Borgir fasteignasala kynnir eignina Víkurbakki 12, 109 Reykjavík, nánar tiltekið eign merkt 01-01, fastanúmer
204-6890 ásamt öllu því sem eigninni fylgir, þar með talið tilheyrandi lóðar og sameignarréttindi.
Eignin Víkurbakki 12 er skráð sem hér segir hjá FMR: Eign nr.
204-6890, birt stærð 257.2 fm.
Um er að ræða raðhús á þremur hæðum þ.e. tvær hæðir og kjallari auk innbyggðs bílskúrs.Húsið er klætt með steniklæðningu að utan.
Bílskúr er um 20-22 fm er notaður sem geymsla nú og óinnréttað rými sem er 31 fm á efri hæð en væri hægt að breyta í íbúðaraðstöðu. Hús sem býður upp á mikla möguleika.
Nánari upplýsingar:Fasteignasalan Borgir, s. 5882030, borgir@borgir.is
Bjarklind Þór s. 6905123, bjarklind@borgir.is
Nánari lýsing eignar:Neðri hæð: Forstofa, forstofuherbergi, stofa, eldhús, gestasalerni og þar er útgengt í garð með palli.
Forstofa: Komið er inn í forstofu þar sem nýlega er búið að skipta um efni í lofti. Inn af forstofu er rúmgott herbergi og þaðan er hringstigi niður í herbergi í kjallara.
Gangur/Hol: Lítið hol og þar er fallegt nýlega endurnýjað gestasalerni.
Stofa: Rúmgóð stofa um 40 fm, nokkrar tröppur eru niður í stofuna. Búið er að loka fyrir gat vegna arins en eftir stendur burðarbiti og því hægt að koma nýjum arin fyrir. Gengið er út í skjólgóðan garð frá stofu og þar er pallur, garðhýsi með nýlegum gluggum og litlum geymsluskúr.
Eldhús: Góð eldhúsinnrétting og opið er milli eldhúss og stofu. Uppþvottavél í vinnuhæð og mustang flísar eru á gólfi. Útgengt er í garðhýsi úr eldhúsi. Hurð úr eldhúsi og stigi sem liggur annars vegar niður í kjallara og hins vegar upp í bílskúr.
2023 var skipt um alla ofna í kjallara, eldhúsi, stofu, forstofu og forstofuherbergi.
Efri hæð: Baðherbergi og 4 svefnherbergi parketlögð.
Baðherbergi : er flísalagt, með eldri innréttingu og baðkari.
Hjónaherbergi: Er rúmgott eða um 16 fm. Hurð er á herberginu út á stórar yfirbyggðar svalir sem tengja mætti bílskúrnum og eða gera tvö herbergi úr plássinu.
Herbergi: Tvö herbergi sem snúa í vestur eru rúmgóð eða um 10 fm með innbyggðum skápum og á milli þeirra lítið herbergi sem mætti líka nota sem fataherbergi. Úr öðru herberginu er útgengt út á 12 fm vestursvalir með góðu útsýni.
2021 var skipt um allt gler í gluggum á efri hæð svalarmegin.
Kjallari: Stigi liggur úr eldhúsi niður í kjallara. Þar er kyndiklefi, þvottahús, lítil eldhúsinnrétting í 11 fm rými. Lítið baðherbergi með salerni og vaski og síðan sér rými með sturtu. Þar er einnig 2-3 manna sauna sem virkar vel. Tekið í gegn fyrir ca 5 árum. Þá er rými sem nýta mætti sem æfingaherbergi/geymslu og er um 11 fm. Stigar eru í báða enda kjallara upp á hæðina. Nýtt ofnakerfi er í kjallara og búið að skipta um rafmagnsleiðslur. Kjallarinn er um 38 fm að stærð,
Umhverfi: Stutt er að fara í Elliðaárdalinn og njóta fallegrar náttúru. Þá er stutt í skóla, leikskóla, verslanir, heilsugæslu og ýmsa aðra þjónustu s.s. strætisvagna og kvikmyndahús.