Fasteignaleitin
Skráð 10. mars 2025
Deila eign
Deila

Hellagata 2

RaðhúsHöfuðborgarsvæðið/Garðabær-210
212.6 m2
6 Herb.
4 Svefnh.
2 Baðherb.
Verð
155.000.000 kr.
Fermetraverð
729.069 kr./m2
Fasteignamat
139.700.000 kr.
Brunabótamat
122.300.000 kr.
Byggt 2022
Þvottahús
Garður
Bílskúr
Útsýni
Gæludýr leyfð
Sérinng.
Fasteignanúmer
2357327
Húsgerð
Raðhús
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
1
Númer íbúðar
1
Vatnslagnir
nýtt
Raflagnir
nýtt
Frárennslislagnir
nýtt
Gluggar / Gler
nýtt
Þak
nýtt
Lóðarréttindi
Leigulóð
Svalir
1
Lóð
100
Upphitun
gólfhiti
Inngangur
Sérinngangur
Matsstig
8 - Í notkun
LIND fasteignasala og Helga Pálsdóttir löggiltur fasteignasali kynnir Hellagata 2, 210 Garðabær er glæsilegt 5 herbergja endaraðhús á tveimur hæðum með innbyggðum bílskúr. Húsið er vel staðsett á rólegum og fjölskylduvænum stað miðsvæðis í Urriðaholti. Stór lóð með mikla möguleika. Um er að ræða 212,6 fermetra eign sem skiptist í 180 fermetra íbúð og 32 fermetra bílskúr. Eignin skiptist í forstofu, hol, eldhús, stóra stofu/borðstofu, baðherbergi og bílskúr á neðri hæð. Á efri hæð eru þvottahús, baðherbergi, þrjú góð svefnherbergi auk hjónasvítu með sér bað- og fataherbergi. Húsið er steypt og klætt viðhaldslítilli álklæðningu og timburklæðningu. Gólfhiti á báðum hæðum.

Eignin er skráð skv. Þjóðskrá Íslands alls 212,6 m2, 
Eignin er skráð á byggingastig: B2 Fokhelt og matsstig: 8 tekið í notkun en er mun lengra komið í dag. Því endurspeglar fasteignamat mögulega ekki að fullu stöðuna í dag.


Nánari lýsing
Forstofa: Gengið er inn í flísalögðu forstofu þar sem gert er ráð fyrir fataskáp. Til hægri frá forstofu er gestasnyrting. Fordæmi er fyrir því í húsinu að opna milli forstofu og bílskúrs til að gera hann innangengan.
Gestasnyrting: Snyrtileg gestasnyrting með salerni og innrétting með vaski, flísalagt.
Hol / gangur: Frá forstofu er komið inn í stórt hol í miðrými hússins þaðan sem gengið er inn í aðrar vistarverur og til efri hæðar Parket á gólfum.
Eldhús: Stórt og opið inn í stofu/borðstofu. Stór eldhúsinnrétting með eyju. Hægt að tengja helluborð í eyju.
Stofa / borðstofa: Björt og rúmgóð með stórum gluggum. Útgengt á sólpall til vesturs. Parket á gólfi.

Efri hæð: Úr miðrými húss er gengið um steyptan parketlagðan stiga upp á efri hæð.
Stofa/fjölskyldurými: Frá stiga er komið inn í miðrými hæðar þaðan sem gengið er inn í aðrar vistarverur. Góð sjónvarpsstofa/fjölskyldurými. Þaðan er úttgengt á góðar vestur svalir. Parket á gólfum.
Herbergi 1: Bjart og gott herbergi. Gert ráð fyrir innbyggðum fataskáp. Parketi á gólfi.
Herbergi 2: Bjart og gott herbergi. Gert ráð fyrir innbyggðum fataskáp. Parketi á gólfi.
Herbergi 3: Mjög stórt og rúmgott. Gert ráð fyrir innbyggðum fataskáp. Parketi á gólfi.
Baðherbergi: Með upphengdu salerni, handklæðaofni og góðri sturtu með vönduðum tækjum. Gólf flísalagt. Falleg sparslmálning á veggjum og lofti.
Hjónasvíta: Stór og rúmgóð, sér baðherbergi og rúmgott fataherbergi. Baðherbergi og fataherbergi eru ekki fullfrágengin og því möguleiki fyrir nýjan eiganda að innrétta eftir eigin höfði.
Þvottahús: flísalagt gólf , rúmgott með tengi fyrir þvottavél og þurrkara.

Bílskúr: Rúmgóður bílskúr með hita og heitu/köldu vatni. Hægt að koma fyrir þvottavél og þurrkara(þvottahúsi) . T.d. ef hann er gerður innangengur. Gert ráð fyrir rafbílahleðslu.
Bílaplan: Hellulagt bílaplan með hita.
Lóðin: Mjög stór lóð í kringum húsið á 3 vegu. Gert ráð fyrir heitum potti. Lóðin er frábært tækifæri fyrir nýjan eiganda að búa til sinn eiginn sælureit.


Stutt er í grunnskóla og þrjá leikskóla í göngufæri, og hverfið er vel tengt við samgönguæðar. Urriðaholt er umlukið fjölbreyttum opnum náttúrusvæðum í Heiðmörk, við Vífilstaðavatn og við Urriðavatn með frábærum göngu- og hjólastígum. Urriðaholt er fyrsta hverfið á Íslandi til að hljóta vistvottun skv. vottunarkerfi BREEAM Communities. Einn besti golfvöllur landsins, Urriðavöllur, liggur að hverfinu en auk þess eru tveir aðrir golfvellir í næsta nágrenni, Setbergsvöllur og Leirdalsvöllur. Í Kauptúni er þjónustukjarni í göngufæri þar sem er meðal annars að finna IKEA, Costco, Bónus og Vínbúðina. Auk þess er í Urriðaholti að finna m.a. Krambúð, kaffihús, klippistofu, líkamsrækt, veitingastað o.fl.

Allar upplýsingar um eigina veitir Helga Pálsdóttir fasteignasali í síma 822 2123 eða helga@fastlind.is 
Engin gögn fundust fyrir þessa eign
Byggt 2022
32.1 m2
Fasteignanúmer
2357327
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
01
Númer eignar
02
Húsmat
0 kr.
Lóðarmat
0 kr.
Fasteignamat samtals
0 kr.
Brunabótamat
12.550.000 kr.
Matsstig
8 - Í notkun
Lind fasteignasala ehf
https://www.fastlind.is

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Hraungata 5 (302)
Bílskúr
Hraungata 5 (302)
210 Garðabær
168.8 m2
Fjölbýlishús
423
977 þ.kr./m2
164.900.000 kr.
Skoða eignina Hraungata 5 (202)
Bílskúr
Hraungata 5 (202)
210 Garðabær
199.1 m2
Fjölbýlishús
524
853 þ.kr./m2
169.900.000 kr.
Skoða eignina Hraungata 5
Bílskúr
Skoða eignina Hraungata 5
Hraungata 5
210 Garðabær
168.8 m2
Hæð
413
977 þ.kr./m2
164.900.000 kr.
Skoða eignina Hraungata 5
Bílskúr
Skoða eignina Hraungata 5
Hraungata 5
210 Garðabær
199.1 m2
Hæð
523
853 þ.kr./m2
169.900.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2025 - Fasteignaleitin