.
Opnunartími frá kl. 10 -16 alla vikra daga, sími: 570 4800, tölvupóstur: gimli@gimli.is
Heimasíða Gimli fasteignasölu

Gimli á Facebook

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu kaupenda: 
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Gimli fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand eigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun ef þörf er á. 
Forsendur söluyfirlits: 
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. 
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.Þinglýsingargjald hvers skjals er kr. 2.500,- .Lántökugjald lánastofnunar skv. gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamati, þegar það er lagt á. 
DagsetningFasteignamatKaupverðStærðFermetraverðNothæfur samningur
25/06/201861.000.000 kr.65.900.000 kr.253.4 m2260.063 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025
Byggt 1973
28.8 m2
Fasteignanúmer
2051579
Byggingarefni
Timbur
Númer hæðar
01
Númer eignar
01
Húsmat
0 kr.
Lóðarmat
0 kr.
Fasteignamat samtals
0 kr.
Brunabótamat
7.980.000 kr.
Matsstig
7 - Fullgerð bygging

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Vesturberg 111
Bílskúr
Skoða eignina Vesturberg 111
Vesturberg 111
111 Reykjavík
214 m2
Einbýlishús
71
583 þ.kr./m2
124.800.000 kr.
Skoða eignina Keilufell 10
3D Sýn
Skoða eignina Keilufell 10
Keilufell 10
111 Reykjavík
253.4 m2
Fjölbýlishús
534
473 þ.kr./m2
119.900.000 kr.
Skoða eignina Miklabraut 22
Bílskúr
Skoða eignina Miklabraut 22
Miklabraut 22
105 Reykjavík
194.2 m2
Raðhús
824
669 þ.kr./m2
129.900.000 kr.
Skoða eignina Víkurbakki 12
Sýnum samdægus
Skoða eignina Víkurbakki 12
Víkurbakki 12
109 Reykjavík
257.2 m2
Raðhús
1125
505 þ.kr./m2
129.900.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2025 - Fasteignaleitin