Fasteignaleitin
Skráð 18. ágúst 2025
Deila eign
Deila

Háimelur 14

ParhúsVesturland/Akranes-301
163.5 m2
5 Herb.
4 Svefnh.
1 Baðherb.
Verð
91.500.000 kr.
Fermetraverð
559.633 kr./m2
Fasteignamat
70.150.000 kr.
Brunabótamat
87.950.000 kr.
SS
Soffía Sóley Magnúsdóttir
Löggiltur fasteignasali
Byggt 2020
Þvottahús
Garður
Bílskúr
Sérinng.
Fasteignanúmer
2369613
Húsgerð
Parhús
Byggingarefni
Timbur
Númer hæðar
1
Hæðir í húsi
1
Hæðir í íbúð
1
Númer íbúðar
1
Vatnslagnir
upphaflegt
Raflagnir
upphaflegt
Frárennslislagnir
upphafl.
Gluggar / Gler
upphaflegt
Þak
upphaflegt
Svalir
stór sólpallur
Lóð
100
Upphitun
Hitaveita
Inngangur
Sérinngangur
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Gallar
Svört slikja á blettum á sólpalli. 
Domusnova Akranesi og Soffía Sóley lögg.fasteignasali kynna:   Skipti möguleg á ódýrari. 
Háamel 14, Hvalfjarðarsveit, 130 fm ENDAparhús á einni hæð ásamt 33,5 fm bílskúr samtals 163,5 fm

Staðsett í þéttbýliskjarna við Hagamel í Hvalfjarðarsveit með mikið útsýni og mikla nálgun við náttúruna.
Hvalfjarðarsveit:  (google)  ferðast um hvalfjarðarsveit   og  Þar sem lífið er ljúft

Um er að ræða timburhús með steyptri plötu. Íbúð skiptist í forstofu, alrými, 4 svefnherbergi, baðherbergi og þvottahús. Bílgeymsla er sambyggð og er innangengt í hana úr íbúð í gegnum þvottaherbergi.. Inn af bílageymslu er geymsla. Lofthæð er 265 cm.

Stutt lýsing:
Forstofa: Flísar á gólfi, góðir skápar.
Eldhús, stofa og borðstofa mynda eitt stórt alrými, 2 dyr út á 60 fm. verönd með heitum potti, með  hitastýringarkerfi. (hitaveita, útikrani) 
Sérsmiðuð eldhúsinnrétting með eyju, akrýlsteinn á borðum
4 rúmgóð svefnherbergi og skápar í þeim öllum.
Baðherbergi er með sturtu, innréttingu og baðkari, flísalagt í hólf og gólf.
Þvottaherbergi: innrétting með innfelldum skolvaski, hægt sé að stilla vélum upp í vinnuhæð, skúffur undir.
Samfellt harðparket á stofu eldhúsi og herbergjum.

Bílskúr: Epoxy á gólfi, rafmagnshurð með fjarstýrðum opnara, göngudyr. Geymsla út í enda, hillur fylgja, (lagnaleið út í bílaplan)

ANNAÐ: Varmaskiptir. Hitastýring í hverju rými.  Allar innréttingar eru hvítlakkaðar og sérsmiðaðar. Harðparket. Innfelld ledlýsing í loftum með dimmerum. Hitalagnir í gólfum. Viðhaldslitlir ál-timburgluggar. Útiljós (ledljós)  í öllum þakkanti hússins (rafmagnstenglar).  Áltré, gluggar og hurðir klædd með álkápu. Bílskúrshurð, hvít fellihurð. Screen gluggatjöld.
Húsið er klætt með hvítri álbáru og setrusvið að hluta til.  Þak er klætt með lituðu alusinki, þakkantur er klæddur með sléttu áli í sama lit, álrennur eru einnig í sama lit.  

Háimelur er í Melahverfi, ört vaxandi byggðarkjarna í Hvalfjarðarsveit, Melahverfi er staðsett í ca. 10 mínútna akstursfjarlægð frá Akranesi og ca. 30 mín. akstursfjarlægð frá Mosfellsbæ.
Hvalfjarðarsveit veitir góðan afslátt af leikskólagjöldum. Sveitarfélagið Hvalfjarðarsveit er eitt stöndugasta sveitarfélag landsins. Boðið er m.a. uppá gjaldfrían leikskóla, sem er í hverfinu, í 5 klst. á dag, frá klukkan 9-14, fyrir börn frá eins árs aldri. Skólabíll ekur börnum í Heiðarskóla. Þá er 25% afsláttur af fæðiskostnaði í grunnskóla og leikskóla auk þess sem veittur er 70 þús. Kr. íþrótta- og tómstundastyrkur til barna, upp að 18 ára aldri.  

Nánari upplýsingar veitir:
Soffía Sóley Magnúsdóttir löggiltur fasteignasali / s.846 4144 / soffia@domusnova.is

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. DOMUSNOVA fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002, og ábyrgist að þær séu réttar. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. Það sama á við um staðhæfingar seljanda eignar um viðhald og einstaka framkvæmdir.

Almennt um fylgifé íbúðarhúsnæðis:
Til fylgifjár íbúðarhúsnæðis teljast varanlegar innréttingar og búnaður sem annaðhvort er skeytt varanlega við fasteignina eða er sérstaklega sniðinn að henni. Þetta á meðal annars við um fastan búnað og lagnir til hitunnar og vatnsmiðlunar, rafmagnsvirki og leiðslur, loftnet og annan móttökubúnað í eigu seljanda, sem fest eru á fasteign, föst gólfteppi og önnur gólfefni sérstaklega tilsniðin, gluggabúnað, bað- og eldhúsinnréttingar og tæki og vélar sem eru sérstaklega felld inn í innréttingarnar og verða hluti af þeim og aðra innbyggða hluta.

Um ástand einstakra eignarhluta:
Efst í söluyfirlitli þessu er að finna dálka um ástand einstakra hluta eignarinnar. Eftirfarandi lykil er til skýringar á þeirri skráningu:
  Nýtt - Eignin er nýbygging.
  Upprunalegt - Seljandi veit ekki til þess að byggingarhluti hafi verið endurnýjaður.
  Endurnýjað - Byggingarhlutinn hefur verið endurnýjaður í heild sinni á einhverjum tímapunkti.
  Endurnýjað að hluta - Hluti byggingarhlutans hefur verið endurnýjaður á einhverjum tímapunkti.
  Ekki vitað - Seljandi þekkir ekki til ástands og ekki er hægt að leggja mat á það með sjónskoðun.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
  1. Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
  2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
  3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
  4. Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
  5. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.
DagsetningFasteignamatKaupverðStærðFermetraverðNothæfur samningur
08/03/202141.000.000 kr.61.000.000 kr.163.5 m2373.088 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025
Byggt 2020
33.5 m2
Fasteignanúmer
2369613
Byggingarefni
Timbur
Númer hæðar
01
Númer eignar
02
Húsmat
0 kr.
Lóðarmat
0 kr.
Fasteignamat samtals
0 kr.
Brunabótamat
13.550.000 kr.
Matsstig
7 - Fullgerð bygging

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Hagamelur 6
Bílskúr
Skoða eignina Hagamelur 6
Hagamelur 6
301 Akranes
192.1 m2
Fjölbýlishús
413
468 þ.kr./m2
89.900.000 kr.
Skoða eignina Háimelur 6
Bílskúr
Skoða eignina Háimelur 6
Háimelur 6
301 Akranes
175.9 m2
Einbýlishús
413
528 þ.kr./m2
92.900.000 kr.
Skoða eignina Leynisbraut 19
Bílskúr
Skoða eignina Leynisbraut 19
Leynisbraut 19
300 Akranes
135.4 m2
Parhús
413
685 þ.kr./m2
92.700.000 kr.
Skoða eignina Álfalundur 42
Skoða eignina Álfalundur 42
Álfalundur 42
300 Akranes
155.1 m2
Raðhús
514
590 þ.kr./m2
91.500.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2025 - Fasteignaleitin