Ásastígur 4a, FlúðumUm er að ræða 112,1 fm parhús. Húsið er timburhús byggt árið 1991. Það er klætt að utan með standandi timburklæðningu og garðastál er á þaki. Að innan skiptist íbúðin í forstofu, þrjú svefnherbergi, hol, eldhús, stofu, baðherbergi og þvottahús. Lóðin er gróin 1.125,0 m2 leigulóð frá Hrunamannahreppi sameiginleg með íbúð við hliðina. Verönd er á baklóð hússins. Möl er í innkeyrslu.
Smelltu hér til að sjá grunnmyndNánari lýsing: Forstofa: Flísar á gólfi.
Þvottahús og geymsla: Rýmin eru opin í eitt og þar er tengi fyrir þvottavél og borðplata með vask.
Eldhús: Þar er innrétting og harðparket er á gólfi
Stofa: Harðparket og útgengt á verönd
Hol: Harðparket
Herbergi: Harðparket, skàpur
Hjónaherbergi: Harðparket
Herbergi: Harðparket, skápur
Baðherbergi: Flísalagt, salerni, innrétting með vask, sturtuklefi.