RE/MAX og Oddur fasteignasali kynna í einkasölu:Falleg og björt 4 herbergja hæð með sérinngangi í tveggja hæða tvíbýli við Borgarholtsbraut 22 í Kópavogi. Hæðin er skráð 139,9 fm þar af bílskúr 36fm. Bílskúrinn er innréttaður sem íbúð og hefur verði í útleigu. Hverfið er einstaklega fjölskylduvænt og vinsælt. Leik- og grunnskóli í göngufæri og sundlaug örstutt frá. Stór innkeyrsla liggur að húsinu sem tilheyrir íbúðinni.
Allar nánari upplýsingar veitir Oddur í síma 782-9282 eða á oddur@remax.isSmelltu hér til að fá söluyfirlit sent beint af vef remax.isNánari lýsing: Forstofa komið er inn um sérinngang á neðri hæð með flísum á gólfi og fataskáp.
Stigapallur komið er upp teppalagðan stiga á stigapall þar sem yfirbyggðar svalir eru nýttar sem geymsla.
Eldhús flísar á gólfi, tengi fyrir uppþvottavél og borðkrókur.
Stofa og borðstofa eru í opnu, björtu rými með flísum á gólfi.
Herbergi I er stærsta herbergið með flísum á gólfi og fataskáp.
Herbergi II flísar á gólfi, hallandi loft.
Herbergi III flísar á gólfi, notað sem skrifstofa í dag.
Baðherbergi flísar á gólfi, sturta, upphengt salerni með innbyggðum klósettkassa og ný innrétting.
Þvottahús er með flísum á gólfi og góðri loftun.
Bílksúr er innréttaður sem íbúð, með svefnherbergi, baðherbergi og eldhúsi í alrými. Skjólgóð verönd í framhaldi af bílskúr og áhaldageymsla í bakgarði.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af heildarfasteignamati hjá einstaklingum. Sé um fyrstu kaup að ræða er stimpilgjald af kaupsamningi 0,4% af heildarfasteignamati.
2. Stimpilgjald af kaupsamningi - 1,6% af heildarfasteignamati hjá lögaðilum.
3. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi og fl. 2.700 kr. af hverju skjali.
4. Lántökugjald lánastofnunar - samkvæmt gjaldskrá lánastofnunar.
5. Umsýslugjald til fasteignasölu 69.900 kr. m.vsk