Fasteignaleitin
Skráð 2. ágúst 2025
Deila eign
Deila

Seljabraut 22

FjölbýlishúsHöfuðborgarsvæðið/Reykjavík/Breiðholt-109
126.1 m2
4 Herb.
3 Svefnh.
1 Baðherb.
Verð
63.500.000 kr.
Fermetraverð
503.569 kr./m2
Fasteignamat
58.050.000 kr.
Brunabótamat
56.790.000 kr.
HH
Heimir Hallgrímsson
Löggiltur fasteignasali
Byggt 1976
Þvottahús
Garður
Bílskúr
Sameig. Inng.
Fasteignanúmer
2055643
Húsgerð
Fjölbýlishús
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
2
Hæðir í húsi
4
Hæðir í íbúð
1
Númer íbúðar
1
Vatnslagnir
Frá því að húsið var byggt
Raflagnir
Frá því að húsið var byggt
Frárennslislagnir
Frá því að húsið var byggt
Gluggar / Gler
Tvöfalt gler
Þak
Endurnýjað fyrir u.þ.b. 3 árum síðan
Lóðarréttindi
Leigulóð
Svalir
Upphitun
Hitaveita
Inngangur
Sameiginlegur
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Seljabraut 22 - Bókið skoðun.

Lind fasteignasala kynnir góða og vel skipulagða 4ra herbergja íbúð á 2. hæð með rúmgóðum svölum til suðvesturs í fjölbýlishúsi við Seljabraut 22 í Reykjavík. Alls eru þrjú svefnherbergi, rúmgóð stofa, baðherbergi og þvottaherbergi. Sérstæði í lokuðum og upphituðum bílakjallara með aðgengi að þvottastæði. Tvær geymslur fylgja íbúð, önnur innan íbúðar og hin í kjallara. 

Samkvæmt fasteignaskrá er íbúð skráð 95,6 fermetrar að stærð og bílastæði í bílakjallara 30,5 fermetrar.

Bókið skoðun hjá Heimi Hallgrímssyni lögg. fasteignasala / heimir@fastlind.is / 849-0672

Nánari lýsing: 

Forstofa: Með parketi á gólfi og skápum.
Stofa: Er rúmgóð með parketi á gólfi. Rúmar vel setustofu og borðstofu. Gluggar til suðvesturs og útgengi á svalir.
Svalir: Snúa til suðvesturs inn í bakgarð hússins. Flísalagt svalagólf.
Eldhús: Með parketi á gólfi og hvítri eldhúsinnréttingu. Eldavél með keramik helluborði. Flísar á milli skápa. Borðkrókur og gluggar til suðvesturs.
Hjónarherbergi: Með plastparketi á gólfi, skápum og gluggum til norðausturs. 
Baðherbergi: Með flísum á gólfi og veggjum. Flísalögð sturta og baðkar með sturtutækjum. Innrétting við vask og handklæðaofn. Salerni og útloftun.
Svefnherbergi II: Með plastparketi á gólfi og glugga til norðausturs. 
Svefnherbergi III: Með plastparketi á gólfi og glugga til norðausturs. 
Þvottaherbergi: Með flísum á gólfi, tengi fyrir þvottavél og þurrkara, hillum og glugga til suðvesturs.
Geymsla I: Er staðsett inn af þvottaherbergi. Flísar á gólfi.

Sérstæði í bílakjallara: Búið er að leggja grunn fyrir rafhleðslustöðvum í bílakjallara. Sameiginlegt þvottastæði í bílakjallara.
Geymsla II: Er staðsett í kjallara á geymslugangi.

Í sameign er aðgengi að: Sérgeymslu í kjallara og sameiginlegri hjóla- og vagnageymsla.

------------------------------

Allir kaupendur okkar fá Vildarkort Lindar. Með því að framvísa kortinu færð þú 30% afslátt hjá 9 samstarfsaðilum: Húsgagnahöllin, S. Helgason, Flugger litir, Húsasmiðjan, Z brautir og gluggatjöld, Vídd, Parki, Betra bak, Dorma og Vodafone. 
 
Kostnaður kaupanda vegna kaupa:  Stimpilgjald kaupsamnings einstaklinga  er  0,8%  og lögaðila  1,6% af fasteignamati eignar. Lántökugjald getur verið breytilegt eftir lánastofnunum,  oftast 1%. Þinglýsingargjald er 2.700 fyrir hvert skjal. Þjónustu- og umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.
 
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu: Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Lind fasteignasala bendir öllum sem hugsa sér að kaupa, að kynna sér vel ástand fasteignarinnar við skoðun fyrir tilboðsgerð og leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun ef þörf þykir.
 
Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. 
DagsetningFasteignamatKaupverðStærðFermetraverðNothæfur samningur
30/12/202037.200.000 kr.40.300.000 kr.126.1 m2319.587 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025
Byggt 1979
30.5 m2
Fasteignanúmer
2055643
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
01
Númer eignar
13
Húsmat
0 kr.
Lóðarmat
0 kr.
Fasteignamat samtals
0 kr.
Brunabótamat
6.090.000 kr.
Matsstig
7 - Fullgerð bygging

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Engjasel 11
Bílastæði
Opið hús:07. ágúst kl 18:00-18:30
Skoða eignina Engjasel 11
Engjasel 11
109 Reykjavík
100.1 m2
Fjölbýlishús
413
648 þ.kr./m2
64.900.000 kr.
Skoða eignina Grýtubakki 12
Skoða eignina Grýtubakki 12
Grýtubakki 12
109 Reykjavík
102.3 m2
Fjölbýlishús
413
625 þ.kr./m2
63.900.000 kr.
Skoða eignina Ferjubakki 12
Skoða eignina Ferjubakki 12
Ferjubakki 12
109 Reykjavík
102.3 m2
Fjölbýlishús
412
634 þ.kr./m2
64.900.000 kr.
Skoða eignina Grýtubakki 14 SELD
Grýtubakki 14 SELD
109 Reykjavík
105.2 m2
Fjölbýlishús
413
594 þ.kr./m2
62.500.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2025 - Fasteignaleitin