Kasa fasteignir 461-2010.
Glæsilegt og vel skipulagt 7 herbergja 229,2 fm fjölskylduhús á frábærum stað á neðribrekkunni. Auðvelt er að gera leigueiningu með sér inngangi á jarðhæð. Stutt er í alla helstu þjónustu og afþreyingu sem bærinn hefur upp á að bjóða.
Húsið hefur fengið mjög gott viðhald að innan sem og utan.
Komið er inn í forstofu á miðhæð, inn af henni er stofa og eldhús saman í rúmgóðu alrými, þar er hurð út á suðursvalir. Gengið er upp á efripall af miðhæð, en þar er hjónaherbergi, baðherbergi og tvö barnaherbergi. Gengið er niður í aðra forstofu af miðhæð, inn af henni er rúmgóð geymsla/skúr og þvottahús, samtals er rýmið um 50 fm. Úr sömu forstofu er gengið á neðrihæð hússins, þar eru í dag þrjú herbergi, baðherbergi og sjónvarpshol. Sér inngangur er í rýmið og því mjög auðvelt að gera það að útleigu einingu en allar lagnir fyrir eldhús eru til staðar í einu herberginu.
Miðhæð er öll með ljósum flísum á gólfum og innfeldri lýsingu í loftum.
Forstofa: Opið fatahengi.
Eldhús: Hvít innrétting með góðu skúffuplássi og efri skápum. Stór gaseldavél með bakaraofni. Gaskútur er geymdur fyrir utan húsið.
Stofa: Rúmgott rými sem nýtist bæði sem borðstofa og sjónvarpshol. Út frá rýminu er gengið á suður svalir með tröppum niður í garð.
Efri pallur er með flísum á gangi og baðherbergi en parketi á herbergjum.
Gangur: Góður fataskápur er á gangi.
Hjónaherbergi: Rúmgott herbergi með stórum fataskáp, út úr herberginu er gengið á aðrar suðursvalir.
Baðherbergi: Flísalagt gólf og hluti veggja. Hvít skúffu innrétting, handklæðaskápur og speglaskápur. Baðkar með sturtutækjum og gleri. Vegghengt salerni. Opnanlegur gluggi er á rýminu.
Herbergi: Tvö barnaherbergi eru á hæðinni, annað þeirra með fataskáp.
Neðripallur:
Stigi: Flísalagður stigi og gler/stál handrið.
Forstofa: Flísar á gólfi og fatahengi.
Þvottahús: Flísar á gólfi, rúmgóð hvít innrétting með plássi fyrir þvottavél og þurrkara. Vaskur í borðplötu.
Bílskúr: Lakkað gólf. Rúmgott rými sem nýtist vel sem geymsla fyrir hobbytæki. Erfitt er að koma bíl inn í skúrinn en önnur leiktæki komast inn. Bílskúrshurð er ágæt og virkar en er ekki rafdrifin. Gönguhurð er út á lóð úr skúrnum. Á lóðinni er lítil köld geymsla.
Jarðhæð - Möguleiki á útleiguíbúð með sér inngangi. Rýmið er einnig innangengt úr íbúðarhlutanum og er nýtt í dag sem hluti af eigninni. Lagnir fyrir eldhúsinnréttingu eru til staðar í einu herberginu þannig að það er auðvelt að standsetja rýmið sem leigueiningu. Gólfhiti er á allri hæðinni.
Forstofa: Parket flísar á gólfi.
Herbergi: Eru þrjú á hæðinni, öll með parketflísum á gólfi og fataskápum.
Baðherbergi: Flísalagt að hluta, lítil innréting með skúffum og speglaskáp. Innangengur sturtuklefi með glerjum og vegghengt salerni.
Sjónvarpshol: Flísar á gólfi. Gengið er upp á neðrihæð úr sjónvarpsholi.
Viðhald eignar:
- Búið er að skipta um öll gólfefni í húsinu.
- Allar innihurðir eru nýlegar.
- Gler endurnýjað að hluta.
- Lagnir endurnýjaðar að hluta.
- Þak var endurnýjað í kringum 2010.
- Handrið með stigum eru nýleg.
- Nýleg bað og eldhúsinnrétting á aðalhæð.
- Ný inntök í eignina og þau færð undir stiga í sér geymslu.
- Baðherbergi á jarðhæð er nýlega gert upp.
- Rafmagnstafla endurnýjuð.
- Búið er að drena meðfram húsinu að hluta.
- Lóðinni var jarðvegsskipt að hluta og nýtt gras sett.
- Nýtt hellulagt bílaplan.
- Allar útidyrahurðir eru nýjar.
- Nýlegur sólpallur til suðurs.
Annað:
- Frábært fjölskylduhús.
- Miðbær Akureyrar í göngufjarlægð.
- Sundlaug Akureyrar í 3 mín göngufjarlægð.
- Glæsileg eign sem vert er að skoða!
- Áætlað fasteignamat 2026: 89.550.000.-
Nánari upplýsingar í síma 461-2010 eða kasa@kasafasteignir.is
------------
Skoðunarskylda:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Kasa fasteignir benda væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef þurfa þykir.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald sýslumanns af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati eignar.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar er skv. verðskrá viðkomandi lánastofnunar. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.