*** EIGNIN ER SELD ***
Fasteignasalan TORG og Aðalsteinn Bjarnason lgf. kynna í sölu sérlega aðlaðandi einbýli á vinsælum stað í rólegri botngötu við Sigurhæð í Garðabæ. Um er að ræða timburhús sem er alls 161,20 m2 að stærð samkvæmt fasteignaskrá og skiptist í 133,90 m2 íbúðarrými og 27,30 m2 bílskúr. Húsið stendur á 780 m2 lóð. Allar innréttingar, skápar og fastamunir eru íslensk sérsmíði og hönnun. Húsinu hefur verið vel við haldið af seljanda gegn um árin. Gróin lóð allt í kring og ýmsir möguleikar á aukinni nýtingar hennar. Sérlega aðlaðandi eign á besta stað í suðurhlíð Garðabæjar. Eign sem vert er að skoða.
*** SMELLIÐ HÉR TIL AÐ BÓKA SKOÐUN ***Lýsing á eign:Komið er inn í bjarta forstofu með fallegum hvítlökkuðum skápum og flísum á gólfi sem leiða mann inn í hálf opið eldhús með fallegri innréttingu og góðum eldunartækjum. Inn af eldhúsi er borðstofa í sólskála og útgengi á góða timburverönd sem er í afgirtum reit á lóðinni. Í stofu og eldhúsi hefur loftið verið tekið upp í þak svo það er mikil lofthæð sem gefur auka rými. Stórir gólfsíðir gluggar eru í stofu sem gefur rýminu auka birtu. Inn af stofu er herbergjagangur með alls fjórum góðum herbergjum og rúmgóðu baðherbergi. Við stofu er stigi þar sem gengið er upp í rými sem nýtist sem sjónvarpshol. Inn af forstofu er þvottaherbergi og hurð út í bakgarð. Inn af þvottaherbergi er svo innangengt í bílskúr. Innst í bílskúrnum hefur verið útbúið herbergi sem innangeng er úr íbúð. Framan við hús er stór hellulögð innkeyrsla og ráð gert fyrir að minnsta kosti þremur stæðum.
*** SMELLIÐ HÉR TIL AÐ SÆKJA SÖLUYFIRLIT ***Nánari skipting og lýsing eignahluta:
Forstofa: Falleg útidyrahurð. Vandaður hvítlakkaður og höldulaus skápur með skúffum og hurðum. Flísar á gólfi.
Eldhús: Innrétting með hvítlökkuðum og höldulausum hurðum og skúffum. Dökk bæsuð og lökkuð borðplata. Vönduð eldunartæki. Flísar á gólfi.
Borðstofa: Í sólskála út frá eldhúsi. Viðarparket á gólfi.
Stofa: Afar rúmgóð með góðri lofthæð. Stórir gólfsíðir gluggar sem gef góða birtu. Fallegur viðarpanell í lofti. Viðarparket á gólfi.
Þakrými: Skemmtilegt og bjart rými á 2. hæð. Eina rýmið sem er á 2. hæð. Nýtist sem sjónvarpshol en mætti einnig vera vinnuherbergi. Viðarparket á gólfi og viðarpanell í lofti.
Hjónaherbergi: Innst af herbergjagangi og stærsta herbergið. Góður skápur með skúffum og hurðum. Viðarparket á gólfi og gluggar á tvo vegu.
Herbergi II: Rúmgott herbergi. Viðarparket á gólfi. Einn stór gluggi og annar lítill með opnanlegu fagi. Nýtt í dag sem hjónaherbergi.
Herbergi III: Rúmgott herbergi. Viðarparket á gólfi. Einn stór gluggi og annar lítill með opnanlegu fagi.
Herbergi IV: Rúmgott herbergi. Viðarparket á gólfi. Einn stór gluggi og annar lítill með opnanlegu fagi. Nýtt í dag sem fataherbergi með fallegum skúffum og hillum.
Baðherbergi: Falleg hvítlökkuð innrétting með höldulausum skúffum og hurðum. Þykk svargrá granít borðplata og fallegur vaskur ofan á. Stór pegill með lýsingu. Hornbaðkar með sturtu og handklæðaofn á vegg. Upphengt salerni með innbyggðum kassa. Flísalagt hátt og lágt með ljósgráum náttúrustein og hvítum flísum.
Gangur: Herbergjagangur með fallegum glugga í endan sem hleypir birtu inn í allt rýmið. Hægt að nýta innsta hlutann sem lítið vinnurými.
Þvottaherbergi: Inn af forstofu og innrétting með skápum og skúffum. Flísar á gólfi. Útgengi í bakgarð.
Herbergi V: Stúkað hefur verið af herbergi innst af bílskúr (geymsla á teikn) sem er innangengt úr íbúðarrými í gegn um þvottahús. Viðarparket á gólfi. Langur gluggi með tvö opnanleg fög.
Bílskúr: Snyrtilegur með nýlegri bílskúrshurð ásamt rafmagnslokun. Skúrinn er um 18,70 m2 en gæti verið 27,30 m2 ef svefnherbergi er sleppt. - Hleðslustöð fyrir rafbíl er í bílskúr, en samkomulag væri um hvort sjálf hleðslustöðin myndi fylgja.
Verönd: Falleg timburverönd með rúnuðu lagi til suðurs á afgirtum reit framan við hús.
Garður: Stór og gróinn með runnum og trjágróðri framan við hús en að mestu gras aftan við hús.
Bílastæði: Rúmgóð hellulögð innkeyrsla framan við hús með snjóbræðslu. Steinahleðsla allt í kring og snyrtilega frágengið. Alls gert ráð fyrir þremur stæðum á lóð.
Nánari upplýsingar veita:Aðalsteinn Bjarnason - Löggiltur fasteignasali í Félagi fasteignasala / s.
773-3532 /
adalsteinn@fstorg.isMargrét Rós Einarsdóttir - Löggiltur fasteignasali í Félagi fasteignasala. / s.
856-5858 /
margret@fstorg.isERTU Í SÖLUHUGLEIÐINGUM? - SMELLTU HÉR
VILTU VITA HVAÐ VIÐSKIPTAVINIR OKKAR HAFA SEGJA? - SMELLTU HÉRUm skoðunar- og aðgæsluskyldu:Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignasalan TORG bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits:Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002, og ábyrgist að þær séu réttar. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. Það sama á við um staðhæfingar seljanda eignar um viðhald og einstaka framkvæmdir.
Almennt um fylgifé íbúðarhúsnæðis:Til fylgifjár íbúðarhúsnæðis teljast varanlegar innréttingar og búnaður sem annaðhvort er skeytt varanlega við fasteignina eða er sérstaklega sniðinn að henni. Þetta á meðal annars við um fastan búnað og lagnir til hitunnar og vatnsmiðlunar, rafmagnsvirki og leiðslur, loftnet og annan móttökubúnað í eigu seljanda, sem fest eru á fasteign, föst gólfteppi og önnur gólfefni sérstaklega tilsniðin, gluggabúnað, bað- og eldhúsinnréttingar og tæki og vélar sem eru sérstaklega felld inn í innréttingarnar og verða hluti af þeim og aðra innbyggða hluta.
Um ástand einstakra eignarhluta:Efst í söluyfirlitli þessu er að finna dálka um ástand einstakra hluta eignarinnar. Eftirfarandi lykil er til skýringar á þeirri skráningu:
Nýtt - Eignin er nýbygging.
Upprunalegt - Seljandi veit ekki til þess að byggingarhluti hafi verið endurnýjaður.
Endurnýjað - Byggingarhlutinn hefur verið endurnýjaður í heild sinni á einhverjum tímapunkti.
Endurnýjað að hluta - Hluti byggingarhlutans hefur verið endurnýjaður á einhverjum tímapunkti.
Ekki vitað - Seljandi þekkir ekki til ástands og ekki er hægt að leggja mat á það með sjónskoðun.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda. Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.