Fasteignaleitin
Skráð 29. okt. 2025
Deila eign
Deila

Vogatunga 5

Nýbygging • EinbýlishúsHöfuðborgarsvæðið/Mosfellsbær-270
316.5 m2
7 Herb.
5 Svefnh.
2 Baðherb.
Verð
218.000.000 kr.
Fermetraverð
688.784 kr./m2
Fasteignamat
153.450.000 kr.
Brunabótamat
168.800.000 kr.
Mynd af Svanþór Einarsson
Svanþór Einarsson
Byggt 2020
Þvottahús
Garður
Bílskúr
Sérinng.
Fasteignanúmer
2316746
Húsgerð
Einbýlishús
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
1
Hæðir í húsi
1
Hæðir í íbúð
1
Númer íbúðar
1
Vatnslagnir
Síðan húsið var byggt
Raflagnir
Síðan húsið var byggt
Frárennslislagnir
Síðan húsið var byggt
Gluggar / Gler
Tvöfalt gler
Þak
Upphaflegt
Lóðarréttindi
Leigulóð
Svalir
Engar svalir
Lóð
100
Upphitun
Sérhiti
Inngangur
Sérinngangur
Byggingarstig
4 - Fokheld bygging
Matsstig
8 - Í notkun
Kvöð / kvaðir
Stofnskjal lóðar sjá skjal nr. 411-S-009631/2007
Lóðarleigusamningur sjá skjal nr. 411-R-007593/2007 - 838,7 fm leigulóð til 75 ára frá 25.07.2007.  Um kvaðir sjá nánar í skjalinu.
Kvöð sjá skjal nr. 411-S-010583/2006 - Almennir sölu- og byggingarskilmálar vegna lóða í Leirvogstungulandi. Um sölu og veðsetningu byggingaréttar, um byggingaskilmála, gatnagerð, undirbúning framkvæmda, frágang og notkun lóða, lagnir o.fl. sjá skjalið sjálft.
Samkvæmt teikningu er skyggni yfir útidyrahurð og yfir svalahurð, Seljandi setur ekki upp skyggnin.
Eignin er skráð á byggingarstig B3 ( Tilbúin til innréttinga) og matsstig 8 ( Tekið í notkun í byggingu)
Seljandi lætur gera lokaúttekt fyrir kaupsamning.
Birt stærð eignarinnar er 316,5 m2, þar af einbýlishús 265,9 m2 og bílskúr 50,6 m2. En rétt skráning er að einbýlishúsið er ca 277,5 m2 og bílskúrinn er ca 39 m2.
Skráningu eignarinn hjá Þjóðskrá Íslands ber ekki saman við stimplaða skráningartöflu. Verið er að laga skráningu hjá Þjóðskrá Íslands. 

 
** Hafðu samband og bókaðu tíma fyrir skoðun - Svanþór Einarsson, löggiltur fasteignasali - svanthor@fastmos.is eða 698-8555 - Theodór Emil Karlsson, löggiltur fasteignasali - teddi@fastmos.is eða 690-8040 - Steingrímur Benediktsson, löggiltur fasteignasali - steingrimur@fastmos.is eða 862-9416 **

Fasteignasala Mosfellsbæjar kynnir: Fallegt og vel skipulagt 316,5 m2 einbýlishús á einni hæð með mikilli lofthæð og innbyggðum bílskúr við Vogatungu 5 í Mosfellsbæ. Eignin skiptist í fimm svefnherbergi, tvö baðherbergi, þvottahús, geymslu, forstofu, sjónvarpshol, eldhús, stofu, borðstofu og bílskúr. Lóðin afgirt að mesu leiti og grófjöfnuð.  Seljandi skoðar ýmis eignaskipti, td á íbúðarhúsnæði, atvinnuhúsnæði eða lóð.
Eignin er staðsett í nýlegu fjölskylduvænu hverfi í Mosfellsbæ. Stutt í gönguleiðir og íþrótta- og útivistarsvæði. Íþróttamiðstöðin að Varmá, Varmárskóli og miðbær Mosfellsbæjar aðeins í nokkra mínútna akstursfjarlægð. 

Smelltu hér til að fá söluyfirlit sent


Nánari lýsing:
Forstofa er flísalögð með góðum fataskápum. 
Eldhús, stofa og borðstofa mynda rúmgott og bjart alrými með parket á gólfi. Í eldhúsi er falleg hvít L-laga innrétting, stór eyja með rafmagni, ofn í vinnuhæð auk þess er gert ráð fyrir ísskáp og uppþvottavél í innréttingu. Úr stofu er útgengt á lóð til suðurs.
Sjónvarpshol með parket á gólfi er í miðju hússins.
Svefnherbergi nr. 1 (hjónaherbergi) er rúmgott með parket á gólfi. Inn af hjónaherbergi er fataherbergi (breyting frá teikningu, fataherbergi var stækkað).
Svefnherbergi nr. 2 er rúmgott með parket á gólfi.
Svefnherbergi nr. 3 er rúmgott með parket á gólfi.
Svefnherbergi nr. 4 er rúmgott með parket á gólfi.
Svefnherbergi nr. 5 er inn af forstofu/gangi og er með parket á gólfi.
Baðherbergi nr. 1 er rúmgott, flísalagt í hólf og gólf með fallegri innréttingu, baðkari, sturtu, upphengdu salerni og tveimur handlaugum.
Baðherbergi nr. 2 er flísalagt í hólf og gólf með góðri innréttingu, upphengdu salerni, handlaug og sturtu.
Þvottahús er með flísum á gólfi, handlaug og góðri innréttingu. Gert er ráð fyrir þvottavél og þurrkara í vinnuhæð. Inn af þvottahúsi er geymsla. (Breyting frá teikningu, sameiginlegt fataherbergi er fyrir barnaherbergi inn af þvottahúsi).
Bílskúr er frágenginn með epoxy á gólfi. 
Unnið er að lokafrágangi innanhúss í eigninni.
Húsið er byggt úr forsteyptum einingum. Þak er varið með PVC dúk og malarfargi. Þakrennur, niðurföll og þakkantur frágengin. Á lóðinni er gert ráð fyrir tveimur bílastæðum og sorpskýli fyrir þrjú sorpílát. Gluggar úr áli/tré með tvöföldu gleri. Inngangshurðar/svalahurðar úr tré og hvít bílskúrshurð. Innréttingar og skápar smíðaðar af Tréinn ehf.

Fyrirhugað fasteignamat fyrir árið 2026 er 167.800.000 kr.

Verð kr. 218.000.000



 
DagsetningFasteignamatKaupverðStærðFermetraverðNothæfur samningur
02/02/201812.450.000 kr.15.900.000 kr.316.5 m250.236 kr.Nei
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025
Byggt 2020
50.6 m2
Fasteignanúmer
2316746
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
01
Númer eignar
02
Húsmat
0 kr.
Lóðarmat
0 kr.
Fasteignamat samtals
0 kr.
Brunabótamat
17.800.000 kr.
Matsstig
8 - Í notkun
GötuheitiPóstnr.m2Verð
270
312.4
234,9
270
300
200

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Hlíðarás 1A
Skoða eignina Hlíðarás 1A
Hlíðarás 1A
270 Mosfellsbær
312.4 m2
Einbýlishús
1146
752 þ.kr./m2
234.900.000 kr.
Skoða eignina Reykjahvoll 22
Bílskúr
Skoða eignina Reykjahvoll 22
Reykjahvoll 22
270 Mosfellsbær
300 m2
Einbýlishús
734
667 þ.kr./m2
200.000.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2025 - Fasteignaleitin