BYR fasteignasala kynnir í einkasölu MÚLAVEGUR 23, 710 Seyðisfjörður. Fjögurra herbergja einbýlishús á einni hæð. Smellið hér fyrir staðsetningu.Húsið er byggt árið 1969, 105.4 m² að stærð samkvæmt skráningu HMS.
Skipulag eignar: Forstofa, gangur, stofa, eldhús, þrjú herbergi, baðherbergi og þvottahús.
Nánari upplýsingar hjá BYR fasteignasölu | byr@byrfasteignasala.is | 483 5800 |Nánari lýsing: Forstofa, fatahengi, plastparket á gólfi, rafmagnstafla (opin, upprunaleg).
Gangur liggur innan við forstofu, plastarket á gólfi.
Stofa og borðstofa, plastparket á gólfi.
Eldhús, upprunaleg U-laga innrétting, eldavél, vifta og ísskápur, borðkrókur, plastparket á gólfi.
Þvottahús, gluggi, hitamælir og inntak er í þvottahúsi. Hurð er úr þvottahúsi, lokað hefur verið fyrir hana að utanverðu með plötu.
Lúga er uppá loft frá þvottahúsi.
Herbergi I, hjónaherbergi, verkmannaparket á gólfi, þrefaldur fataskápur.
Herbergi II, fataskápur, verkamannaparket á gólfi
, tvöfaldur fataskápur.
Herbergi III, verkamannaparket á gólfi.
Baðherbergi, dúkur á gólfi, vaskinnrétting, salerni og sturtuklefi, handklæðaofn og gluggi.
Einangrað er ofan á loftaplötu með frauðplasti. Ticino rofar og tenglar að hluta til.
Múlavegur 23 er holsteinshús á einni hæð, klætt að utan með standandi járnklæðningu, bárujárn á þaki.
Timbur gluggar og hurðar, drenað er meðfram húsinu að hluta.
Lóð er gróin, timburtröppur liggja frá götu að húsinu, lítil timburverönd er framan við inngang hússins, þvottasnúra er á baklóð ásamt litlum skúr.
Lóð er 765.0 m² leigulóð í eigu Múlaþings.
Skráning eignar samkvæmt fasteignayfirliti HMS:
Fasteignanúmer 216-8664. Múlavegur 23, MúlaþingStærð: Íbúð 105.4 m².
Brunabótamat: 47.750.000 kr.
Fasteignamat: 26.450.000 kr. Fyrirhugað fasteignamat 2026: 29.150.000 kr.
Byggingarár: 1969.
Byggingarefni: Holsteinn.
Landeignanúmer 155176. Íbúðarhúsalóð.
EIGNIN SELST Í ÞVÍ ÁSTANDI SEM HÚN ER Í OG MUN SELJANDI EKKI GERA NEINAR ENDURBÆTUR Á HENNI FYRIR SÖLU.
ÞVÍ ER SKORAÐ Á VÆNTANLEGA KAUPENDUR AÐ KYNNA SÉR VEL ÁSTAND EIGNARINNAR FYRIR KAUPTILBOÐSGERÐ
OG LEITA SÉR SÉRFRÆÐIAÐSTOÐAR UM NÁNARI SKOÐUN UM ÁSTAND EIGNAR.