Fasteignaleitin
Skráð 18. nóv. 2024
Deila eign
Deila

Víkurbakki 12

RaðhúsHöfuðborgarsvæðið/Reykjavík/Breiðholt-109
257.2 m2
8 Herb.
5 Svefnh.
2 Baðherb.
Verð
134.900.000 kr.
Fermetraverð
524.495 kr./m2
Fasteignamat
107.300.000 kr.
Brunabótamat
102.500.000 kr.
Bjarklind Þór
Löggiltur fasteignasali
Byggt 1969
Þvottahús
Garður
Útsýni
Sérinng.
Fasteignanúmer
2046890
Húsgerð
Raðhús
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
1
Hæðir í húsi
3
Hæðir í íbúð
3
Númer íbúðar
1
Vatnslagnir
Ástand ekki vitað
Raflagnir
Búið að skipta um rafmagnsleiðslur í kjallara
Gluggar / Gler
Búið að skipta um rúður á efri hæð
Þak
Sagt í lagi, huga þarf að rennum
Svalir
Búið að byggja yfir svalir og einangra að hluta
Upphitun
Hitaveita
Inngangur
Sérinngangur
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Fyrirhugaðar framkvæmdir
Engar fyrirhugaðar framkvæmdir. Það er ekki húsfélag né hússjóður í raðhúsalengjunni.
Gallar
Að sögn seljanda:
Móða í gleri í einni rúðu í stofunni og móða í nokkrum rúðum á efri hæð. Það þyrfti að skipta um þéttilista á glugga í forstofuherbergi það hefur gerst að leki inn í verstu rigningaveðrum (ekkert samt nýlega). Parket er orðið lélegt í stofunni. Þarf aö skipta um ofn í miðherberginu á efri hæð og vantar rofa/krana á eitt herbergið. Þá er rými uppi (byggt yfir svalir) sem er einangrað að hluta og óupphitað.
Flugeldi fór í klæðningu að framan og skaðaði klæðningu lítillega en fór ekki í gegnum klæðningu.
Bílskúrshurðin og ruslakompuhurðin eru orðnar lélegar.
Sjá nánar í ástandsyfirlýsingu seljenda.
Borgir  fasteignasala kynnir eignina Víkurbakki 12, 109 Reykjavík, nánar tiltekið eign merkt 01-01, fastanúmer 204-6890 ásamt öllu því sem eigninni fylgir, þar með talið tilheyrandi lóðar og sameignarréttindi.

Eignin Víkurbakki 12 er skráð sem hér segir hjá FMR: Eign nr. 204-6890, birt stærð 257.2 fm.
Um er að ræða raðhús á þremur hæðum þ.e. tvær hæðir og kjallari auk innbyggðs bílskúrs.Húsið er klætt með steniklæðningu að utan.
Bílskúr er um 20-22 fm er notaður sem geymsla nú og óinnréttað rými sem er 31 fm á efri hæð en væri hægt að breyta í íbúðaraðstöðu. Hús sem býður upp á mikla möguleika.

Nánari upplýsingar:
Fasteignasalan Borgir, s. 5882030, borgir@borgir.is 
Bjarklind Þór s. 6905123, bjarklind@borgir.is 

Nánari lýsing eignar:
Neðri hæð: Forstofa, forstofuherbergi, stofa, eldhús, gestasalerni og þar er útgengt í garð með palli.
Forstofa: Komið er inn í forstofu þar sem nýlega er búið að skipta um efni í lofti. Inn af forstofu er rúmgott herbergi og þaðan er hringstigi niður í herbergi í kjallara.
Gangur/Hol: Lítið hol og þar er fallegt nýlega endurnýjað gestasalerni.
Stofa: Rúmgóð stofa um 40 fm, nokkrar tröppur eru niður í stofuna. Búið er að loka fyrir gat vegna arins en eftir stendur burðarbiti og því hægt að koma nýjum arin fyrir.  Gengið er út í skjólgóðan garð frá stofu og þar er pallur, garðhýsi með nýlegum gluggum og litlum geymsluskúr. 
Eldhús: Góð eldhúsinnrétting og opið er milli eldhúss og stofu. Uppþvottavél í vinnuhæð og mustang flísar eru á gólfi. Útgengt er í garðhýsi úr eldhúsi. Hurð úr eldhúsi og stigi sem liggur annars vegar niður í kjallara og hins vegar upp í bílskúr.
2023 var skipt um alla ofna í kjallara, eldhúsi, stofu, forstofu og forstofuherbergi. 

Efri hæð: Baðherbergi og 4 svefnherbergi parketlögð.
Baðherbergi : er flísalagt, með eldri innréttingu og baðkari.
Hjónaherbergi: Er rúmgott eða um 16 fm. Hurð er á herberginu út á stórar yfirbyggðar svalir sem tengja mætti bílskúrnum og eða gera tvö herbergi úr plássinu.
Herbergi: Tvö herbergi sem snúa í vestur eru rúmgóð eða um 10 fm með innbyggðum skápum og á milli þeirra lítið herbergi sem mætti líka nota sem fataherbergi. Úr öðru herberginu er útgengt út á 12 fm vestursvalir með góðu útsýni. 
2021 var skipt um allt gler í gluggum á efri hæð svalarmegin.

Kjallari: Stigi liggur úr eldhúsi niður í kjallara. Þar er kyndiklefi, þvottahús, lítil eldhúsinnrétting í 11 fm rými. Lítið baðherbergi með salerni og vaski og síðan sér rými með sturtu. Þar er einnig 2-3 manna sauna sem virkar vel. Tekið í gegn fyrir ca 5 árum. Þá er rými sem nýta mætti sem æfingaherbergi/geymslu og er um 11 fm. Stigar eru í báða enda kjallara upp á hæðina. Nýtt ofnakerfi er í kjallara og búið að skipta um rafmagnsleiðslur. Kjallarinn er um 38 fm að stærð,

Umhverfi: Stutt er að fara í Elliðaárdalinn og njóta fallegrar náttúru. Þá er stutt í skóla, leikskóla, verslanir, heilsugæslu og ýmsa aðra þjónustu s.s. strætisvagna og kvikmyndahús.

 
Engin gögn fundust fyrir þessa eign

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Bakkasel 17
Bílskúr
Skoða eignina Bakkasel 17
Bakkasel 17
109 Reykjavík
262.2 m2
Raðhús
725
507 þ.kr./m2
132.900.000 kr.
Skoða eignina Núpabakki 19
Skoða eignina Núpabakki 19
Núpabakki 19
109 Reykjavík
216.5 m2
Raðhús
615
600 þ.kr./m2
129.900.000 kr.
Skoða eignina Fremristekkur (aukaíbúð) 12
Fremristekkur (aukaíbúð) 12
109 Reykjavík
202.4 m2
Einbýlishús
97
691 þ.kr./m2
139.800.000 kr.
Skoða eignina Hjálmholt 2
Bílskúr
Skoða eignina Hjálmholt 2
Hjálmholt 2
105 Reykjavík
201.1 m2
Fjölbýlishús
413
656 þ.kr./m2
132.000.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2024 - Fasteignaleitin