** Hafðu samband og bókaðu tíma fyrir skoðun - Svanþór Einarsson, löggiltur fasteignasali - svanthor@fastmos.is eða 698-8555 - Theodór Emil Karlsson, löggiltur fasteignasali - teddi@fastmos.is eða 690-8040 - Steingrímur Benediktsson, löggiltur fasteignasali - steingrimur@fastmos.is eða 862-9416 **Fasteignasala Mosfellsbæjar kynnir: Fallegt og vel skipulagt 316,5 m2 einbýlishús á einni hæð með mikilli lofthæð og innbyggðum bílskúr við Vogatungu 5 í Mosfellsbæ. Eignin skiptist í fimm svefnherbergi, tvö baðherbergi, þvottahús, geymslu, forstofu, sjónvarpshol, eldhús, stofu, borðstofu og bílskúr. Lóðin afgirt að mesu leiti og grófjöfnuð. Seljandi skoðar ýmis eignaskipti, td á íbúðarhúsnæði, atvinnuhúsnæði eða lóð.
Eignin er staðsett í nýlegu fjölskylduvænu hverfi í Mosfellsbæ. Stutt í gönguleiðir og íþrótta- og útivistarsvæði. Íþróttamiðstöðin að Varmá, Varmárskóli og miðbær Mosfellsbæjar aðeins í nokkra mínútna akstursfjarlægð.
Smelltu hér til að fá söluyfirlit sentNánari lýsing:Forstofa er flísalögð með góðum fataskápum.
Eldhús, stofa og borðstofa mynda rúmgott og bjart alrými með parket á gólfi. Í eldhúsi er falleg hvít L-laga innrétting, stór eyja með rafmagni, ofn í vinnuhæð auk þess er gert ráð fyrir ísskáp og uppþvottavél í innréttingu. Úr stofu er útgengt á lóð til suðurs.
Sjónvarpshol með parket á gólfi er í miðju hússins.
Svefnherbergi nr. 1 (hjónaherbergi) er rúmgott með parket á gólfi. Inn af hjónaherbergi er fataherbergi (breyting frá teikningu, fataherbergi var stækkað).
Svefnherbergi nr. 2 er rúmgott með parket á gólfi.
Svefnherbergi nr. 3 er rúmgott með parket á gólfi.
Svefnherbergi nr. 4 er rúmgott með parket á gólfi.
Svefnherbergi nr. 5 er inn af forstofu/gangi og er með parket á gólfi.
Baðherbergi nr. 1 er rúmgott, flísalagt í hólf og gólf með fallegri innréttingu, baðkari, sturtu, upphengdu salerni og tveimur handlaugum.
Baðherbergi nr. 2 er flísalagt í hólf og gólf með góðri innréttingu, upphengdu salerni, handlaug og sturtu.
Þvottahús er með flísum á gólfi, handlaug og góðri innréttingu. Gert er ráð fyrir þvottavél og þurrkara í vinnuhæð. Inn af þvottahúsi er geymsla. (Breyting frá teikningu, sameiginlegt fataherbergi er fyrir barnaherbergi inn af þvottahúsi).
Bílskúr er frágenginn með epoxy á gólfi.
Unnið er að lokafrágangi innanhúss í eigninni.
Húsið er byggt úr forsteyptum einingum. Þak er varið með PVC dúk og malarfargi. Þakrennur, niðurföll og þakkantur frágengin. Á lóðinni er gert ráð fyrir tveimur bílastæðum og sorpskýli fyrir þrjú sorpílát. Gluggar úr áli/tré með tvöföldu gleri. Inngangshurðar/svalahurðar úr tré og hvít bílskúrshurð. Innréttingar og skápar smíðaðar af Tréinn ehf.
Fyrirhugað fasteignamat fyrir árið 2026 er 167.800.000 kr.
Verð kr. 218.000.000