Hrannar Jónsson, löggiltur fasteignasali og Domusnova fasteignasala kynna:
Virkilega falleg og nýstandsett þriggja herbergja íbúð með einkastæði í bílageymslu, staðsett í rólegri götu við Kringluna í Reykjavík.
Eignin er laus til afhendingar við kaupsamning!
Búið er að leggja stofnlögn fyrir tengingu rafmagnsbíls í stæði íbúðarinnar, þarf bara að panta tengingu og hleðslustöð frá ON veitufyrirtækinu.
Samhliða því eru tvö hleðslustæði í sameiginlegu bílastæði húseignarinnar utanhúss.
Allar framkvæmdir vegna hleðslumála voru framkvæmdar sumarið 2024.
Birt stærð eignarinnar eru 95 fm alls, þar af er íbúð 69 fm og 26 fm skiptast á milli geymslu og bílastæðis í bílageymslu.
Íbúðin er þriggja herbergja, tvö svefnherbergi, rúmgott alrými með eldhúsi/borðstofu/stofu í opnu og samliggjandi rými, útgengt á stórar svalir með tréstiklum á svalagólfi.
Baðherbergi er mjög vandað með bæði flísalögðum sturtuklefa, stakstæðu baðkari, upphengdu salerni, innréttingu með skúffum undir vaski og tengi fyrir þvottavél og þurrkara.
Eldhús er allt nýtt með nýrri innréttingu, öll tæki eru ný (tveir ofnar, span helluborð, innbyggð bæði uppþvottavél og ísskápur).
Öll gólfefni eru ný í íbúðinni, fljótandi harðparket utan þess að baðherbergi og forstofa er flísalagt með vönduðum flísum.
Með íbúðinni fylgir rúmgóð geymsla ásamt aðgengi að góðri hjólageymslu á sameign.
Allar framkvæmdir íbúðar voru gerðar sumarið 2023.
Þetta er mjög vönduð og endurnýjuð eign á rólegum stað í hjarta borgarinnar. Stutt í alla þjónustu og liggur vel við stofnæðum og almenningssamgöngum.
Sameign og lóð er einstaklega vel hirt, mjög rólegt samfélag er í húsinu og eina sem liggur fyrir í húsfélaginu er lagfæring á svalagólfi fyrir framan inngang íbúðar.
Greitt er 2 x 20.000 kr eða samtals 40.000 kr á ári til stóra húsfélags, Kringlan 71-93 og einnig 5.000 kr í sjóð vegna bílakjallara á ári.
Nánari upplýsingar veitir:
Hrannar Jónsson, löggiltur fasteignasali
Sími: 899 0720
Netfang: hrannar@domusnova.isUm skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. DOMUSNOVA fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun. Almennt getur kaupandi ekki borið fyrir sig að ástand eignar sé annað en það sem hann hefði mátt sjá við slíka skoðun.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002, og ábyrgist að þær séu réttar. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. Það sama á við um staðhæfingar seljanda eignar um viðhald og einstaka framkvæmdir.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.