STOFN FASTEIGNASALA KYNNIR: Um er að ræða bjarta og opna 3ja til 4ra herbergja 111,4 fm íbúð á þriðju hæð í snyrtilegu fjölbýli ásamt bílskúr. Sameignin er mjög björt og snyrtileg, þar er búið að skipta um gler og glugga í sameign ásamt því að skipt var um teppi og sameign máluð fyrir nokkrum árum. Húsfélagið á íbúð á jarðhæð sem þau leigja út og renna leigutekjur í hússjóð.
Gluggar og gler endurnýjaðir í sameign á austurhlið, múrviðgerðir og málun, skipt um glugga og gler á suðurgafli og austurhlið, skipt um þakpappa, þakjárn og túður.
Dren endurnýjað, steyptar nýjar tröppur fyrir framan anddyri, stétt fyrir framan hús endurnýjuð með hitalögn.Múrviðgerðir og málun á norðurgafli og vesturhlið, skipt um gluga, gler og svalahandrið, hurðir endurnýjaðar. Stofnlagnir undir húsinu hafa verið endurnýjaðar sem og kaldavatnslagnir í sameign.
Íbúðin er 86,1 fm (merkt 01-0302), geymsla er 5,0 fm (merkt 01-0007) og bílskúr er 20,3 fm (merkt 04-0107) samtals er eignin skráð 111,4 fm skv. skráningu Þjóðskrá Íslands.
Sýningu á eigninni annast Eggert Maríuson löggiltur fasteignasali og félagsmaður í Félagi fasteignasala s.690-1472 eða með tölvupósti: eggert@stofnfasteignasala.is og
Hallveig Jónsdóttir, Nemi í löggildingu, í síma 699-0496, netfang hallveig@stofnfasteignasala.isForstofa er með parketi á gólfi ásamt upphengi, gæti verið skápur en hann var fjarlægður.
Hol er með parketi á gólfi og þar er nú lítil vinnuaðstaða, í sumum íbúðum hefur þar verið bætt við þriðja herberginu.
Stofa er með parketi á gólfi og þaðan er útgengt á vestur svalir.
Eldhús er með parketi á gólfi, hvítir neðri skápar sem hafa verið endurnýjaðir öðru megin en efri skápar eru upprunalegir, flísar á milli efri og neðri skápa.
Svefnherbergin eru tvö og eru með parketi á gólfi, skápar í aðalsvefnherbergi en laus skápur í barnaherbergi.
Baðherbergi er flísalagt í hólf og gólf, wc, baðkar með sturtu, handklæðaofn, gluggi með opnanlegt fag, skápar og skápar undir vask.
Þvottahús þvottavél á baðherbergi.
Geymsla er í sameign í kjallara.
Hjóla- og vagnageymsla í sameign í kjallara.
Bílskúr er með stein á gólfi.