Fasteignaleitin
Skráð 10. okt. 2024
Deila eign
Deila

SPÁNAREIGNIR - Las Colinas Golf

FjölbýlishúsÚtlönd/Spánn/Costa Blanca
96 m2
3 Herb.
2 Svefnh.
2 Baðherb.
Verð
48.700.000 kr.
Fermetraverð
507.292 kr./m2
Fasteignamat
0 kr.
Brunabótamat
0 kr.
Mynd af Aðalheiður Karlsdóttir
Aðalheiður Karlsdóttir
Löggiltur fasteignasali
Þvottahús
Lyfta
Garður
Bílastæði
Sameig. Inng.
Fasteignanúmer
962230824
Húsgerð
Fjölbýlishús
Númer hæðar
0
Vatnslagnir
Nýlegt
Raflagnir
Nýlegt
Frárennslislagnir
Nýlegt
Gluggar / Gler
Nýlegt
Þak
Nýlegt
Svalir
Góðar suðursvalir
Upphitun
Kæling/hiti
Inngangur
Sameiginlegur
SPÁNAREIGNIR KYNNIR:
* VÖNDUÐ ÍBÚÐ Á GOLFVELLI* - *ALLT FYLGIR MEÐ*

Vönduð og vel hönnuð nýleg 3ja herb. enda íbúð á Las Colinas golfsvæðinu. Afhendist fullbúin fallegum húsgögnum, húsbúnaði og vönduðum rafmagnstækjum. Las Colinas hefur verið valið besta golfsvæði á Spáni nokkur undanfarin ár og er talið eitt besta golfvallasvæði í Evrópu. Um 1 klst. akstur suður af Alicante. Góðar svalir með flottu útsýni. Sér bílastæði í bílakjallara ásamt geymslu.
MJÖG GÓÐ KAUP.

Allar upplýsingar gefa Aðalheiður Karlsdóttir, löggiltur fasteignasali. GSM 893 2495. adalheidur@spanareignir.is og
Karl Bernburg, viðskiptafræðingur. GSM 777 4277. karl@spanareignir.is

Lýsing:

Íbúðin, sem er á 3. hæð í nýlegu húsi, er rúmgóð með vel hönnuðu eldhúsi, stofu og borðstofu í opnu rými. Tvö góð svefnherbergi með skápum. Sér baðherbergi með öðru svefnherberginu, og eitt baðherbergi til viðbótar. Stórar suður svalir út frá stofu.
Fallegur sameiginlegur sundlaugargarður með góðri sólbaðsaðstöðu.  Einstakt gróið umhverfi, með Las Colinas golfvöllinn rétt við þröskuldinn. Skemmtilegar göngu- og skokkleiðir og ca. 10 mín akstur á Campoamor ströndina.

Umhverfið á Las Colinas er einstakt. Íbúar hafa aðgang að glæsilegu klúbbhúsi með úrvals veitingastöðum.  Einnig hafa íbúar Las Colinas aðgang að einka strandklúbb við Dehese de Campoamor ströndina.
Á svæðinu er flott þjónustumiðstöð með líkasmsræktaraðstöðu, fleiri veitingastöðum og ýmissi þjónustu. Algjör lúxus fyrir vandláta. 

Loftkæling/hitun fylgir.
Íbúðin afhendist fullbúin vönduðum húsgögnum, húsbúnaði og rafmagnstækjum.
Allt klárt og hægt að flytja beint inn.
Kjörið tækifæri til að eignast vandaða og fallega íbúð tilbúna til afhendingar strax, en allt að 2ja ára bið er nú eftir nýjum íbúðum á Las Colinas.

Fjölmargir góðir golfvellir eru í næsta nágrenni auk Las Colinas golvallarins, t.d.   La Finca, glæsilegan PGA golfvöll. Las Ramblas, Campoamor, Villamartin.
Ca. 10 mín akstur er niður á ströndina í Campoamor og ca. 10 mín. akstur í nýju verslunarmiðstöðina La Zenia Boulevard.
Hér er um að ræða flotta eign á góðum stað fyrir fólk sem vill njóta lífsins, spila golf og eiga góðar stundir með fjölskyldu og vinum. Íbúðin er einnig mjög hentug til útleigu.

Verð miðað við gengi 1 Evra=150ISK.

Íbúð með 2 svefnh. + 2 baðh. 
Verð 325.000 Evrur (ISK 48.700.000) + kostn. við kaupin
Íbúð 76 fm. + svalir 20 fm. Samtals 96 sérafnotaflötur.

Við höfum selt fasteignir á Spáni frá 2001. Tryggir þekkingu, öryggi og reynslu.

Sjá nánar um fasteignakaup á Spáni á heimasíðunni okkar: www.spanareignir.is

Kostnaður við kaupin:
10% IVA (spænskur söluskattur) af kaupverði eignarinnar. Auk þess má gera ráð fyrir ca. 3% kostnaði vegna stimpilgjalda og annars kostnaðar við kaupin, þ.e. samtals getur kostnaður vegna kaupa á fasteign á Spáni því farið upp í ca. 13%.

Eiginleikar: útsýni, air con, golf, sameiginlegur sundlaugargarður, nýleg eign,
Svæði: Costa Blanca, Las Colinas,
Engin gögn fundust fyrir þessa eign
Fasteignanúmer
962230824

Sambærilegar eignir

Skoða eignina SPÁNAREIGNIR - La Finca Golf
Bílastæði
SPÁNAREIGNIR - La Finca Golf
Spánn - Costa Blanca
92 m2
Fjölbýlishús
423
512 þ.kr./m2
47.100.000 kr.
Skoða eignina SPÁNAREIGNIR - Las Colinas Golf
Bílastæði
SPÁNAREIGNIR - Las Colinas Golf
Spánn - Costa Blanca
103 m2
Fjölbýlishús
322
485 þ.kr./m2
50.000.000 kr.
Skoða eignina SPÁNAREIGNIR - Punta Prima
Bílastæði
SPÁNAREIGNIR - Punta Prima
Spánn - Costa Blanca
91 m2
Fjölbýlishús
322
511 þ.kr./m2
46.500.000 kr.
Skoða eignina SPÁNAREIGNIR - Lomas de Cabo Roig
Bílastæði
SPÁNAREIGNIR - Lomas de Cabo Roig
Spánn - Costa Blanca
76 m2
Fjölbýlishús
322
620 þ.kr./m2
47.100.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2024 - Fasteignaleitin