Prima fasteignasala og Björgvin Þór Rúnarsson lgf.kynna í einkasölu Vesturhús 11,112 Reykjavík með fastanúmer 2041281
Parhús með aukaíbúð og bílskúr í góðu húsi með góðu útsýni.
Eignin er á 2. hæðum og skiptist í forstofu, stiga, gestasalerni, hol, rúmgóða stofu / borðstofu, eldhús, 4 svefnherbergi, baðherbergi, þvottahús, svalir og bílskúr.
Samkvæmt FMR er íbúðarrýmið á efri hæð 150m2 ásamt 17,7 m2 bílskúr að viðbættu 70,9m2 íbúðarými á neðri hæð eða samtals 238,7 m2.
Hátt er til lofts á efri hæð með stórbrotnu útsýni til margra átta.
Húsið var málað að utan 2020, listar í öllum gluggum að utan endurnýjaðir árið 2016 Skipt um flæsningar og þak málað 2018 . (að sögn eiganda)
Bílaplanið er hellulagt með snjó-bræðslu og 2 stæði fylgja eigninni.
Neðri hæð
Forstofa er með flísalögðu gólfi og fataskáp. Svefnherbergi inn af forstofu er mjög rúmgott með fataskáp og flísum á gólfi.
Salerni á neðri hæð með vaski og flísalögðu gólfi.
Geymslupláss undir stiga. Bílskúrinn er með hurðaopnara
Stúdíó íbúð fylgir eigninni sem telur ca 33m2 í dag en lítið mál er að stækka hana í tæpa 66m2, Íbúðin var endurnýjuð 2017, eldhúsinnrétting, Parket á gólfum og baðherbergi með sturtuklefa eitt svefnherbergi með fataskáp
Efri hæð.
Steyptur parketlagður stigi (eucalyptus)
Eldhús : Sér-smíðuð innrétting með nýrri Fenix NTM borðplötu. góð tæki, Span helluborð,
háfur, vaskur og Hans Grohe blöndurnartæki, nýlegir ofnar og uppþvottavél nýr tvöfaldur ísskápur
með klakavél fylgir
Stofa / borðstofa: Stórir gluggar með útsýni yfir borgina , gegn-heilt parket á efri hæðinni. útgengi
út á stóra verönd sem snýr í suð-vestur með stórglæsilegu útsýni meðal annars til Bláfjálla.
Snæfellsjökuls, Keilis og Esju. Rýmið er skemmtilegt og bjart með góðri lofthæð.
Hjónaherbergi er rúmgott með gluggum og góðum skápum og parketi á gólfi, útgengi á litlar svalir.
Tvö barnaherbergi eru á efri hæðinni með parketi á gólfi og fataskáp
Baðherbergi: Rúmgott baðherbergi með upp-hengdu salerni, sér smíðaðri sturtu með nýlegum
blöndunartækjum. Nýlegt baðkar með góðum blöndunartækjum. Sér smíðuð innrétting með
tveimur vöskum.
Þvottarhús/ herbergi með skáp er á efri hæð.
Nánari upplýsingar veita:
Björgvin Þór Rúnarsson löggiltur fasteignasali / s.8551544 / bjorgvin@primafasteignir.is
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Væntanlegum kaupendum er bent á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun. Almennt getur kaupandi ekki borið fyrir sig að ástand eignar sé annað en það sem hann hefði mátt sjá við slíka skoðun.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002, og ábyrgist að þær séu réttar. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. Það sama á við um staðhæfingar seljanda eignar um viðhald og einstaka framkvæmdir.
Almennt um fylgifé íbúðarhúsnæðis:
Til fylgifjár íbúðarhúsnæðis teljast varanlegar innréttingar og búnaður sem annaðhvort er skeytt varanlega við fasteignina eða er sérstaklega sniðinn að henni. Þetta á meðal annars við um fastan búnað og lagnir til hitunnar og vatnsmiðlunar, rafmagnsvirki og leiðslur, loftnet og annan móttökubúnað í eigu seljanda, sem fest eru á fasteign, föst gólfteppi og önnur gólfefni sérstaklega tilsniðin, gluggabúnað, bað- og eldhúsinnréttingar og tæki og vélar sem eru sérstaklega felld inn í innréttingarnar og verða hluti af þeim og aðra innbyggða hluta.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.