Bjarni Blöndal löggiltur fasteignasali (bjarni@remax.is/s:662-6163) kynnir útsýnisíbúð með sérinngangi í Áslandshverfi, Hafnarfirði. Björt og rúmgóð 2ja herbergja íbúð á efri hæð á frábærum stað í fjölskylduvænu hverfi. Eignin státar af stórbrotnu útsýni. Íbúðin er samkv HMS skráð 70,7fm auk 5,1fm geymslu, samtals 75,8fm. Laus strax. Nánari lýsing:Forstofa: flísalögð með góðum skáp.
Stofa/borðstofa: bjart og rúmgott opið rými, parket á gólfum, útgengt á svalir með glæsilegu útsýni.
Eldhús: falleg eikarinnrétting, efri og neðri skápar, flísar á milli, borðkrókur.
Hjónaherbergi: rúmgott með fataskáp, parket á gólfi.
Baðherbergi: flísalagt í hólf og gólf, baðkar með sturtu og falleg innrétting.
Þvottahús/geymsla: nýtist vel, bæði fyrir þvott og geymslu, vaskur, flísar á gólfi.
Sérgeymsla: á geymslugangi í kj. hússins.
Sameiginleg hjóla- og vagnageymsla á 1. hæð hússins.
Tvö merkt bílastæði með eigninni.
Stutt í frábæra útivist og gönguleiðir t.d. við Ástjörn og upp á Ásfjall. Fjölskylduvænt hverfi. Mjög stutt í bæði leik- og grunnskóla sem eru í göngufæri. Stutt í alla helstu þjónustu. Björt og góð eign á efri hæð í 12 íbúða tveggja hæða fjölbýlishúsi.
Þetta er falleg eign á vinsælum stað með einstöku útsýni!
Allar upplýsingar um eignina veitir Bjarni Blöndal löggiltur fasteignasali í síma 662 6163 eða bjarni@remax.is. Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi 0,8%, ( 0,4% ef um fyrstu kaup er að ræða ) og 1.6% (ef lögaðilar) af heildar fasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar, sjá upplýsingar á heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð.