Aðalsteinn Jón Bergdal lgf. og Trausti fasteignasala kynna í einkasölu fallega og bjarta 2ja hæða, 6 herbergja íbúð á 3. og efstu hæð í fallegu fjölbýli á þessum vinsæla stað í Hvömmunum í Hafnarfirði. Góður bílskúr fylgir eigninni. Vel hefur verið hugsað um húsið og 2022 var bakhlið múrviðgerð og máluð, skipt um glugga og sett epoxy á svalagólf og einnig voru aðrar hliðar hússins múrviðgerðar og málaðar 2019 og gluggar yfirfarnir. Nýbúið að setja myndavéladyrasíma. Eldhús og borðstofa voru endurnýjuð 2024 og verið er að endurnýja baðherbergi á efri hæð. Nýlegir ofnar og gólfefni í íbúð og skipt var um allan panel í lofti.
Smelltu hér til að sækja söluyfirlit.
Fáðu frítt söluverðmat fyrir þína eign
Eignin er skráð samkvæmt fasteignayfirliti 188,4 fm og þar af er bílskúr skráður 29,2 fm og geymsla 8,7 fm.
Nánari lýsing:
Neðri hæð:
Forstofa er rúmgóð með flísar á gólfi og góðan yfirhafnaskáp.
Stofa er björt og mjög rúmgóð með parket á gólfi. Útgengt á góðar suðursvalir.
Borðstofa og eldhús mjög rúmgóð og var endurnýjað 2024. Parket á gólfi.
Eldhús með fallegri innréttingu, 2 ofna (annar combi), innbyggðan ísskáp og uppþvottavél og góða eyju með helluborði. Mjög gott vinnupláss.
Hjónaherbergi er mjög rúmgott með góðum skápum og parket á gólfi.
Baðherbergi með glugga, baðkari með sturtu, flísalagt í hólf og gólf og með tengi og pláss fyrir þvottavél og þurrkara.
Efri hæð: Steyptur stigi með mjúku teppi.
Hol/sjónvarpshol sem er mjög rúmgott með parket á gólfi. Útgengt á góðar suðursvalir.
Svefnherbergi II er rúmgott með parket á gólfi.
Svefnherbergi III er mjög rúmgott með innbyggðum rúmum undir súð með svefnaðstöðu fyrir tvo. Parket á gólfi.
Svefnherbergi IIII er rúmgott með góðan skáp og parket á gólfi.
Baðherbergi á efri hæð er verið að endurnýja að fullu og verður það klárað fyrir afhendingu eignar.
Góður bílskúr fylgir eigninni með hitaveitu, rafmagni og heitu og köldu vatni.
Sérgeymsla íbúðar í sameign.
Hjóla- og vagnageymsla í sameign.
Frábær fjölskyldueign á vinsælum stað í Hafnarfirði. Stutt í alla helstu þjónustu, mennta-, grunn- og leikskóla. Stutt í góðar gönguleiðir, íþróttasvæði Hauka og sundlaugar.
Nánari upplýsingar um eignina veitir Aðalsteinn Jón Bergdal, löggiltur fasteignasali, í síma 767-0777 eða á netfanginu alli@trausti.is