Hólmar Björn Sigþórsson löggiltur fasteignasali og Helgafell fasteignasala kynna í einkasölu Básbryggju 7, íbúð 302, 110 Reykjavík:Fallega og bjarta 5 herbergja endaíbúð á tveimur hæðum með bílskúr. Birt stærð eignar er samtals 157.8 fm. þar af er íbúðarhluti 136.8 fm. og bílskúr 21 fm. Eignin er staðsett á frábærum stað í suðaustur jaðri Bryggjuhverfis. Stutt er í útivistarsvæði í Grafarvoginn, s.s. Geirsnef, Hamrana, Voginn og alla helstu þjónustu s.s. skóla og leikskóla, verslanir, veitingahús, líkamsræktarstöðvar, strætóstöðvar o.fl.
SMELLIÐ HÉR TIL AÐ FÁ SÖLUYFIRLIT STRAXÍbúðin skiptist í:3 hæð (302 - 76.1 fm.): Forstofu / hol, fjögur svefnherbergi, baðherbergi og þvottahús.
4 hæð (402 - 60.7 fm.): Stofu / borðstofu / sjónvarpskrók, eldhús, geymslu og salerni.
Bílskúr sem er staðsettur í Básbryggju 5.
Sameiginleg hjóla / vagnageymsla á jarðhæð.
Íbúðinni tilheyrir hlutdeild í skrúðgarði sem liggur að lóðarmörkum Básbryggju 5-11.
Nánari lýsing á eign:Forstofa / hol: Komið er inn í rúmgóða forstofu með innbyggðum fataskáp, flísar á gólfi.
Eldhús: Í alrými á efri hæð, mikil lofthæð, borðkrókur, góð innrétting, bakaraofn, helluborð, flísar milli skápa, flísar á gólfi.
Stofa / borðstofa / sjónvarpskrókur: Í alrými á efri hæð, mikil lofthæð, björt og rúmgóð, útgengi út á suðuraustur svalir, flísar á gólfi.
Hjónaherbergi: Rúmgott, góðir fataskápar, parket á gólfi.
Svefnherbergi 2: Rúmgott, útgengi út á flíslagðar suðaustur svalir, parket á gólfi.
Svefnherbergi 3: Rúmgott, með fataskáp, parket á gólfi.
Svefnherbergi 4: Rúmgott, með fataskáp, parket á gólfi.
Baðherbergi: Rúmgott, með góðri innréttingu, baðker og sturta, flísalagt í hólf og gólf.
Þvottahús: Inn af forstofu, flísar á gólfi.
Gestasnyrting: Rúmgott, innrétting, flísar á gólfi.
Geymsla: Rúmgóð, með skápum og vinnuborði, flísar á gólfi.
Bílskúr: Er 21 fm. og er staðsettur í Básbryggju 5 (merktur 0105), heitt og kalt vatn, hiti, málað gólf. Innangengt er í bílskúrinn úr sameign á Básbryggju 5.
Sameign: Snyrtileg sameign með sameiginlegri vagna- og hjólageymslu á jarðhæð.
Húsið: Básbryggju 5, 7 og 9 er hannað af Birni Ólafssyni arkitekt og er á fjórum hæðum. Húsið er staðsett á frábærum stað í suðaustur jaðri Bryggjuhverfis með útsýni. Í Básbryggja 7 eru sjö íbúðir.
Lóðin: Sameiginleg 1806 fm. lóð. Aðgengi að húsinu er mjög gott og á henni eru 37 sameiginleg bílastæði, þ.a. tvö bílastæði fyrir fatlaða. Íbúðinni fylgir hlutdeild í sameiginlegum skrúðgarði að Evrópskri fyrirmynd sem er í skjólinu á milli húsanna en þar er gras, tré og göngustígar.
Húsfélag: Húsfélag er fyrir Básbryggju 5,7 og 9 og eru húsgjöld þar kr. 20.726 á mánuði. Húsfélag er svo fyrir Básbryggju 7 og eru húsgjöld þar kr. 13.743 á mánuði. Húsgjöld vegna bílskúrs er kr. 933 kr á mánuði.
Í hverfinu eru margir leikvellir og ærslabelgur skammt frá eigninni sem er vinsælt leiksvæði krakka í hverfinu. Stutt er í útivistarsvæði í Grafarvoginn, s.s. Geirsnef, Hamrana, Voginn og alla helstu þjónustu s.s. skóla og leikskóla, verslanir, veitingahús, líkamsræktarstöðvar, strætóstöðvar o.fl.
Nánari upplýsingar og bókun á skoðun veitir Hólmar Björn Sigþórsson, löggiltur fasteignasali og félagsmaður í Félagi fasteignasala, í síma 893 3276 eða holmar@helgafellfasteignasala.is.