Veigahvammur 2 – Glæsilegt 4ra herbergja einbýlishús með bílskúr og bílskýli í byggingu á útsýnislóð í Vaðlaheiðinni – stærð 238,5 m², þar af telur bílskúr og geymsla 69,3 m²
Húsið er á 2.682 m² eignarlóð
- Húsið afhendist fullbúið að utan með möl í bílaplan, stéttum og þar sem verönd er teiknuð og með grófjafnaðri lóð. Að innan verður húsið tilbúið fyrir reisingu á innveggjum, grind fyrir berandi veggir verður komin.
- Húsið er timburhús á steyptri plötu og með einhalla þaki.
- Húsið verður klætt að utan með dökkri álklæðningu, kassettuklæðning.
Innraskipulag eignar er skv. teikningum eftirfarandi: Forstofa, gangur, eldhús og stofa í opnu rými, baðherbergi, tvö barnaherbergi, hjónasvíta með sér baðherbergi og fataherbergi, þvottahús og rúmlega 69 m² bílskúr þar sem gert er ráð fyrir geymslu innst.AlmenntSökklar og sökkulveggir eru steinsteyptir og einangraðir með 50mm frauðplasti.
Gólfplata er úr 120mm steinsteypu, einangruð að neðan með 100mm plasteinangrun.
Útveggir eru gerðir úr 45x145mm og 45x195 timburgrindum. Að utan eru útveggir klæddir 12mm krossvið, timburlektum og álklæðningu í dökkum lit, kassettuklæðning.
Berandi innveggir eru gerðir úr 95mm timburstoðum.
Þak er byggt úr timbursperrum er hvíla á burðarveggjum og límtré. Ofan á
timbursperrur kemur borðaklæðning og tvöfaldur bræddur þakpappi. Þak er
loftræst með minnst 45mm loftun fyrir ofan einangrun. Þakrennur og niðurföll eru utanáliggjandi og verða í dökkum lit. Þakbrúnir þaks eru klæddar álplötum í dökkum lit - Loftun og
flugnanet komi í þakbrúnir.
Gluggar og hurðir eru dökkir að lit og eru gerðir úr timbur/ál með tvöföldu einangrunargleri og koma frá Rationel.
Bílskúrshurð og rafdrifinn opnari fylgja með óuppsett. Hurðin verður í sama lit og gluggar.
Bílskýli er byggt úr timbursperrum er hvíla á stálsúlum og stálbita. Undir timbursperrur er klætt timburborðum og sett innfelld lýsing. Ofan á timbursperrur kemur borðaklæðning og tvöfaldur bræddur þakpappi. Þakniðurföll eru utanáliggjandi og verða í dökkum lit. Þakbrúnir þaks eru klæddar álplötum - Loftun og flugnanet komi í þakbrúnir.
Inntök fyrir vatn og rafmagn eru í bílgeymslu og verður búið að greiða fyrir þau.
Gólfhitalagnir eru steyptar í gólfplötu.
Frárennslislagnir í grunni og utanhúss eru PVC plastpípur en innanhúss eru notaðar PP plastpípur. Þakniðurföll eru 70mm plaströr (PP) sem koma utan á útvegg.
Raflagnir: Búið verður a koma fyrir vinnurafmagni og koma fyrir innfelldum ljósum í þakskyggni undir bílskýli og verönd.
Sameiginleg rotþró er fyrir íbúðarlóðir nr. 1-3.
3víddar teikningar eru eingöngu til hliðsjónar
Kaupandi greiður skipulagsgjald þegar það verður lagt á, 0,3% af brunabótamati eignar.
Eignin er í einkasöluUm skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignasalan Hvammur skorar því á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef með þarf.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.