Fasteignasalan TORG kynnir: Bókaðu skoðun.
Glæsilegt 2ja hæða hús á útsýnislóð. Aðal íbúðareiningin er á tveimur hæðum en auk þess eru þrjár sjálfstæðar minni íbúðareiningar allar með sérinngangi, ein á efri hæð og tvær á neðri hæð hússins.Skipulag aðalíbúðar: Gengið er inn á efri hæð sem skiptist í anddyri, gestasnyrting, hol, 2 herbergi, stóra stofa / borðstofu, eldhús og búr. Neðri hæð - Hol, 2 herbergi, vel innréttað fataherbergi og baðherbergi.
Minni íbúðareiningarnar eru 2x 2ja herbergja íbúðir, og 1x studioíbúð.Mjög falleg eign með góðum leigueiningum.Allar nánari upplýsingar veitir Þóra Þrastardóttir Löggiltur fasteignasali í síma: 822-2225 eða á thora@fstorg.Sækja söluyfirlit hérNánari lýsing: Efri hæð: Forstofa með stórum fataskáp, flísar á gólfi.
Gestasnyrting, flísalögð í hólf og gólf, vegghengt salerni og vaskur í innréttingu.
Eldhús er rúmgott með vandaðri innréttingu og góðu skápaplássi, útsýnisgluggum og nýlegum tækjum, parket á gólfi. Innaf eldhúsi er innréttað
búr og þvottaaðstaða. Eldhúsið tengist stofu/borðstofu í opnu rými.
Stofa og borðstofa er stór og björt með einstöku útsýni, parket á gólfi.
Herbergi eru 2 á hæðinni annað með flísum á gólfi og hitt lagt parketi parketi.
Steyptur teppalagður bogastigi liggur niður á neðri hæð. Neðri hæð: Rúmgott hol og flísalagður gangur tengja vistarverur neðri hæðar.
2 rúmgóð svefnherbergi með parekti á gólfi.
Fataherbergi stórt og vel innréttað með parketi á gólfi.
Baðherbergi flísalagt í hólf og gólf, vönduð innrétting með tvöföldum steinvaski, flísalögð sturta með glervegg og baðkar.
Þrjár sjáfstæðar íbúðareiningar eru í húsinu allar með sérinngang, íbúðirnar eru vel búnar innréttingum og með flísalögð baðherbergi.Geymsla er með góðum hillum og aukinni lofthæð.
Húsið lítur vel út að utan og lóð gróin, heitur pottur er á verönd.Allar nánari upplýsingar veitir Þóra Þrastardóttir Löggiltur fasteignasali í síma : 822-2225 eða á thora@fstorg.isGjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af fasteignamati (eða 0,4% við fyrstu-kaup kaupanda) eða 1.6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingagjald af hverju skjali kr. 2.700,-
3. Lántökugjald lánastofnunar - mismunandi eftir lánastofnunum.
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu kr. 74.900,- með vsk.