Fasteignaleitin
Skráð 25. mars 2025
Deila eign
Deila

Vaðnes - KJARRBRAUT 21

SumarhúsSuðurland/Selfoss-805
73.2 m2
4 Herb.
3 Svefnh.
Verð
64.700.000 kr.
Fermetraverð
883.880 kr./m2
Fasteignamat
48.000.000 kr.
Brunabótamat
43.400.000 kr.
Mynd af Gunnar Biering Agnarsson
Gunnar Biering Agnarsson
Löggiltur fasteignasali
Byggt 2005
Tveir Inng.
Fasteignanúmer
2284776
Húsgerð
Sumarhús
Byggingarefni
Timbur
Númer hæðar
1
Hæðir í húsi
1
Hæðir í íbúð
1
Númer íbúðar
1
Vatnslagnir
Ekki vitað um nein vandamál
Raflagnir
Ekki vitað um nein vandamál
Frárennslislagnir
Rotþró - Ekki vitað um nein vandamál
Gluggar / Gler
Ekki vitað um nein vandamál
Þak
Ekki vitað um nein vandamál
Lóðarréttindi
Eignarlóð
Lóð
100
Upphitun
Hitaveita
Inngangur
Tveir inngangar
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Valborg fasteignasala kynnir í einkasölu sumarhúsið á eignarlóð, Kjarrbraut 21, 805 Selfossi.
Um er að ræða 4ra herbergja hús á 7.500 eignarlóð í landi Vaðnes í Grímsnesi.
Eignin skiptist í anddyri, alrými með stofu, borðstofu og eldhúsi, þrjú svefnherbergi, baðherbergi og geymslu. Heitur pottur á sólpalli.
Eignin er skráð 73,2 m² samkvæmt skráningu Þjóðskrár Íslands.
Rúmgott bílaplan, stór sólpallur umhverfis húsið, skjólsælt og friðsælt umhverfi.
** Hitaveita er til staðar í húsinu **

Sjá staðsetningu og skráningu fasteignaskrár HMS hér
Sjá skipulag fyrir svæðið hér.
Breyting á skipulagi, samþykkt 2008, heimilar aukabyggingu upp að 40 m2 má sjá hér.


Nánari upplýsingar veita:
Elínborg María Ólafsdóttir, löggiltur fasteignasali, í síma 861-6866, tölvupóstur elinborg@valborgfs.is.
Gunnar Biering Agnarsson, löggiltur fasteignasali, í síma 823-3300, tölvupóstur gunnar@valborgfs.is


Nánari lýsing:
Anddyri er flísalagt. Hiti í gólfi.
Gangur sem við eru þrjú svefnherbergi. 
Hjónaherbergi með þreföldum fataskáp.
Barnaherbergi eru tvö, bæði án fataskápa.
Baðherbergi með handlaugarinnréttingu, wc, sturtuklefi og handklæðaofn. Hiti í gólfi. Útgengt á pall með heitum potti og útisturtu.
Alrými með eldhúsi, borðstofu og stofu. Gluggar á þrjá vegu, útgengt til vesturs út á sólpall.
Eldhúsið með góðri innréttingu, innbyggðum kæli- og frystiskáp, nýlegum ofni og helluborði, uppþvottavél. 
Stofan og borðstofa með mikla glugga til vesturs, bjart og huggulegt rými. Kamína er frístandandi, rör tengt út.
Sólpallur er utan um allt húsið, skráður 61 m². Útgengt er bæði úr stofu og út af baðherbergi en sá hluti pallsins er aflokaður. Þar er heitur pottur og útisturta.
Bílastæði er sunnan við húsið, rúmar 4 - 5 bíla.

Mikill hluti af innbúi getur fylgt, fyrir utan persónulega muni.

Aðeins 45 mín akstur er frá höfuðborgarsvæðinu og 10 mín frá Selfossi að Kjarrbrautinni. Svæðið er lokað með hringihliði (fjarstýring).
Stutt að sækja frístundir s.s. golf, veiði og fallegar gönguleiðir og stutt er til þekktra staða á Suðurlandi svo sem Skálholts, Þingvalla, Laugarvatns, Geysis, Gullfoss og Kersins.


Nánari upplýsingar veita:
Elínborg María Ólafsdóttir, löggiltur fasteignasali, í síma 861-6866, tölvupóstur elinborg@valborgfs.is.
Gunnar Biering Agnarsson, löggiltur fasteignasali, í síma 823-3300, tölvupóstur gunnar@valborgfs.is


Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Valborg ehf. fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
5. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.
 
Engin gögn fundust fyrir þessa eign

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Sogsbakki 5
Skoða eignina Sogsbakki 5
Sogsbakki 5
805 Selfoss
89.2 m2
Sumarhús
412
761 þ.kr./m2
67.900.000 kr.
Skoða eignina Öndverðarnes - Koth.br. 8
Öndverðarnes - Koth.br. 8
805 Selfoss
82.9 m2
Sumarhús
413
795 þ.kr./m2
65.900.000 kr.
Skoða eignina Mosabraut 21
Skoða eignina Mosabraut 21
Mosabraut 21
805 Selfoss
92.2 m2
Sumarhús
413
736 þ.kr./m2
67.900.000 kr.
Skoða eignina Sogsbakki 3
Skoða eignina Sogsbakki 3
Sogsbakki 3
805 Selfoss
89.2 m2
Sumarhús
613
761 þ.kr./m2
67.900.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2025 - Fasteignaleitin